Stríð JÁ - Live earth NEI

Mikið óskaplega segir það mikið um núverandi stjórnarsamstarf að það skuli enda sitt 12 ára kjörtímabili með því að úthýsa stærsta alþjóðlega hljómleika- og umhverfisverndarverkefni samtímans af landi brott.

Þarna gafst íslandi tækifæri til að staðsetja sig til framtíðar sem eitt af leiðandi löndum heimsins í baráttunni í loftlagsmálum, einhverju brýnasta hagsmunamáli heimsbyggðarinnar að mati flestra vísinda- og hugsandi stjórnmálamanna heimsins.

Flestir hefðu tekið tækifærinu opnum örmum og hoppað á vagninn án umhugsunar, en ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks þurfti að hugsa sig um. Hún hugsði sig lengi um, hugsaði síðan meira og komst á endanum að þeirri niðurstöðu að hvorki málstaðurinn, verkefnið né landkynningin væru 15 milljóna króna virði !

Þetta sama stjórnarsamstarf ákvað hinsvegar í skjóli nætur, án samráðs eða umhugsunar að styðja Bandaríkin og Bretland í ólögmætu árásarstríði gegn óvineittum stjórnarherra í Írak og gera Ísland þar með ábyrgt fyrir einhverju blóðugasta stríði sem Evrópuþjóðir hafa tekið þátt í frá síðari heimstyrjöldinni.

Pælum í því !


mbl.is Hætt við Live Earthtónleika í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hugsandi stjórnmálamanna? Er það ekki það sem kallast á ensku "oxymoron"?

Annars var nú ekki verið að úthýsa neinum, bara segja að styrkupphæðin væri of há.

Gulli (IP-tala skráð) 9.5.2007 kl. 11:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband