Flottir listar Samfylkingar í Reykjavík !

Samfylkingin hefur verið að ná vopnum sínum undanfarnar vikur. Yfirvegaðar tillögur hennar í virkjana og efnahagsmálum hafa verið að fá hljómgrunn og meira að segja forsetinn tekur undir og segir að rétt sé að bíða og ná sátt. Efnahagslífið þolir kælingu, þjóðin þarf að ná áttum og fallvötnin halda áfram að renna til sjávar - ekkert liggur á.

Ég held líka að jafnréttissinnar séu að átta sig á því að skynsamlegasta leiðin til að ná árangri í landsmálunum sé að fela Ingibjörgu Sólrúnu umboð til að leiða nýja ríkisstjórn og að eineltið sem hún hefur þurft að þola undanfarin ár sé komið yfir strikið.

Önnur glæsileg forystukona Samfylkingarinnar, Jóhanna Sigurðardóttir, hefur einnig verið að glansa í umræðunni undanfarnar vikur og sýnir og sannar enn einusinni, að hún er kona fólksins. Greinilega tilbúin í lokasprettinn sem framundan er og ráðherradóm í framhaldinu.

Í kvöld voru síðan framboðslistarnir í Reykjavík samþykktir. Flottir listar með fínni blöndu af vinstri- og hægrikrötum, körlum og konum, nýju fólki og reyndu. Það er sigurbragur á þessu liði sýnist mér!

Það er komin sveifla á Samfylinguna. Hún gæti vel farið yfir 30% og Ingibjörg Sólrún orðið forsætisráðherra, fyrst íslenskra kvenna.

Pælum í því !


mbl.is Listar Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmum einróma samþykktir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Örn Nielsen

Það er allavega ljóst að forystan heldur fast um sín sæti. Endurnýjunin er nánast engin.

Ólafur Örn Nielsen, 22.2.2007 kl. 01:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband