Færsluflokkur: Bloggar
16.5.2007 | 12:17
Risarnir kynda efnahagsvélarnar
Kaup Indverja á skoskum vískiframleiðanda fyrir 75 milljarða króna er enn eitt dæmið um hvernig ótrúlegur vöxtur indverska og kínverksa hagkerfisins er að kynda efnahgasvélar heimsins. Sl. föstudag sat ég fróðlega ráðstefnu í Háskólanum í Reykjavík um þessi mál. Umfjöllunarefnið var þróun efnahagslífsins í Kína og Indlandi og þau tækifæri sem þar gætu legið fyrir íslenskt atvinnulíf. Aðalfyrirlesari var Dr. Pedro Videla, prófessor við IESE viðskiptaháskólann í Barcelona en auk hans fluttu erindi Jónas Tryggvason frá Actavis og Grétar Már Sigurðsson, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins.
Þetta var hin skemmtilegasta dagstund og gaman að sjá hve áhuginn á þessum nýju markaðssvæðum fer sífellt vaxandi hér á landi. Því miður komst Ólafur Ragnar ekki til ráðstefnunnar vegna veikinda sinna, en hann hefur verið óþreytandi við að bæta tengsl Íslands við bæði þessi lönd og hefur í því sambandi unnið þrekvirki sem þjóðin er þegar byrjuð að njóta ávaxtanna af. Þáttaka hans í þróunarráði Indanlands hefði án efa borið á góma hefði hann mætt, en til stóð að hann setti ráðstefnuna.
Ég hef áður fjallað um þær gríðarlegu efnahagslegu framfarir sem eiga sér stað í þessum löndum um þessara mundir og ekki síst viljað vekja athygli manna á því, hvernig hjól efnahagslífsins eru að frelsa hundruð milljóna einstaklinga úr fjötrum örbyrgðar í þessum fjölmennustu ríkjum heims. Hvergi á jarðkringlunni eru kostir alþjóðavæðingarinnar að birtast okkur eins skýrt og á Indlandi og í Kína, en á undanförnum 30 árum hafa uþb 500 milljónir einstaklinga orðið bjargálna í stað þess að lifa við örbyrgð, bara í þessum tveimur löndum. Því miður er okkur á vesturlöndum sjaldan sýnd þessi hlið alþjóðavæðingarinnar.
Annað sem mikið var rætt um á ráðstefnunni var sú sérstaka leið sem Indverjar hafa fundið í þróun efnahagslífsins og virðist einstök í heiminum. Í stað þess að taka efnahagsstökkið í gegnum mannaflsfreka ófaglærða framleiðslu eins og flest önnur hagkerfi á þróunarbraut, sækja þeir fram með menntunina að vopni. Veraldarvefurinn er hraðbraut Indverska efnahagslífins og með óvígum her hámenntaðra einstaklinga hafa þeir hoppað yfir hina hefðbundnu iðnbylgingu og knýja nú efnahagsvélina á forsendum þekkingarsamfélagins. Hvergi í heiminum eru útskrifaðir fleiri háskólamenntaðir fræðingar (tölvu, tækni, rafmagns, verkfr osfrv) en á Indlandi á næstu árum verða þeir mun fleiri en í Bandaríkjunum, Evrópusambandinu og Kína samanlagt !
Í raun hafa menn ekkert fordæmi um þessa nálgun við uppbyggingu efnahagslífsins og því verður afar spennandi að sjá hver framvindan verður hjá Indverjum.
Pælum í því !
Indverjar kaupa skoskan viskíframleiðanda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.5.2007 | 12:00
Enn halda víkingar vestur um haf
Nú er greinilegt að útrásarfyrirtækin íslensku eru í auknum mæli farin að horfa vestur um haf. Engilsaxneski hluti Evrópu hefur legið vel við stíl íslensku útrásarfyrirtækjanna og það sama ætti að eiga við um Bandaríkin og Canada. Svæðunum er hinsvegar frábrugðið í ýmsu þó tungumálið sé það sama.
Mér er þetta hugleikið þar sem MBA hópnum mínum var um daginn boðið á ráðstefnu Viðskipta og hagfræðideildar HÍ undir yfirskriftinni Fyrirtækjamenning og þjóðmenning. Stjörnur ráðstefnunnar voru feðgarnir Gert Jan Hofstede og Geert Hofstede en hinn síðarnefnda þekkja flestir sem kynnt hafa sér stjórnunarfræði af einhverju marki, enda hefur hann verið guru í fræðunum í ríflega 30 ár ! Auk þeirra feðga fluttu síðan Guðjón Svansson frá Útflutningsráði og Jón Kr. Gíslason starfsmannastjóri Össurar erindi.
Það var alveg ótrúlegt að sjá og hlýða á Geert Hofstede þessa dagsstund. Kallinn orðinn nær áttræður en í fullu fjöri og allur hinn vörpulegasti, leiftrandi af hugmyndum og ferskri hugsun um viðfangsefnið. Sjaldan eða aldrei hafa rannsóknir hans enda átt eins mikið erindi við atvinnulífið og einmitt núna, þegar alþjóðvæðingin er alsráðandi og flest fyrirtæki eru með einum eða öðrum hætti í alþjóðlegu samstarfi.
Þeir sem hyggja á landvinninga erlendis eða vilja skylja betur góðan árangur útrásarfyrirtækjanna íslensku ættu að kynna sér fræði Hofstede. Heimasíðan http://www.geert-hofstede.com er ágætis upphafspunktur. Tengingin við víkingana er nefnilega ekki eins fjarlæg og ælta mætti í fyrstu.
Pælum í því !
Glitnir opnar útibú í New York í haust | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.5.2007 | 09:03
Stjórn rúin stuðningi.
Þá er þessar mögnuðu kosningar um garð gegnar og úrslitin liggja fyrir. Nú reynir hver að túlka niðurstöðuna sem best fyrir sinn hatt og í því eru vissulega ýmsir möguleikar. Í mínum huga blasa eftirfarandi staðreyndir við:
1) Ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks hefur ekki meirihlutastuðning þjóðarinnar. Eftir 12 ára samstarf þessara flokka liggur það fyrir að þeir hafa samanlagt 48,3% fylgi en hófu samstarf með 60,4% Stjórnin hefur því tapað meirihlutastuðningi þjóðarinnar þó kosningakerfið skili þeim 32 þingmönnum.
2) Vinstri flokkarnir hafa náð góðum styrk á þessum sömu árum, fara úr fjórum smáhreyfingum með 37,8% fylgi í 41,2% blokk með Samfylkinginguna sem öflugan kjölfestuflokk. Þetta gerist þrátt fyrir græna-miðjuframboð Íslandshreyfingarinnar sem nær 3.3% fylgi á sama tíma.
3) Sjálfstæðisflokkur og VG bættu við sig frá síðustu kosningum, en báðir flokkar misstu fylgi í kosningabaráttunni sjálfri. Samfylkingin vann hinsvegar kosningabaráttuna með ótrúlegum endaprett, þrátt fyrir að tapa nokkru fylgi frá síðustu kosningum.
4) Framsóknarflokkurinn beið afhroð - hið versta í sögunni !
Úr þessu þurfa leiðtogar flokkana nú að vinna og setja saman öfluga starfhæfa ríkisstjórn. Í mínum huga segir það sig sjálft, að sú stjórn verður að hafa tryggann þingmeirihluta á bak við sig, enda bíða hennar erfið en mikilvæg verkefni, ekki síst í efnahagsmálum. Næsta ríkisstjórn getur ekki átt líf sitt undir einum eða tveimur þingmönnum sem með atkvæði sínu gætu hótað henni falli ef vegið væri að ímynduðum hagsmunum þessara þingmanna. Við höfum séð slíkar stjórnir að störfum og viljum ekki meira af svo góðu.
Aðeins tveir kostir koma til greina að mínu viti - ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar eða ríkisstjórn Samfylkingar, Framsóknarflokks og VG í anda R-listans.
Því miður verð ég að segja, að talsmáti og tilburðir Steingríms J í formannaviðræðum gærdagsins, gefa ekki tilefni til bjartsýni með myndun ríkisstjórnar í anda R-listans. Engu er líkara að Steingrínur hafi einsett sér að útiloka slíkan kost með árásum og gýfuryrðum í garð Framsóknar, væntanlega í þeirri vona að úr yrði stjórn VG og Sjálfstæðisflokks. Gamla góða Mosfellsbæjar, Sambands-íslenskra sveitarfélaga módelið virðist helst heilla VG þessa dagana og áhuginn á Sjálfstæðisflokknum mun meiri en á raunverulegri vinstristjórn.
En við skulum bíða og sjá hverju fram vindur. Í enda dags verða nefnilega hinir endanlegu sigurvegarar krýndir þegar ráðherrastólunum verður úthlutað. Um það var í rauninni kosið.
Pælum í því !
Líklegast að stjórnin sitji áfram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.5.2007 | 12:18
Táknrænt - tíðindi í pólitíkinni !
Er Ingibjörg Sólrún ekki Risessan í íslenskri pólitík ?
Pælum í því !
Risessan lögð af stað í gönguför | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.5.2007 | 21:55
Indriði greiðir ríkisstjórninni rothögg í skattamálum
Indriði H. Þorláksson, skattstjóri ríkissins til margra ára og þar áður ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, m.a. hjá Þorsteini Pálssyni skrifar athyglisverða greinar um skattamál á blogginu. Upphaflega voru greinarnar þrjár og áttu að birtast í Morgunblaðinu, en eithvað gekk erfiðlega að fá þær birtar á þeim bæ fyrir kosningar.
Við lestur þeirra verður manni það skyljanlegt - innihaldið er sem rothögg á málflutning forystumanna ríkisstjórnar Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks. Rothögg frá einum traustasta samstarfsmanni núverandi stjórnarherra um árabil.
Gefum Indriða orðið - það þarf engu við orð hans að bæta:
Fyrir nokkru samdi ég 3 greinar um skattamál. Tilefnið var gegndarlausar yfirlýsingar og loforð um skattalækkanir, sem að mínu mati eru blekkingar. Fyrsta greinin birtist í Mbl sem aðsend grein sl. mánudag. Síðari greinarnar hafa ekki birst, sem líklega stafar af því að annað aðsent efni hefur forgang. Vera kann að efni síðari greinanna komi einhverjum að gagni til að átta sig á innihaldsleysi þeirra gylliboða um skattalækkanir, sama frá hvaða flokki er, sem eiga eftir að dynja yfir á síðustu dögum kosningabaráttunnar. Afréð ég því að nota þessa miðlunarleið til að koma þeim á framfæri.
Hér finnið þið síðan greinarnar þrjár - skyldulesning fyrir kosningar.
Pælum í því !
Samfylking og Framsóknarflokkur bæta við sig samkvæmt könnun Stöðvar 2 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.5.2007 | 17:43
Orð eða athafnir - um hvað er kosið ?
Alveg skemmti ég mér konunglega yfir kosningaumræðunum hjá Stöð 2 í gær - einhver skemmtilegasti umræðuþáttur sem ég hef séð lengi ! Formið skemmtilegt, spennan hjá forystumönnum í hámarki og þeir líflegir eftir því og spyrlarnir stóðu sig ágætlega. Stöð2 á heiður skilið fyrir þennan ferska þátt.
Ekki skemmdi nú fyrir að Ingibjörg Sólrún glansaði í gegnum þáttinn og sýndi af sér mikin myndugleika og yfirvegun. Það var sannkallaður forsætisráðherrabragur á henni, frá upphafi til enda. Geir stóð sig reyndar ágætlega líka, en hann virkað óöruggur - eins og hann fyndi yfirburði Ingibjargar og væri hræddur við framhaldið.
Í þættinum voru fulltrúar stjórnarflokkanna sammála um að fordæma útgáfu kosningablaðs DV sem kom út fyrr um daginn og mér til mikillar undrunar og hneykslunar, leyfðu spyrlar þáttarins þeim að komast upp með það. Egill tók meira að segja undir gýfuryrðin frá stjórnarherrunum.
Mér fannst þessar árásir á DV afar athyglisverðar í ljósi þess að DV eitt blaða gerði í gær, það sem fjölmiðlar í raun ættu að gera í aðdraganda kosninga. Fóru yfir feril núverandi stjórnar og gerðu úttektir á verkum þeirra - góðum og slæmum. Í kosningum eiga menn að meta árangur þeirra sem þegar hafa starfað og meta hvort þeiri eigi skilið að halda áfram eða ekki. Ef menn komast hinsvegar að þeirri niðurstöðu að þeir hafi ekki staðið sig vel og það eigi að skipta, þá meta menn aðra "umsækjendur", m.a. á grundvelli loforða, fyrri verka og trúverðugleika frambjóðenda.
Enginn annar fjölmiðill hefur haft kjark eða nennu til að vinna heimavinnuna sína með sama hætti og DV, heldur hafa þeir allir boðið kjósendum uppá einskonar uppoðsmarkað loforða án tillits til "starfsferils" umsækjendanna sem hafa stjórnað undanfarin 12 ár. Þó stjórnarflokkunum lýki ekki þessi nálgun, verða þeir að horfast í augu við eigin verk. Sannleikanum verður hver sárreiðastur, en um hann er ekki síst kosið að mínu mati.
Hvort skiptir annars meira máli - loforð stjórnarflokkanna eða verk þeirra sl. 12 ár ?
Pælum í því !
Samfylking og VG bæta við sig | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.5.2007 | 10:49
Bubbi bjargar París !
Nú liggur París í því og vandséð hvað getur bjargað henni frá öðrum dómi um brot á skilorði.
Mér datt nefnilega í hug þegar ég sá fréttina, að Bubbi Morthens eða lögfræðingur hans gætu etv. komið til hjálpar, en þeim tókst hið ómögulega, að fá Hér og nú dæmt fyrir að taka mynd í leyfisleysi af Bubba í bíl. Ætli París hafi gefð leyfi fyrir myndatökunni ?
Ég á reyndar alltaf erfiðara og erfiðara með að skilja þann dóm - amk þann hluta sem laut að þvi að það væri óheimilt að taka mynd af Bubba í bíl án leyfis, enda höfum við fordæmi um annað út um allt, bæði á Íslandi og úti í hinum stóra heimi.
En hvað um það, nú er þetta orðið dómafordæmi á Íslandi og aldrei að vita nema París eigi von.
Pælum í því !
Mynd af Parísi undir stýri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.5.2007 | 23:36
Stjórnendur mikilvægari en launin ?
Ég heyrði viðtal við fyrrverandi lækni eða hjúkrunarfræðing af bráðamóttöku LSH í útvarpinu í dag. Hún var að lýsa slæmum aðstæðum bráðamóttökunnar og hvernig þær urðu til þess að hún hætti að vinna við þetta starf sem hún annars helst hafði kosið sér. Hún elskaði starfið, var tilbúin til að vinna á lágum launum og leggja mikið á sig, en ástæða þess að hún hætti var vanvirðingin sem henni fanst stjórnendur spítalans sína starfinu með umgjörðinni sem því var búin.
Það voru semcé það sem hún upplifði sem neikvæð skilaboð frá stjórnendum, sem gerðu útslagið og fengu hana til að yfirgefa draumastarfið. Mér fannst þetta athyglisvert í ljósi þess að við hjónin höfum talsvert verið að ræða þessi mál vegna starfa hennar á LSH og komumst að svipaðri niðurstöðu og hjúkrunarfræðingurinn.
Á vinnustöðum sem þessum, þar sem launin eru lág, kröfurnar nánast óbærilegar vegna niðurskurðar og skilningsleysi stjórnvalda er endurgjöfin og skilingur stjórnenda á störfum undirmanna sinna etv mikilvægasta stjórntækið. Í sumum tilvikum innan opinbera geirans er það jafnvel eina stjórntækið þar sem launin og starfsumhverfið er niðurneglt af utanaðkomandi aðilum.
Skildu stjórnendur almennt átta sig á þessari miklu ábyrgð sem þeim er falin ?
Pælum í því !
Lýsa áhyggjum af fyrirsjáanlegum skorti á hjúkrunarfræðingum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 10.5.2007 kl. 09:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.5.2007 | 11:36
Árásir á forsetann ekki til vinsælda fallnar
Hrun Sjálfstæðisflokkins og vöxtur Samfylkingarinnar eru helstu tíðindi nýjustu könnunar CapaCent. Einhverntíma hefði Morgunblaðið amk kallað 3,5% fall á milli daga hrun í fylgi, amk ef það hefði átt við um Samfylkinguna. Þá hefði það án efa ratað í fyrisögn. En í stað þess að draga þetta fram, býr blaðamaður Mbl til fyrirsögn innan gæsalappa sem ekki á sér stoð hjá viðmælandanum. Það er alltaf jafn forvitnilegt að fylgjast með Morgunblaðinu missa grímuna í aðdraganda kosninga.
En hverjar skildu nú vera ástæður þess að fylgi Sjálfstæðisflokksins hrynur nú rétt fyrir kosningar ?
Einhver nefndi í mín eyru að spillingarmálið í kringum Alsherjarnefnd væri að færast yfir á Sjálfstæðisflokkinn, enda erfðaprinsinn Bjarni Ben ábyrgðarmaður og fyrirsvarsaðili þess máls þegar á hólminn er komið.
Annar hélt því fram að engin flokkur, ekki einu sinni Sjálfstæðisflokkurinn kæmist upp með að fara í gegnum svona langa kosningabaráttu, án þess að tala um politík. Það dygði ekki að birta bara fallegar myndir af forystumönnunum og halda því fram að allt væri í góðum málum enda vissi fólk betur. Þegar svo reikningarnir með húsnæðislánunum, yfirdráttarvöxtunum og kreditkortunum duttu inn um lúgurnar með fallegu myndum nú um mánaðarmótin hafi loksins kviknað ljós. Hæstu vextir í Evrópu geta einhvernvegin ekki flokkast sem "ábyrg efnahagsstjórn".
Mér datt nú reyndar í hug skondin tilvitnun í varaformann Sjálfstæðisflokksins, Þorgerði Katrínu sem ég sá í blaði þeirra:
Þeir flokkar sem þannig starfa ná kannski tímabundinni athygli fjölmiðla en hraðaupphlaupin enda oftar en ekki með sjálfsmarki.
Hefur einhver séð hraðaupphlaup enda með sjálfsmarki ?
Síðasta kenningin sem ég hef heyrt gengur hinsvegar út á það, að hér sé loksins farið að gæta áhrifa forsetans. Það er að segja, að nýjasta upphlaup Ástu Möller og Morgunblaðsins og aðdróttanir þeirra um heilindi forsetans hafi ryfjað upp fyrir þjóðinni háttarlag forystumanna Sjálfstæðisflokksins í garð Ólafs Ragnars á kjörtímabilinu. Stöðugt hafa þeir verið í hælunum á forsetnaum, leint og ljóst og gerðu meira að segja heiðarlega tilraun til að breyta stjórnarskránni til að takamarka völd hans og áhrif. Sú atlaga geigaði sem betur fer enda hafði Sjálfstæðisflokkurinn ekki nægjanlegan styrk á þingi til að keyra atlöguna í gegn. Amk ekki að þessu sinni.
Menn hafa án efa ljáð lettvægari málstað atkvæði sitt í kosningum, heldur en þeim að verja heiður og störf forsetans.
Pælum í því !
Kosningamálin hafa dottið dauð niður" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.5.2007 | 09:42
Stríð JÁ - Live earth NEI
Mikið óskaplega segir það mikið um núverandi stjórnarsamstarf að það skuli enda sitt 12 ára kjörtímabili með því að úthýsa stærsta alþjóðlega hljómleika- og umhverfisverndarverkefni samtímans af landi brott.
Þarna gafst íslandi tækifæri til að staðsetja sig til framtíðar sem eitt af leiðandi löndum heimsins í baráttunni í loftlagsmálum, einhverju brýnasta hagsmunamáli heimsbyggðarinnar að mati flestra vísinda- og hugsandi stjórnmálamanna heimsins.
Flestir hefðu tekið tækifærinu opnum örmum og hoppað á vagninn án umhugsunar, en ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks þurfti að hugsa sig um. Hún hugsði sig lengi um, hugsaði síðan meira og komst á endanum að þeirri niðurstöðu að hvorki málstaðurinn, verkefnið né landkynningin væru 15 milljóna króna virði !
Þetta sama stjórnarsamstarf ákvað hinsvegar í skjóli nætur, án samráðs eða umhugsunar að styðja Bandaríkin og Bretland í ólögmætu árásarstríði gegn óvineittum stjórnarherra í Írak og gera Ísland þar með ábyrgt fyrir einhverju blóðugasta stríði sem Evrópuþjóðir hafa tekið þátt í frá síðari heimstyrjöldinni.
Pælum í því !
Hætt við Live Earthtónleika í Reykjavík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)