Færsluflokkur: Bloggar
26.3.2007 | 00:28
Hvað vilja Frjálslyndir ?
Ég verð að taka heilshugar undir varnaðarorð Ágústs Ólafs vegna hinnar ógeðfeldu stefnu í innflytjendamálum, sem Frjálsyndi flokkurinn virðist hafa sett í öndvegi. Ég segi "virðist" enda eru það aðalega ummæli og afstaða tveggja af forystumönnum flokksins, þeirra Jóns Magnússonar og Magnúsar Þórs Hafsteinssonar, sem vekja manni ugg í brjósti. Framhjá því verður hinsvegar ekki litið að báðir leiða þeir framboðslista Frjálslyndaflokksins og málfutningur þeirra hefur verið látinn óátalinn af öðrum forystumönnum flokksins.
Málflutningur Jóns og Magnúsar Þórs ber skýr merki þjóðernishyggju og þar er því miður alið á fordómum og andúð í garð útlendinga. Málflutningur þeirra sver sig mjög í ætt við stefnur ýmissa hægri öfgaflokka víða um evrópu - flokka sem víðast hvar hafa dæmt sig úr leik við stjórnarmyndanir enda talist ósamstarfshæfir af öðrum flokkum, vegna afstöðu sinnar til innflytjenda. Með sama áframhaldi er líklegt að örlög Frjálslyndaflokksins verði þau sömu í íslenskum stjórnmálum - því miður.
Skoðum nokkur ummæli Jóns sem flest má finna á heimasíðu hans eða Frjálslyndaflokksins :
"Nú þegar verður að bregðast við og efla lögregluna til mikilla muna svo að hún geti tryggt öryggi borgaranna og komið erlendu glæpafólki úr landi. "
"Við verðum að fá að ráða því sem þjóð hverjum við bjóðum í heimsókn og hverjum við bjóðum að gista hjá okkur. "
" Með sama hætti þá er það óviðunandi að launakjör þeirra lægstlaunuðu skuli versna hlutfallslega vegna aðstreymis erlends vinnuafls."
Ég vil ekki fá hingað fólk úr bræðralagi Múhameðs sem hefur sín eigin lög og virðir ekki lágmarksmannréttindi og misbýður konum.
"Enginn má engin skilja orð mín svo að ég sé á móti Pólverjum eða öðru kristnu fólki úr okkar heimshluta."
Ég verð að viðurkenna að ég kem því ekki heim og saman, hvernig sá víðsýni og frjálslyndi Jón Magnússon, sem landsmenn hafa hingað til fengið að kynnast í gegnum ötula baráttu hans fyrir neytendur og almenn lýðréttindi umpólast að því er virðist, þegar kemur að málefnum innflytjenda. Hingað til hafa fáir verið jafn einarðir talsmenn opinna landamæra, amk þegar kemur að viðskiptum og innflutningi á vörum og þjónustu. Hversu oft hef ég ekki heyrt fulltrúa bænda núa Jóni um nasir að hann skeytti í engu um afkomu og örlög íslenskra bænda þegar hann hefur krafist afnáms ríkisstyrkja og innflutningshafta á erlendar landbúnaðarvörur svo eithvað sé nú nefnt.
Hvað hefur eiginlega breyst ? Afhverju þurfa Íslendingar skyndilega múra og innflutningshöft til að verjast hinum vinnufúsu höndum sem hingað vilja koma ? Eru bændur og heildsalar etv einu stéttirnar sem ekki má vernda fyrir erlendri samkeppni ?
Í mínum huga gengur dæmið amk ekki upp, nema frelsið virki í báðar áttir. Fyrir okkur Íslendinga til að sækja út og útlendinga að leita til Íslands. Það er síðan í okkar höndum nýta kostina sem í því felast. Í þessum efnum hugnast mér vel sú afstaða Jóns Magnússonar sem birtist í eftirfarandi tilvitnun í nýlegum pistli hans. Vonandi verður sú frjálslynda afstaða ofaná í Frjálslyndaflokknum.
"Mér datt í hug af þessu tilefni það ástand sem varð fyrir 18 árum í Mið Evrópu þegar fólk sem bjó við ófrelsi Kommúnismans skildi Trabantana sína eftir og fór yfir landamæri Ungverjalands og Tékklands til að njóta frelsisins. Þegar fólkið í Þýskalandi sem var með múr þvert í gegn um höfuðborgina sína braut hann niður til að geta notið frelsis.
Þetta fólk sem braust þannig undan ófrelsi Kommúnismans að viðlagðri ábyrgð að lögum, vildi fá frelsi til að kaupa það sem það vildi og sömu kjör og fólkið bjó við vestan megin þess múrs sem ófrelsið hafði reist. Verða íslenskir neytendur ekki að grípa til álíka ráðstafana til að gæta hagsmuna sinna. Til að lifa af og njóta eðlilegra kjara. Brjóta niður múra ófrelsis á Íslandi. Taka lán í Evrum, kaupa mat á sama verði og boðið er upp á í Evrópu og brjóta niður tollmúra og innflutningshöft sem sett eru til verndar hinum fáu á kostnað þeirra mörgu. "
Pælum í því !
Telur skoðanir oddvita frjálslyndra ekki góðan grundvöll til samstarfs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
23.3.2007 | 09:52
Hjálp !
Nú eru innan við 2 mánuðir til kosninga og VG heldur áfram að stækka. Með sama áframhaldi verður flokkurinn í lykilaðstöðu til stjórnamyndunar, annaðhvort í forsæti vinstri-umhverfisstjórnar, eða í helmingaskiptastjórn með Sjálfstæðisflokki. Önnur stjórnarmynstur koma vart til greina, enda greinilegt á könnunum og talsmáta forystumanna flokkanna að innan Sjálfstæðiflokks og Samfylkingar er afar takmarkaður vilji til samstarfs.
Ég verð að viðurkenna að að mér setur hroll við þessa tilhugsun, ekki síst eftir að ég fékk í hendur tímarit frá VG þar sem myndin hér til hliðar "prýðir" forsíðuna. Ætla menn virkilega að leiða til valda á Íslandi sósialista sem margir hverjir afneita grundvallar lögmálum hagfræðinnar, hafa ofurtrú á opinberum rekstri, virðast fyrirlíta viðskipti (að ekki sé nú talað um hagnað) og hafna evrópusambandsaðild 100% ? - svo eithvað sé nefnt.
Verður forsíðan hér að ofan gunnfáni næstu ríkisstjórnar ?
Pælum í því !
VG áfram í mikilli sókn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
23.3.2007 | 00:10
Frábært !
Þó eflaust verði ég hjáróma rödd í þeim umræðum sem vafalaust munu nú gjósa upp um kaupréttarsamninga Hreiðars Más og Sigurðar hjá Kaupþingi, þá má ég til með að nota þetta tækifæri og óska þeim félögum til hamingju - bæði með hagnaðinn af kaupréttarsamningunum en ekki síður með þann frábæra árangur sem þeir hafa náð í uppbyggingu Kaupþings.
Það er ekki lítils viðri fyrir Ísland, bæði efnahagslega og samfélagslega að slíkir afreksmenn í viðskiptum finni sér starfsvettang í íslensku atvinnulífi. Á örfáum árum hefur þeim tekist að breyta stöðnuðum og gamaldags banka og sjóðum úr ranni ríkisins í eithvert öflugasta viðskiptaveldi íslensks viðskiptalífs, viðskiptaveldi sem malar gull fyrir íslenskt samfélag.
Ætli margir átti sig á því, að hagnaður Kaupþings á síðasta ári var meiri en aflaverðmætis alls íslenska fiskiskipaflotans samanlagt á sama tíma !
Þeir félagar virðast síðan hvergi nærri hættir. Hafa gert nýja kaupréttarsamninga á núverandi gengi bankans og svipast um eftir næstu stækkunarmöguleikum með 300 milljarða í farteskinu - þrefalt verðmæti Kárahnjúkavirkjunar ef ég man þá tölu rétt.
Ég efast ekki um að þeir verða fengsælir í þessari innkaupaferð, hér eftir sem hingað til og án efa mun hún skila þeim sjálfum og hluthöfum bankans verulegum hagnaði af bréfunum sem keypt eru þessa dagana. Þegar sá hagnaður verður innleystur munu án efa verða nægir til að hneykslast á "ofurlaunum" þeirra félaga.
Sá sem hagnast mest er hinsvegar íslenskt samfélag - svo fremi að þeir verði ekki í millitíðinni kosnir úr landi.
Pælum í því !
Munar tæpum 600 milljónum á kaupverði og markaðsvirði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.3.2007 | 18:24
Samfylkingin 2
Íslandshreyfingin orðin staðreynd.
Nýtt merki og nýjar fyrirsagnir, en stefnan meira og minna endurskrifuð uppúr plöggum Samfylkingarinnar - amk áhersluatriðin sem eiga að verða gunfánarnir.
Afhverju ganga þau ekki bara í Samfylkinguna og berjast með félögum sínum ?
Hvaða flokkur ætli hagnist nú mest á þessu brölti ?
Pælum í því !
Ómar vill opna eldfjallagarða líkt og á Hawaii | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.3.2007 | 00:17
Skiptir sannleikurinn máli í hæstarétti ?
Nú er orðið ljóst að annaðhvort er Jón H. B. Snorrason, fyrrum saksóknari í Baugsmálinu að segja ósatt fyrir dómi eða Jón Steinar Gunnlaugsson, hinn "innmúraði og innvígði" lögmaður Jóns Geralds að reyna að hylja slóð sína í aðdraganda Baugsmálsins.
Á meða Jón Steinar man ekki hvort hann hitti Jón H. B. Snorrason til að undirbúa aðförina að Baugi, segist Jón H. B. muna það glögt að þeir hafi átt ítrekuð samtöl og fundi vegna málsins, áður en Jón Gerald kom þar nærri. Hvað skyldi Jón hinn innmúraði hafa að fela ?
Þáverandi forsætisráðherra og bridgefélagi Jóns Steinars, átti reyndar einnig afar erfitt með að segja rétt frá aðkomu sinni að málinu á upphafsdögum þess. Hélt því fyrst fram að hann hefði fyrst heyrt um Jón Gerald í fjölmiðlum þegar ásakanir hans komu fram, en reyndist ýmsu fróðari um málið löngu fyrr eftir því sem Hreinn Loftsson fullyrti á grundvelli samskipta þeirra Davíðs í London.
En skildi það breyta einhverju að sitjandi hæstaréttardómari verði uppvís að slíkum undanslætti frá sannleikanum ? Er hið "innvígða og innmúraða" skjól nægilega tryggt til að einstaklingur sem á slíka aðkomu að einhverjum viðmestu málaferlum íslandssögunnar geti áfram starfað sem einn af æðstu mönnum réttarkerfisins ?
Pælum í því !
Hreinn: Spurning um hvaða hópur áhrifamanna ætlaði að beita sér gegn Baugi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.3.2007 | 17:25
76 milljarðar og ofurvextir sameina VG og Sjálfstæðisflokk
Helstu sameiginlegu röksemdir VG og Sjálfstæðisflokks fyrir andstöðu sinni við aðildarviðræður við Evrópusambandið hafa verið tvær:
1 - að tryggja yfirráð Íslands yfir fiskimiðum við landið og
2 - að tryggja yfirráð yfir hagstjórnartækjum landins, ekki síst vegna sveiflna í afkomu sjávarútvegs.
Nú stefnir í að þessir flokkar ætli að mynda stjórnarsamstarf um þetta mikilvæga hagsmunamál þjóðarinnar og því hlýtur að koma ýmsum á óvart að heyra um hvað málið raunverulega snýst.
Heildarverðmæti sjávarafla íslenska fiskiskipaflotans árið 2006 var 76 milljarðar !
Fyrir 20 árum síðan hefðu þessar röksemdir án efa átt erindi við íslenskt hagkerfi, en í upphafi 21. aldarinnar þegar heildarafli fiskiskipalfotans er mun minni en hagnaður Kaupþings eins og sér (86 milljarðar) og hagstjórnin vekur helst athygli fyrir ofurvexti og ofurkrónu, sem í þokkabót er að sliga sjávarútveginn, þá setur mann eiginlega hljóðann.
Á sama tíma virðast þessir flokkar tilbúnir til að vísa bönkunum úr landi !
Pælum í því !
Umræða um ESB óviðunandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
16.3.2007 | 14:10
57,9 % sammála Samfylkingunni !
Athyglisvert að 57,9% þjóðarinnar virðist sammála Samfylkingunni en aðeins 27.1% þjóðarinnar sammála Sjálfstæðisflokki, Frjálslyndum og VG um aðildarviðræður við Evrópusambandið.
Á sama tíma og VG og Sjálfstæðisflokkur undirrita sameiginlegan sáttmála flokkanna um andstöðu við eindreginn vilja 57,9% þjóðarinnar í þessu mikilvæga máli, virðast hinsvegar ríflega 60% þjóðarinnar reiðubúin að kjósa þessa sömu flokka í næstu ríkisstjórn !!
Ætli þjóðin geti hugsað sér að kjósa gegn eigin hagsmunum í fleiri málum ?
Pælum í því !
57,9% hlynnt aðildarviðræðum við Evrópusambandið samkvæmt könnun SI | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.3.2007 | 13:50
Enn mun fátækum fækka !
Þó efnahagslegu hnignunartímabili Kína hafi lokið við fráfall Maós og valdatöku Teng Hsiao-ping árið 1976 þá var mikilvægur grunnur að framförunum lagður áratugina á undan. Almenn heilsugæsla og herferðir stjórnvalda gegn helstu farsóttum höfðu skilað miklum árangri og þjóðin því óvenju heilsuhraust miðað við efnahag, ólíkt afríku í dag. Gríðarleg uppbygging hafði einnig farið fram í grunninnviðum samfélagsins, svo sem vegum, drykkjarvatni, orkuverum, fjarskiptum, menntun o.þ.h. Síðustu ár Maó hafði einnig verið unnið mikið starf við að betrumbæta framleiðsluhætti í landbúnaðnum til að auka framleiðslugetuna þar, ekki síst með því að innleiða frjósamari korntegundir, áburð o.þ.h.
Þó lamandi hönd kommúnismans hafi hvílt yfir þjóðinni og hagvöxturinn því staðið á sér, var samfélagið á margan hátt vel undir það búið að taka til óspilltra málanna þegar kallið kom. Við fráfall Maís má segja að bændur landsins hafi að eigin frumkvæði ræst efnahagsvélina sem nú malar gull. Fram til þessa var akuryrkja jarðanna á ábyrgð samfélagsins sem bjó í nágrenninu og afurðirnar voru keyptar af ríkinu, langt undir markaðsverði. Á sama tíma tryggði ríkið öllum einstaklingum lágmarksframfærslu óháð framlagi. Samfélagið og ekki síður einstaklingurinn innan samfélagsins hafði því afar takmarkaðan hag af því að auka framleiðsluna og nýta gæði jarðanna sem best. Í valdatóminu sem myndaðist við dauða Maós og átökin sem fylgdu í kjölfarið fóru bændur landsins að skipta jarðnæðinu á milli fjölskyldna samfélagsins sem nýttu afraksturinn sér til hagsbóta. Afleiðingin varð sú að framleiðslan stórjókst og matvælin streymdu úr sveitum landsins. Borgarsamfélögin nutu því ávaxtanna ekki síður og því þjóðfélagið allt. Stjórnvöld létu því uppátækið óátalið og lögleiddu það þremur árum síðar, árið 1979.
Í kjölfar framleiðslubyltingar bændanna heimiluðu stjórnvöld að íbúar sveitanna yfirgæfu þær og flyttu til þéttbýlisins, enda framleiðslugeta sveitanna orðinn yfirdrifin. Í borgunum var á sama tíma hafin uppbygging iðnaðar og nútímalegra atvinnulífs, annarsvegar á vegum borganna sjálfra um allt land og hinsvegar á vegum erlendra fjárfesta á skilgreindum svæðum, svokölluðum efnahagssvæðum þar sem lagaumhverfi og umgjörð var mótað að þörfum alþjóðlegra fjárfesta. Hundruð milljóna Kínverja flykktust úr sveitum landsins og hófu störf í verksmiðjum og fjölbreyttu atvinnulífi borgarsamfélagsins og hjól atvinnulífsins tóku að mala gull. Það voru aðallega þrír fjármagnshópar sem riðu á vaðið; evrópsk og bandarísk iðnaðarfyrirtæki í leit að ódýru vinnuafli, brott flutt samfélög Kínverja af meginlandinu sem þekktu aðstæður og sáu tækifærin í breytingunum og opinberum stofnanir í Kína, sem fluttu fé úr landi og nýttu það aftur til að fjárfesta í efnahagssvæðunum sem erlenda fjárfestingu. En svæðin tóku fljótt við sér og þau hafa æ síðan gengið afar vel. Þeim er stöðugt fjölgað og erlent fjármagn streymir nú til landsins sem aldrei fyrr.
Tölurnar tala enda sínu máli. Árlegur hagvöxtur í Kína hefur allt frá 1978 verið u.þ.b 8%, þjóðartekjur á mann hafa 8 faldast á sama tímabili og útflutningur óx úr örfáum milljörðum dollara árið 1980 í 200 milljarða dollara árið 2000. Árið 2002 höfðu þessar efnahagslegu framfarir frelsað yfir 500.000.000 einstaklinga úr fátæktargildrunni, u.þ.b 70% af öllum þeim sem lifðu við örbirgð í Kína. Síðan þá hefur ástandið enn batnað og staðhæfa má að innan fárra ára mun örbirgð í Kína verða útrýmt með öllu.
Efnahagslegar framfarir Kína undanfarin 30 ár fela því í sér einhverja mestu lífskjarabyltingu sem mannkynið hefur upplifað.
Pælum í því !
Kínverjar samþykkja lög um eignarréttindi manna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.3.2007 | 17:50
Enn ein "ekki hafa áhyggjur" fréttin ?
Nú er ég búin að lesa þessa frétt 5 sinnum og einu skilaboðin sem eru klár eru þessi - ekki hafa áhyggjur af loftslagsbreytingunum, afleyðingar þeirra eru ofmetnar.
Eftir að hafa séð mynd Al Gore (sjá pistil minn hér á síðunni) tek ég frétt sem þessari af mikilli varúð. Afhverju er ekkert sagt um hinar "raunverulegu áhyggjur" sem við ættum að hafa ? Hvaða "afmörkuðu svæði " er verið að vísa til í rannsókninni ? Hvernig í ósköpunum getur það staðist að "eithvað annað" geti haft meiri áhrif á fjölbreytileika dýrategunda en loftslagsbreytingarnar, þegar fyrir liggja spádómar vísindamanna um að afleyðingar loftslagsbreytinganna gætu orðið nánast umpólun á flestum vistkerfum jarðarinnar innan tiltölulega skamms tíma ef ekkert verður að gert ?
Þessi frétt hefur öll einkenni svikaljóss, þó ekki sé ég að áfellast blaðamanninn á nokkurn hátt. Vísindamennina og skýrslu þeirra þarf ég hinsvegar að kynna mér betur áður en ég kaupi það sem þeir hafa sett í fréttatilkynninguna. Það hringja allar viðvörunarbjöllur í höfðinu á mér !
Pælum í því !
Aðrir þættir en loftslagsbreytingar stuðla að fækkun dýrategunda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
14.3.2007 | 01:13
Óþægilegur sannleikur
Samfylkingin bauð mér í bió um daginn til að sjá óskarsverðlaunamynd Al Gore um gróðurhúsaáhrifin, Hinn óþægilegi sannleikur. Ég taldi mig fyrirfram nokkuð meðvitaðann um umfjöllunarefnið en verð að viðurkenna að ég kom út úr bíósalnum í hálfgerðu sjokki og er varla búinn að jafna mig enn.
Einhverra hluta vegna var greinilega búið að telja mér trú um það, að loftslagsmálin væru langt í frá eins aðkallandi málefni og ýmsir umhverfisverndarsinnar létu í veðri vaka. Jörðin hefði gengið í gegnum sambærilegar sveiflur í hitastigi mörgum sinnum áður, náttúruleg framleiðsla gróðurhúsalofttegunda hefði alltaf verið sveiflukennd og menn mættu ekki grípa til vanhugsaðra aðgerða sem hefðu skaðleg áhrif á efnahag þjóða - amk ekki á þessu stigi.
Heimildarmynd Al Gore kippti mér hinsvegar rækilega niður á jörðina. Staðreyndirnar eru nefnilega þær, að aldrei fyrr hafa mælingar sýnt viðlíka hækkun á magni gróðurhúsalofttegunda og nú eru orðnar, helsta áhrifavaldinum á breyttu hitastigi jarðarinnar undanfarin árþúsund. Magn gróðurhúsalofttegunda í dag er mun hærra en það hefur verið í hæstu toppum amk 600.000 ár aftur í tímann og þróun hitastigs jarðarinnar stefnir hratt uppávið í samræmi við spár vísindamanna um samhengi gróurhúsalofttegundanna og hitastigs.
Á sama tíma eru árstíðir að færast úr skorðum. Vorið kemur fyrr, veturinn seinna og afleiðingarnar fyrir lífríkið eru þegar farin að sjást um allan heim. Sumar tegundir missa óðöl og lífsviðurværi, aðrar fæðu, enn aðrar tegundir eflast og styrkjast og allt kerfið tekur breytingum - ótrúlega hröðum.
Í vikunni fengum við síðan fréttir af langtíma mælingum bandaríska hersins, um að bráðnun heimskautaíssins er mun hraðari en áætlanir svartsýnustu vísindamanna hafa hingað til gert ráð fyrir. Nóg fannst manni nú samt um þær myndir sem Al Gore og félagar sýndu í bíómyndinni af ótrúlega hröðum breytingum á jöklum heimsins, ekki síst suðurskautslandinu sem virðist vera að molna niður og samhliða hækka yfirborð sjávar um allan heim.
Ég gæti haldið lengi áfram á þessum nótum, enda enn í sjokki. Mér er í öllu falli orðið ljóst að loftlagsmálin eru eitt af mest aðkallandi úrlausnarefnum mannkyns í dag. Þau koma okkur öllum við og okkur ber öllum skylda til að láta þau til okkar taka.
Evrópusambandið hefur tekið málið á dagskrá, ekki síst fyrir ötula baráttu Blairs og Verkamannaflokksins í Bretlandi og eftir að hafa horft á myndina verð ég enn stoltari af því mikilvæga frumkvæði sem Ólafur Ragnar hefur sýnt í þessum málum.
En við verðum öll að gera eithvað. Á netinu er þessa dagana verið að safna undirskriftum til að þrýsta á tafarlausar aðgerðir stórveldanna í G5 hópnum og þar með Bandaríkin sem eru mesti skaðvaldurinn í loftslagsmálunum í dag. Við getum t.d. byrjað á að undirrita þessa yfirlýsingu á slóðinni http://www.avaaz.org/en/climate_action_germany
En ætli við séum orðin of sein ?
Pælum í því !
Bloggar | Breytt 17.3.2007 kl. 11:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)