Orð eða athafnir - um hvað er kosið ?

Alveg skemmti ég mér konunglega yfir kosningaumræðunum hjá Stöð 2 í gær - einhver skemmtilegasti umræðuþáttur sem ég hef séð lengi ! Formið skemmtilegt, spennan hjá forystumönnum í hámarki og þeir líflegir eftir því og spyrlarnir stóðu sig ágætlega. Stöð2 á heiður skilið fyrir þennan ferska þátt.

Ekki skemmdi nú fyrir að Ingibjörg Sólrún glansaði í gegnum þáttinn og sýndi af sér mikin myndugleika og yfirvegun. Það var sannkallaður forsætisráðherrabragur á henni, frá upphafi til enda. Geir stóð sig reyndar ágætlega líka, en hann virkað óöruggur - eins og hann fyndi yfirburði Ingibjargar og væri hræddur við framhaldið.

Í þættinum voru fulltrúar stjórnarflokkanna sammála um að fordæma útgáfu kosningablaðs DV sem kom út fyrr um daginn og mér til mikillar undrunar og hneykslunar, leyfðu spyrlar þáttarins þeim að komast upp með það. Egill tók meira að segja undir gýfuryrðin frá stjórnarherrunum.

Mér fannst þessar árásir á DV afar athyglisverðar í ljósi þess að DV eitt blaða gerði í gær, það sem fjölmiðlar í raun ættu að gera í aðdraganda kosninga. Fóru yfir feril núverandi stjórnar og gerðu úttektir á verkum þeirra - góðum og slæmum. Í kosningum eiga menn að meta árangur þeirra sem þegar hafa starfað og meta hvort þeiri eigi skilið að halda áfram eða ekki. Ef menn komast hinsvegar að þeirri niðurstöðu að þeir hafi ekki staðið sig vel og það eigi að skipta, þá meta menn aðra "umsækjendur", m.a. á grundvelli loforða, fyrri verka og trúverðugleika frambjóðenda.

Enginn annar fjölmiðill hefur haft kjark eða nennu til að vinna heimavinnuna sína með sama hætti og DV, heldur hafa þeir allir boðið kjósendum uppá einskonar uppoðsmarkað loforða án tillits til "starfsferils" umsækjendanna sem hafa stjórnað undanfarin 12 ár. Þó stjórnarflokkunum lýki ekki þessi nálgun, verða þeir að horfast í augu við eigin verk. Sannleikanum verður hver sárreiðastur, en um hann er ekki síst kosið að mínu mati.

Hvort skiptir annars meira máli - loforð stjórnarflokkanna eða verk þeirra sl. 12 ár ?

Pælum í því !


mbl.is Samfylking og VG bæta við sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband