Gott hjá Vilhjálmi Þ !

Má til með að hrósa Vilhjálmi borgarstjóra vegna viðbragða hans og Reykjavíkurborgar við hingaðkokmu fulltrúa klámiðnaðarins. Fagna sérstaklega að hann ætli að halda á lofti því merki Reykjavíkurlistans að berjast gegn klámvæðingu borgarinnar. Reikna með að Geiri á Goldfinger fari þegar að leita að kaupanda að húsnæðinu í Austurstræti - ekki fær hann amk að reka klámbúllu þar m.v. viðbrögð Vilhjálms.

Talskona Stígamóta hefur einnig glansað í gegnum fjölmiðlaumræðuna - yfirveguð, rökföst og ábyrg, kemur aðalatriðum þessa máls vel til skila. Ég er sannfærður um að hún er að "kristna" margar karlremburnar þessa dagana.

Fulltrúar Hótels Sögu grafa sig hinsvegar dýpra og dýpra í fenið og ef marka má yfirlýsingu Bjarna Harðarsonar, eins af forystumönnum Framsóknarflokksins er þegar að bresta flótti í viðskiptamannahóp hótelsins - það er vel.

Nú bíðum við bara eftir ríkisstjórninni og lögreglunni. Ég hef fulla trúa á að nýji lögreglustjórinn, Stefán Eiríksson taki málið föstum tökum en meiri efasemdir með Björn Bjarnason og Geir. Að vísu tóku þeir fast á Falung Gong um árið, en etv líta þeir klámiðnaðinn mildari augum...

Pælum í því !

 


mbl.is Lögregla rannsakar kaupstefnu fólks úr klámiðnaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Næst.... bókabrennur! Og síðan verður farið að brenna nornir og galdrakalla í boði feminstafélags Íslands.

Jón Frímann (IP-tala skráð) 17.2.2007 kl. 14:47

2 Smámynd: Gunnar Björnsson

Forsjárhyggja, Hrannar.  Forsjárhyggja. 

Gunnar Björnsson, 17.2.2007 kl. 15:21

3 Smámynd: Gísli Sigurðsson

Eins og ég sé þetta og þær fregnir sem eru af þessu máli, þá var einhver hópur fólks sem pantað x mörg herbergi á Radison SAS hótel Sögu. Starfsmanni hótelsins sem staðfesti pöntunina láðist að spyrja hópinn við hvað þeir störfuðu (reyndar man ég ekki eftir að hafa þurft að svara því, en þið?). Eftir mínum upplýsingum pantaði þessi hópur ekki neina fundarsali, þannig að þau ætla bara að gera dodo inni á herbergjum, hvað ætlum við að gera í því? 

Gísli Sigurðsson, 17.2.2007 kl. 18:15

4 identicon

KLÁM er ekki löglegt á íslandi enda er KLÁM ein af birtingarmyndum ofbeldis=glæpa.  Við gerð klámmynda eru framdir hræðilegir glæpir. Börn eru pyntuð,  unglingum er rænt, konur eru seldar, konum er nauðgað, ,, og frv.. Finnst ykkur sem hafið kommenterað greinina þetta bara allt í lagi ???  Fólk má sem sagt samkvæmt ykkar mati koma og versla með fólk á íslandi  án afskipta yfirvalda ?  Ég er ekki sammála !

Til að koma í veg fyrir mansal /þrælahald þarf að  stoppa þá sem eru að hagnast á að selja fólk !  Það getum við til dæmis gert Núna með að koma í veg fyrir þessa klámsölu sem hér er skipulögð.  Þetta er ekki forræðishyggja þetta er að koma í veg fyrir GLæpi .  

Heiða (IP-tala skráð) 18.2.2007 kl. 03:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband