Indriði greiðir ríkisstjórninni rothögg í skattamálum

Indriði H. Þorláksson, skattstjóri ríkissins til margra ára og þar áður ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, m.a. hjá Þorsteini Pálssyni skrifar athyglisverða greinar um skattamál á blogginu. Upphaflega voru greinarnar þrjár og áttu að birtast í Morgunblaðinu, en eithvað gekk erfiðlega að fá þær birtar á þeim bæ fyrir kosningar.

Við lestur þeirra verður manni það skyljanlegt - innihaldið er sem rothögg á málflutning forystumanna ríkisstjórnar Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks. Rothögg frá einum traustasta samstarfsmanni núverandi stjórnarherra um árabil.

Gefum Indriða orðið - það þarf engu við orð hans að bæta:

Fyrir nokkru samdi ég 3 greinar um skattamál. Tilefnið var gegndarlausar yfirlýsingar og loforð um skattalækkanir, sem að mínu mati eru blekkingar. Fyrsta greinin birtist í Mbl sem aðsend grein sl. mánudag. Síðari greinarnar hafa ekki birst, sem líklega stafar af því að annað aðsent efni hefur forgang. Vera kann að efni síðari greinanna komi einhverjum að gagni til að átta sig á innihaldsleysi þeirra gylliboða um skattalækkanir, sama frá hvaða flokki er, sem eiga eftir að dynja yfir á síðustu dögum kosningabaráttunnar. Afréð ég því að nota þessa miðlunarleið til að koma þeim á framfæri.

Hér finnið þið síðan greinarnar þrjár - skyldulesning fyrir kosningar.

Pælum í því !


mbl.is Samfylking og Framsóknarflokkur bæta við sig samkvæmt könnun Stöðvar 2
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Pétursson

Frábær grein Indriða H.Þorlálssonar fyrrv.skattstj.um skattamál.Þessi grein kemur á besta tíma og opinberar ítrekuð ósannindi íhaldsins um skattalækkanir og staðfestir jafnframt greinar Stefáns Ólafssonar um þessi mál.

Kristján Pétursson, 11.5.2007 kl. 00:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband