Enn halda víkingar vestur um haf

Nú er greinilegt að útrásarfyrirtækin íslensku eru í auknum mæli farin að horfa vestur um haf. Engilsaxneski hluti Evrópu hefur legið vel við stíl íslensku útrásarfyrirtækjanna og það sama ætti að eiga við um Bandaríkin og Canada. Svæðunum er hinsvegar frábrugðið í ýmsu þó tungumálið sé það sama. 

Mér er þetta hugleikið þar sem MBA hópnum mínum var um daginn boðið á ráðstefnu Viðskipta og hagfræðideildar HÍ undir yfirskriftinni “Fyrirtækjamenning og þjóðmenning”. Stjörnur ráðstefnunnar voru feðgarnir Gert Jan Hofstede og Geert Hofstede en hinn síðarnefnda þekkja flestir sem kynnt hafa sér stjórnunarfræði af einhverju marki, enda hefur hann verið guru í fræðunum í ríflega 30 ár ! Auk þeirra feðga fluttu síðan Guðjón Svansson frá Útflutningsráði og Jón Kr. Gíslason starfsmannastjóri Össurar erindi.  

 

Það var alveg ótrúlegt að sjá og hlýða á Geert Hofstede þessa dagsstund. Kallinn orðinn nær áttræður en í fullu fjöri og allur hinn vörpulegasti, leiftrandi af hugmyndum og ferskri hugsun um viðfangsefnið. Sjaldan eða aldrei hafa rannsóknir hans enda átt eins mikið erindi við atvinnulífið og einmitt núna, þegar alþjóðvæðingin er alsráðandi og flest fyrirtæki eru með einum eða öðrum hætti í alþjóðlegu samstarfi.   

 

Þeir sem hyggja á landvinninga erlendis eða vilja skylja betur góðan árangur útrásarfyrirtækjanna íslensku ættu að kynna sér fræði Hofstede. Heimasíðan http://www.geert-hofstede.com er ágætis upphafspunktur. Tengingin við víkingana er nefnilega ekki eins fjarlæg og ælta mætti í fyrstu.  

 

Pælum í því !


mbl.is Glitnir opnar útibú í New York í haust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband