Bubbi bjargar París !

Nú liggur París í því og vandséð hvað getur bjargað henni frá öðrum dómi um brot á skilorði.

Mér datt nefnilega í hug þegar ég sá fréttina, að Bubbi Morthens eða lögfræðingur hans gætu etv. komið til hjálpar, en þeim tókst hið ómögulega, að fá Hér og nú dæmt fyrir að taka mynd í leyfisleysi af Bubba í bíl. Ætli París hafi gefð leyfi fyrir myndatökunni ?

Ég á reyndar alltaf erfiðara og erfiðara með að skilja þann dóm - amk þann hluta sem laut að þvi að það væri óheimilt að taka mynd af Bubba í bíl án leyfis, enda höfum við fordæmi um annað út um allt, bæði á Íslandi og úti í hinum stóra heimi.

En hvað um það, nú er þetta orðið dómafordæmi á Íslandi og aldrei að vita nema París eigi von.

Pælum í því !


mbl.is Mynd af Parísi undir stýri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrannar Björn Arnarsson

Sæll hr. slembinn (nafnlaus).

Þó ég leggi ekki í vana minn að svara nafnlausum skilaboðum og ætti raunar að eyða þeim ef einhver dugur væri í mér, þá má ég til með að undirstrika tvennt:

1) Ég er í pistli mínum fyrst og fremst að draga fram líkindin með máli Parísar annarsvegar og Bubba dómsins hinsvegar, hvað varðar myndatökuna/birtinguna. Bæði voru þau í bíl og af báðum var tekin mynd í óleyfi. Annað í dómnum snertir því ekki umfjöllun þessa og því síður málefni Parísar almennt. Hef akkúrat engann áhuga á þeim.

2) Þó hæstiréttur á Íslandi hafi metið það svo að umfjöllunin um Bubba hafi ekki geta "talist þáttur í almennri þjóðfélagsumræðu" þá blasir það við að sú niðurstaða er afar huglæg. Ég er t.d. viss um að París mun telja að þessi persónulegu málefni hennar eigi lítið erindi í almenna þjóðfélagsumræðu.

En hvað um það. Athæfð sem Bubbi fékk dæmt ólöglegt var það sama og París stendur nú frami fyrir - þ.e. af þeim báður var birt/notuð ljósmynd sem var tekin í leyfisleysi af þeim í bíl. Ef Bubbi fékk athæfið dæmt ólöglegt ætti París að eiga sama séns - ekki satt ?

Hrannar Björn Arnarsson, 10.5.2007 kl. 13:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband