Stjórnendur mikilvægari en launin ?

Ég heyrði viðtal við fyrrverandi lækni eða hjúkrunarfræðing af bráðamóttöku LSH í útvarpinu í dag. Hún var að lýsa slæmum aðstæðum bráðamóttökunnar og hvernig þær urðu til þess að hún hætti að vinna við þetta starf sem hún annars helst hafði kosið sér. Hún elskaði starfið, var tilbúin til að vinna á lágum launum og leggja mikið á sig, en ástæða þess að hún hætti var vanvirðingin sem henni fanst stjórnendur spítalans sína starfinu með umgjörðinni sem því var búin.

Það voru semcé það sem hún upplifði sem neikvæð skilaboð frá stjórnendum, sem gerðu útslagið og fengu hana til að yfirgefa draumastarfið. Mér fannst þetta athyglisvert í ljósi þess að við hjónin höfum talsvert verið að ræða þessi mál vegna starfa hennar á LSH og komumst að svipaðri niðurstöðu og hjúkrunarfræðingurinn.

Á vinnustöðum sem þessum, þar sem launin eru lág, kröfurnar nánast óbærilegar vegna niðurskurðar og skilningsleysi stjórnvalda er endurgjöfin og skilingur stjórnenda á störfum undirmanna sinna etv mikilvægasta stjórntækið. Í sumum tilvikum innan opinbera geirans er það jafnvel eina stjórntækið þar sem launin og starfsumhverfið er niðurneglt af utanaðkomandi aðilum.

Skildu stjórnendur almennt átta sig á þessari miklu ábyrgð sem þeim er falin ? 

Pælum í því !


mbl.is Lýsa áhyggjum af fyrirsjáanlegum skorti á hjúkrunarfræðingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þarfagreinir

Þetta er alveg rétt hjá þér. Stjórnendurnir hafa ótrúlega mikið um það að segja hvernig andinn á vinnustaðnum er, og ef andinn á vinnustaðnum er slæmur, þá segir það sig sjálft að þar er ekkert sérstaklega gaman að vinna, sama þó launin séu góð. Ég tala nú ekki um þegar slæmur andi og léleg laun fara saman ... það er auðvitað hryllingur.

Þarfagreinir, 10.5.2007 kl. 00:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband