Færsluflokkur: Bloggar
8.3.2007 | 17:36
Önnur grein í sáttmála VG og Sjálfstæðisflokks
Enn virðist samstarfsgrunnur VG og Sjálfstæðisflokks styrkjast . Ætli yfirskriftin á stjórnarsáttmálanum verði ekki "bankana burt ! "
Pælum í því !
Straumur-Burðarás knúinn til að kanna möguleika á að fara til annars lands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.3.2007 | 11:43
Hænuskref gegn launaleynd - ekki afnám
Það er ástæða til að fagna framkomnum tillögum um breytingar á jafnréttislögum - flest þar horfir til framfara. Ég skil hinsvegar ekki hversvegna frumvarpið er ekki lagt fram strax og keyrt í gegn, heldur talað um að leggja það fram í haust. Þá veit enginn hver verður við stjórnvölinn og allt eins líklegt að núverandi félagsmálaráðherra verði utan þings - ef marka má nýjustu skoðanakannanir.
Ég sé að Samfylkingin hefur lýst sig reiðubúin til að flýta fyrir samþykkt þess nú þegar og trúi ekki öðru en að félagasmálaráðherra taki því fagnandi. Ef ekki getur bara tvennt komið til - að hugur fylgi ekki málinu í Framsóknarflokknum eða að Sjálfstæðisflokkurinn stöðvi málið og leggi stjórnarsamstarfið undir. Það verður fróðlegt að sjá hvað kemur út úr því.
Mér finnst hinsvegar verra að frumvarpið virðist ekki eiga að afnema launaleynd, eins og yfirlýsingar ráðherra og fréttaflutningur af máinu ber með sér. Það eina sem frumvarpinu er ætlað í þessum efnum er að banna trúnað eða þangarskyldu um launakjör starfsmanna og gera starfsmanninn þannig ábyrgan fyrir því hvort hann gefur upp laun sín eða ekki. Þó vissulega sé þetta hænuskref í áttina, þá er fjarri því að samþykkt slíkrar tillögu muni afnema launaleynd að mínu viti. Reynsla Dana af samskonar ákvæði sýnir það einmitt glögglega.
Eina leiðin til að afnema launaleynd er að skylda launagreiðendur til að opna fyrir aðgang starfsmanna að launum allra innan sama fyrirtækis eða stofnunar og gera það ferli sjálfvirkt þannig að starfsmenn þurfi ekki að kalla eftir því í hvert sinn. Ábyrgðin verður að færast frá launþeganum sjálfum yfir á launagreiðandann, annars breytir afar litlu hvort trúnaðurinn er um launin eða ekki.
Þessi sjónarmið hafa reyndar komið fram áður á þessari síðu, m.a. í MBA verkefni sem ég vann ásamt öðrum við Háskóla Íslands. Hvorutveggja má nálgast hér
Fordæmi Whole Food Market í þessum efnum talar síðan sínu máli. Stjórnendur þessa bandaríska stórfyrirtækis telja afnám launaleyndar innan fyrirtækisins eitt af því mikilvægasta í samkeppnisforskoti þess í slagnum um gott starfsfólk. Ætti það ekki líka að gilda hjá íslenskum fyrirtækjum ?
Pælum í því !
Ráðherra varð að gera hlé á ræðu sinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
7.3.2007 | 12:58
Glittir í stjórnarsáttmála ?
Athyglisvert að VG og Sjálfstæðisflokkurinn kjósi að undirstrika samstöðu sína í Evrópumálunum með þessum hætti svona rétt fyrir kosningar. Auðvitað hafa flestir sem fylgst hafa með stjórnmálum séð samhug flokkanna í þessu mikilvæga máli fyrir lifandi löngu, en hingað til hafa forystumenn flokkanna forðast samanburðinn og reynt að halda sérstöðu sinni til haga - ekki síst forystumenn VG.
Um helgina heyrði ég lika í Steingrími J á útvarpi Sögu. Þar lagði hann ítrekað lykkju á leið sína til að undirstrika hvað VG væri orðinn breyttur og breiður flokkur. Lýsti sig reiðubúinn til samninga um öll málefni og taldi fáa flokka stjórnhæfari en VG. Notaði síðan tækifærið og hnýtti sérstaklega í Samfylkinguna og taldi hana varla stjórntæka þar sem hún gæti ekki einu sinni stjórnað sjálfri sér.
Engin slík hnjóðsyrði voru send til Sjálfstæðisflokksins - nema síður sé.
Skildi það vera tilviljun að eina stjórnarsamstarfið sem VG á aðild að í sveitarstjórnum er með Sjálfstæðisflokknum í Mosfellsbæ ? Þar virðist umhverfsstefna VG hafa verið samin út af borðinu fyrir embætti formanns bæjarráðs og hagsmunir umferðar og verktaka sett í forgang .
Skildi það vera tilviljun að VG leiddi Sjálfstæðisflokkinn til valda í Sambandi íslenskra sveitarfélaga, þegar þeir höfðu kost á vinstrasamstarfi við Samfylkingu og Framsókn ? Þar var samningsgjaldið varafomennska VG í sambandinu.
Skildi það vera tilviljun að samstarfsflötur VG og Sjálfstæðisflokksins í einu mikilvægasta máli þjóðarinnar er undirritaður og skjalfestur korteri fyrir kosningar ?
Pælum í því !
VG og Sjálfstæðisflokkur gegn ESB-aðild | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
2.3.2007 | 14:19
Hvað gerir Davíð nú ?
Það er greinilegt að ríkisstjórnin veit ekki sitt rjúkandi ráð í efnahagsmálum.
Hagkerfið er við suðumark og þarf helst á því að halda að dregið sé úr framkvæmdum og kaupgleði. Flestir hagfræðingar eru sammála um að það sé eina leiðin til að draga úr núverandi verðbólgu og ofurvöxtum sem er að sliga húsnæðiskaupendur og minnkar kaupmátt launþegar jafnt og þétt.
Í þessum tilgangi hefur Seðlabankinn í örvæntingarfullri tilraun sinni til að draga úr eftirspurn eftir lánsfjármagni, hækkað vexti uppúr öllu valdi þannig að Íslendingar búa nú við hæstu vexti í Evrópu að mér skylst. Aðgerðir bankans virðast hinsvegar bíta afar hægt, enda bitna þær helst á þegar skuldsettum einstaklingum og fyrirtækjum, sem komast ekki hjá reddingum með innlendu lánsfjármagni, annaðhvort í formi yfirdráttar eða öðrum skammtímalánum. Hinir betur stæðu sem þurfa fjármagn til framkvæmda fá allt sitt afgreitt í erlendri mynnt á amk þrefallt lægri vöxtum.
En hvað gerir þá ríkisstjórnin ?
1) Kynnir samgönguáætlun þar sem nýjum framkvæmdum er lofað um allt land. Borðleggjandi ávísun á auknar framkvæmdir, aukna þenslu og auknar líkur á viðvarnadi ofurvöxtum og verðbólgu - verði við loforðin staðið.
2) Takmarkar aðgengi erlends vinnuafls að landinu með því að nýta heimild til að fresta frjálsu flæði vinnuafls til landsins, frá nýjustu ríkjum Evrópusambandsins. Takmarkar möguleika atvinnulífsins til að bregðast við auknum framkvæmdum með fjölgun starfsmanna og eykur því þrýsting á vinnumarkaði sem þegar er nánast 100% í vinnu. Afleiðingin auknar líkur á viðvarnadi ofurvöxtum og verðbólgu.
3) Hækkar veðhlutfall húsnæðislána í 90% og fer þannig þvert gegn þeirri þróun sem bankarnir hafa verið að feta sig og Seðlabankinn hefur ráðlagt. Borðleggjandi ávísun á aukin viðskipti á fasteignamarkaði, hækkandi húsnæðisverð og aukna ásókn í lánsfé. Afleiðingin minnkandi áhrfi af aðgerðum Seðlabankans, auknar líkur á viðvarandi ofurvöxtum og verðbólgu.
Lengur mætti telja, en þessi þrjú dæmi duga til að sjá að ríkisstjórnin treystir sér ekki til að ráðast í skynsamlegar aðgerðir í efnahagsmálum. Hún hefur ekki þrek til að grípa til aðgerða til að kæla hagkerfið vegna nálægðar kosninganna og ætlar þess í stað að kynda hagvaxtarbálið áfram. Væntanlega í trausti þess að kjósendur átti sig ekki á hagfræðilegu samhengi hlutanna.
Fyrir bragðið mun verðbólgan ekki lækka, vextirnir hækka og launþegum og þeim skuldsettu mun áfram blæða !
Pælum í því !
Samtök fjármálafyrirtækja segja hækkun íbúðalána tímaskekkju | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
1.3.2007 | 17:44
Geir heitir Ingibjörgu stuðningi
Ætli Íslendingar eigi eftir að lesa fyrirsögn sem þessa yfir frétt þar sem fjallað er um raunveruleikann ?
Pælum í því !
Berlusconi heitir Prodi stuðningi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.3.2007 | 00:18
Myndi eiður skipta máli ?
Ég verð að viðurkenna, að ég varð afar undrandi þegar ég heyrði að menn væru eithvað að velta því fyrir sér að boða Davíð Oddsson í vitnastúkuna í Baugsmálinu. Það hvarlaði hreinlega ekki að mér að hann væri ekki þegar kominn á vitnalistann, enda einn aðal maðurinn í öllu dæminu að mati flestra. Æðsti prestur í samfélagi hinna "innmúruðu og innvígðu" eins og ritstjóri Morgunblaðsins lýsti genginu sem kom að undirbúningi herferðarinnar gegn Baugi í bréfaskriftunum við Jónínu Ben.
Er ekki orðið tímabært að Davíð svari undir eiði, hvers vegna hann í einkasamtölum (m.a. við Hrein Loftsson fyrrum aðstoðarmann sinn) fullyrti að Baugsmenn væru glæpagengi og að þeir væru á leið í fangelsi, löngu áður en rannsókn var hafinn á einu eða neinu í þeirra ranni ?
Er ekki orðið tímabært að Davíð svari undir eiði, hvers vegna hann sagði ósatt um vitneskju sína um Jón Gerald og ásakanir hans á Baugsmenn ? Þegar Jón Gerald kom fram með ásakanir sínar fullyrti Davíð nefnilega að hann hann hefði hvorki heyrt af manninum né ásökunum hans. Nokkrum misserum fyrr hafði hann hinsvegar rætt þessi sömu mál við Hrein Loftsson eins og síðar kom fram.
Er ekki orðið tímabært að Davíð svari því undir eiði, hvers vegna hann þagði eins og steinn um meinta tilraun Baugsmanna til að múta honum með 300 milljónum þar til Bolludaginn góða ? Þá allt í einu, þegar Davíð þurfti að losna undan sífelt aðgangsharðari blaðamönnum vegna ósanninda hans um Jón Gerald dúkkar málið upp eins og það hefði gerst í gær. Engar sannanir, engin vitni, engin rannsókn... ekkert annað en upphrópanir Davíðs í smjörklípustíl.
Er ekki orðið tímabært að Davíð svari því undir eiði, hvaða þátt hann átti í ráðabruggi Styrmis, Jónínu Ben, Jóns Geraldar, Kjartans Gunnarssonar og Jóns Steinars um atlöguna að Baugi og uppvíst varð um þegar bréf Jóninu og Styrmis birtust alþjóð ? Mun hann eiðsvarinn svara því til að hann hafi ekkert heyrt eða vitað ? Að þessir helstu trúnaðarmenn hans til tuga ára hafi vélað með málið án hans vitneskju ? Ég vildi amk gjarnan sjá svipinn á honum ef og þegar hann myndi halda því fram.
Er ekki orðið tímabært að Davíð svari því undir eiði, hvort og þá hvers vegna hann hélt því fram við Forseta Íslands í aðdraganda þess að Ólafur Ragnar neitaði að skrifa undir fjölmiðlalögin, að hann væri með því að vernda menn sem ættu yfir höfði sér saksókn, eins og fram kom í grein Jóhanns Haukssonar í Ísafold ?
Er ekki orðið tímabært að einn af höfuðpaurunum í Baugsmálinu svari nokkrum spurningum undir eiði ?
Pælum í því !
Davíð Oddsson kann að verða kallaður til vitnis í Baugsmálinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.2.2007 | 18:48
Tímamót !
Ég tek ofan fyrir stjórnendum Hótels Sögu. Sú ákvörðun þeirra að vísa klámráðstefnunni frá markar að mínu viti tímamót og skiptir miklu máli í baráttunni gegn klámvæðingunni á Íslandi.
Hún sýnir að umræðan sem farið hefur fram um afleiðingar klámvæðingarinnar skipti máli og að almenningsálitið er að snúast. Í stað þess að leyfa mótmælaöldunni að brjóta á Hótel Sögu, hafa stjórnendur þess brugðist skynsamlega við, forðað hótelinu frá skaða og í raun lagt þeim sjónarmiðum sem lágu til grundvallar mótmælunum öflugt lið.
Hótelið og sú órofa samstaða sem fram kom hjá yfirvöldum borgar, kirkju og ríkis í að fordæma ráðstefnuhaldið, hefur nú skipað Íslandi í lið með þeim öflum sem lýsa andúð sinni á klámvæðingunni. Þau skilaboð munu berast um heima klámvæðingarinnar svo eftir verður tekið.
Ég hef einnig þá trú að ákvörðun stjórnenda Hótels Sögu marki upphafið að enn frekari skrefum íslenskra fyrirtækja og stjónvalda í að úthýsa klámvæðingunni frá Íslandi, enda hefur umræðan sýnt fram á að víða er pottur brotinn í þeim efnum.
Útverðir klámsins á Íslandi geta og eiga að byrja að pakka saman - slíkur er máttur öldunnar sem nú er risin að minu viti.
Pælum í því !
Eigendur Hótel Sögu vilja hætta að sýna ljósbláar myndir gegn gjaldi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
21.2.2007 | 22:45
Flottir listar Samfylkingar í Reykjavík !
Samfylkingin hefur verið að ná vopnum sínum undanfarnar vikur. Yfirvegaðar tillögur hennar í virkjana og efnahagsmálum hafa verið að fá hljómgrunn og meira að segja forsetinn tekur undir og segir að rétt sé að bíða og ná sátt. Efnahagslífið þolir kælingu, þjóðin þarf að ná áttum og fallvötnin halda áfram að renna til sjávar - ekkert liggur á.
Ég held líka að jafnréttissinnar séu að átta sig á því að skynsamlegasta leiðin til að ná árangri í landsmálunum sé að fela Ingibjörgu Sólrúnu umboð til að leiða nýja ríkisstjórn og að eineltið sem hún hefur þurft að þola undanfarin ár sé komið yfir strikið.
Önnur glæsileg forystukona Samfylkingarinnar, Jóhanna Sigurðardóttir, hefur einnig verið að glansa í umræðunni undanfarnar vikur og sýnir og sannar enn einusinni, að hún er kona fólksins. Greinilega tilbúin í lokasprettinn sem framundan er og ráðherradóm í framhaldinu.
Í kvöld voru síðan framboðslistarnir í Reykjavík samþykktir. Flottir listar með fínni blöndu af vinstri- og hægrikrötum, körlum og konum, nýju fólki og reyndu. Það er sigurbragur á þessu liði sýnist mér!
Það er komin sveifla á Samfylinguna. Hún gæti vel farið yfir 30% og Ingibjörg Sólrún orðið forsætisráðherra, fyrst íslenskra kvenna.
Pælum í því !
Listar Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmum einróma samþykktir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 22.2.2007 kl. 10:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.2.2007 | 11:16
Orðaleppar rökleysunnar.
Það hefur verið fróðlegt að fylgjast með umræðunni vegna boðaðrar hingaðkomu fulltrúa klámiðnaðarins. Þjóðin virðist klofin í tvo háværa hópa og er báðum mjög mikið niðrifyrir. Annar hópurinn er alfarið á móti klámiðnaðinum og vill grípa til ýmissa ráða til að úthýsa fulltrúum hans. Hinn hópurinn virðist hinsvegar fyrst og fremst vera á móti því að vera á móti klámiðnaðnum, en ekki treysta sér til að standa beint með klámiðnaðinum. Sumir þeir sem tilheyra síðari hópnum sjá meira að segja ástæðu til að taka það skýrt fram, að þeir séu nú ekkert fyrir klám og kunni ekki að meta það sem fram fer í þeim iðnaði. En þeir eru engu að síður á móti því að vera á móti klámiðnaðinum og virðast telja að þjóðfélaginu stafi jafnvel meiri ógn af þeim einstaklingum sem beita sér gegn klámiðnaðinum en klámiðnaðinum sjálfum.
Það er einnig athyglisvert að þegar andstæðingar klámiðnaðarins leggja fram upplýsingar um þann mannlega harmleik sem virðist óumflyjanlegur fylgifiskur klámiðnaðarins er þeim rökum ekki svarað af hinum hópnum, heldur gripið til orðaleppa rökleysunnar talað um forræðishyggju, bókabrennur, ofstæki osfrv.
Vita menn ekki að bein afleiðing markaðssetningar klámsins og þeirrar eftirspurnar sem hún skapar, er þrælahald nútímans ? Á hverjum degi er konum og börnum rænt, þeim misþyrmt, nauðgað, limlest og þau brotin niður andlega til að hægt sé að nýta þau í klámiðnað. Konur og börn eru seld eins og hver önnur hrávara, klámefnisframleiðenda eða vændishúsaeigenda á milli, yfirleitt þar til að þau hafa verið gjörnýtt og líf þeirra lagt í rúst eða því eytt. Vita menn þetta virkilega ekki ? Þrátt fyrir allar upplýsingarnar, heimildarmyndirnar, skýrslurnar og öll lífin sem liggja í valnum.
Halda menn etv að glæsilegu konurnar sem brosa til þeirra í gluggunum í Amsterdam, dansa hjá Geira á Goldfinger eða bera sig og leika listir sínar í klámmyndunum séu bara svona ánægðar með útlitið eða æstar í aðdáun karla að þær séu sko alveg til í tuskið fyrir smá pening ? Halda menn etv að einhversstaðar annarsstaðar séu hin vændishúsin, súlustaðirnir og klámmyndirnar þar sem vonda fólkið vinnur ? Eða halda menn etv að það breyti ekki miklu, hvort við hér uppá litla Íslandi tökum þátt í að auka eða minnka eftirspurnina eftir kláminu ? Konum og börnum verði samt rænt, þeim nauðgað og lif þeirra lagt í rúst og því geti menn allt eins notið sýningarinnar líka ?!
Ég veit ekki hver ástæðan er, en ég hreinlega skil ekki sjónarmið þeirra sem eru á móti því að vera á móti klámiðnaðinum. Ég skil hinsvegar að þeir treysti sér ekki til að standa með honum og get svo sem glaðst yfir því.
Ég skil ekki heldur hvernig menn geta tengt andstöðuna við klámiðnaðinn við forræðishyggju, bókabrennur eða galdraofsóknir og ætlast til að menn láti eins og ekkert sé þegar klámvæðingin ríður yfir. Ef baráttan snérist um það að forða neytendum klámefnis frá afleiðingum gerða sinna gætu þessar röksemdir mögulega átt við, en um það snýst baráttan alls ekki að mínu viti. Baráttan gegn klámiðnaðinum snýst um að bjarga fórnarlömbunum, hráefni iðnaðarins, konunum, börnunum, þeim þúsundum einstaklinga sem gætu átt líf fyrir höndum, en mun á næstu árum verða fórnað á altari klámiðnaðarins ef ekkert verður að gert.
Hópurinn sem hefur gert Hótel Sögu að griðarstað sínum í mars mun véla um örlög þessa fólks. Hversu mörg barnsrán, nauðganir eða morð skyldu verða á afrekaskrá þessa þings ? Getum við sagt að það komi okkur ekki við ?
Pælum í því !
Þjóðkirkjan og prestafélag Íslands harma klámráðstefnu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
17.2.2007 | 13:39
Gott hjá Vilhjálmi Þ !
Má til með að hrósa Vilhjálmi borgarstjóra vegna viðbragða hans og Reykjavíkurborgar við hingaðkokmu fulltrúa klámiðnaðarins. Fagna sérstaklega að hann ætli að halda á lofti því merki Reykjavíkurlistans að berjast gegn klámvæðingu borgarinnar. Reikna með að Geiri á Goldfinger fari þegar að leita að kaupanda að húsnæðinu í Austurstræti - ekki fær hann amk að reka klámbúllu þar m.v. viðbrögð Vilhjálms.
Talskona Stígamóta hefur einnig glansað í gegnum fjölmiðlaumræðuna - yfirveguð, rökföst og ábyrg, kemur aðalatriðum þessa máls vel til skila. Ég er sannfærður um að hún er að "kristna" margar karlremburnar þessa dagana.
Fulltrúar Hótels Sögu grafa sig hinsvegar dýpra og dýpra í fenið og ef marka má yfirlýsingu Bjarna Harðarsonar, eins af forystumönnum Framsóknarflokksins er þegar að bresta flótti í viðskiptamannahóp hótelsins - það er vel.
Nú bíðum við bara eftir ríkisstjórninni og lögreglunni. Ég hef fulla trúa á að nýji lögreglustjórinn, Stefán Eiríksson taki málið föstum tökum en meiri efasemdir með Björn Bjarnason og Geir. Að vísu tóku þeir fast á Falung Gong um árið, en etv líta þeir klámiðnaðinn mildari augum...
Pælum í því !
Lögregla rannsakar kaupstefnu fólks úr klámiðnaði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 18.2.2007 kl. 03:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)