Hvað gerir Davíð nú ?

Það er greinilegt að ríkisstjórnin veit ekki sitt rjúkandi ráð í efnahagsmálum.

Hagkerfið er við suðumark og þarf helst á því að halda að dregið sé úr framkvæmdum og kaupgleði. Flestir hagfræðingar eru sammála um að það sé eina leiðin til að draga úr núverandi verðbólgu og ofurvöxtum sem er að sliga húsnæðiskaupendur og minnkar kaupmátt launþegar jafnt og þétt.

Í þessum tilgangi hefur Seðlabankinn í örvæntingarfullri tilraun sinni til að draga úr eftirspurn eftir lánsfjármagni, hækkað vexti uppúr öllu valdi þannig að Íslendingar búa nú við hæstu vexti í Evrópu að mér skylst. Aðgerðir bankans virðast hinsvegar bíta afar hægt, enda bitna þær helst á þegar skuldsettum einstaklingum og fyrirtækjum, sem komast ekki hjá reddingum með innlendu lánsfjármagni, annaðhvort í formi yfirdráttar eða öðrum skammtímalánum. Hinir betur stæðu sem þurfa fjármagn til framkvæmda fá allt sitt afgreitt í erlendri mynnt á amk þrefallt lægri vöxtum.

En hvað gerir þá ríkisstjórnin ?

1) Kynnir samgönguáætlun þar sem nýjum framkvæmdum er lofað um allt land. Borðleggjandi ávísun á auknar framkvæmdir, aukna þenslu og auknar líkur á viðvarnadi ofurvöxtum og verðbólgu - verði við loforðin staðið.

2) Takmarkar aðgengi erlends vinnuafls að landinu með því að nýta heimild til að fresta frjálsu flæði vinnuafls til landsins, frá nýjustu ríkjum Evrópusambandsins. Takmarkar möguleika atvinnulífsins til að bregðast við auknum framkvæmdum með fjölgun starfsmanna og eykur því þrýsting á vinnumarkaði sem þegar er nánast 100% í vinnu. Afleiðingin auknar líkur á viðvarnadi ofurvöxtum og verðbólgu.

3) Hækkar veðhlutfall húsnæðislána í 90% og fer þannig þvert gegn þeirri þróun sem bankarnir hafa verið að feta sig og Seðlabankinn hefur ráðlagt. Borðleggjandi ávísun á aukin viðskipti á fasteignamarkaði, hækkandi húsnæðisverð og aukna ásókn í lánsfé. Afleiðingin minnkandi áhrfi af aðgerðum Seðlabankans, auknar líkur á viðvarandi ofurvöxtum og verðbólgu.

Lengur mætti telja, en þessi þrjú dæmi duga til að sjá að ríkisstjórnin treystir sér ekki til að ráðast í skynsamlegar aðgerðir í efnahagsmálum. Hún hefur ekki þrek til að grípa til aðgerða til að kæla hagkerfið vegna nálægðar kosninganna og ætlar þess í stað að kynda hagvaxtarbálið áfram. Væntanlega í trausti þess að kjósendur átti sig ekki á hagfræðilegu samhengi hlutanna.

Fyrir bragðið mun verðbólgan ekki lækka, vextirnir hækka og launþegum og þeim skuldsettu mun áfram blæða !

Pælum í því !

 


mbl.is Samtök fjármálafyrirtækja segja hækkun íbúðalána tímaskekkju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þarfagreinir

Eitthvað verða þau nú víst að gera svona fyrst það fer að styttast í kosningar ...

Þarfagreinir, 5.3.2007 kl. 13:52

2 identicon

Var ekki verðbólgan að lækka um 2,5% á milli mánuða vegna virðisaukalækkunar????

Ragnar (IP-tala skráð) 12.3.2007 kl. 12:56

3 Smámynd: Hrannar Björn Arnarsson

Sæll Ragnar

Það er ánægjulegt að sjá að skatta- og vörugjaldabreytingarnar virðast ætla skila sér til almennings, amk fyrst um sinn. Án efa þurfa neytendur og fjölmiðlar hinsvegar að hafa sig alla við í framhaldinu til að þær gangi ekki fljótt til baka og endi í vösum heild- og smásala.

Þessi skattalækkun er hinsvegar ekki skynsamleg út frá hagfræðilegu sjónarmiði um þessar mundir, enda almennt viðurkennt að skattalækkanir séu þensluhvetjandi þegar frá líður.

Á sama tíma minnka nefnilega tekjur ríkissins til jafns við tekjutapið af breytingunum og þ.l. þrýstingur á annað tveggja - minni útgjöld eða auknar tekjur annarsstaðar frá. Í aðdraganda kosninga er hvorug leiðin líkleg og því lang líklegast að brugðist verði við með lántökum og þl. auknum þrýstingi á hærri vexti !

Þessar aðgerðir ríkisstjórnarinnar eru því enn eitt dæmið um ráðaleysið, enda eiga þær ekki við á þessum tímapunkti. Þegar efnahagslífið hefur kólnað og þenslan minnkað, þá hefði verið gott að eiga slíkar aðgerðir upp í erminni. Þannig hefði skynsöm ríkisstjórn hagað sér að mínu viti.

bk.

Hrannar Björn Arnarsson, 12.3.2007 kl. 20:26

4 Smámynd: Hrannar Björn Arnarsson

Sæll !

Ekki ætla ég að reyna að bera hönd fyrir afstöðu VG og Frjálslyndra í efnahagsmálum - sýnist helst að þeir flokkar hafi afneitað nútíma hagfræði !

Mér finnst Samfylkingin hinsvegar hafa verið samkvæm sjálfri sér í þessum efnum og lagt til kælingu efnahagslífins, þó það sé ekki til vinsælda fallið.

Minni skuldstening heimilanna er eimitt slík aðgerð, hugsuð til að draga úr eftirspurn eftir fjármagni, sprottinn af sömu hugmyndafræði og vaxtahækkanir seðlabankans.

Aukin fjárráð heimilanna (t.d. vegna matarverðslækkana) geta leitt til sömu niðurstöðu ef allir haga sér skynsamlega. Guð láti gott á vita !

Bk.

Hrannar Björn Arnarsson, 16.3.2007 kl. 14:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband