76 milljarðar og ofurvextir sameina VG og Sjálfstæðisflokk

sjávarafli2006 Helstu sameiginlegu röksemdir VG og Sjálfstæðisflokks fyrir andstöðu sinni við aðildarviðræður við Evrópusambandið hafa verið tvær:

1 - að tryggja yfirráð Íslands yfir fiskimiðum við landið og

2 - að tryggja yfirráð yfir hagstjórnartækjum landins, ekki síst vegna sveiflna í afkomu sjávarútvegs.

Nú stefnir í að þessir flokkar ætli að mynda stjórnarsamstarf um þetta mikilvæga hagsmunamál þjóðarinnar og því hlýtur að koma ýmsum á óvart að heyra um hvað málið raunverulega snýst.

Heildarverðmæti sjávarafla íslenska fiskiskipaflotans árið 2006 var 76 milljarðar !

Fyrir 20 árum síðan hefðu þessar röksemdir án efa átt erindi við íslenskt hagkerfi, en í upphafi 21. aldarinnar þegar heildarafli fiskiskipalfotans er mun minni en hagnaður Kaupþings eins og sér (86 milljarðar) og hagstjórnin vekur helst athygli fyrir ofurvexti og ofurkrónu, sem í þokkabót er að sliga sjávarútveginn, þá setur mann eiginlega hljóðann.

Á sama tíma virðast þessir flokkar tilbúnir til að vísa bönkunum úr landi !

Pælum í því !


mbl.is Umræða um ESB óviðunandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingrímur Ólafsson

Sæll Hrannar. Mér leikur forvitni á að vita með hvorum, VG eða íhaldinu, þú viljir að þinn flokkur starfi eftir næstu kosningar. Á hvorn vænginn viltu að þið róið, VG til velsældar eða afturhaldinu í Valhöll?

Steingrímur Ólafsson, 16.3.2007 kl. 20:02

2 Smámynd: Hrannar Björn Arnarsson

Sæll Steingrímur.

Ef ég fengi einhverju um næstu ríkisstjórn ráðið, þá myndi ég gera það að algjöru skilyrði að ráðherrar hennar viðurkenndu nútíma hagfræði sem grundvöll aðgera ríkisstjórnarinnar.

Ég myndi einnig gera það að skilyrði að ríkisstjórninni yrði stjórnað í stjórnaráðinu, en ekki með samþykktum hinna og þessara flokksdeilda viðkomandi flokka.

Að þessum skilyrðum uppfylltum kæmi ýmsilegt til greina að mínu viti.

bk.

Hrannar Björn Arnarsson, 17.3.2007 kl. 18:05

3 Smámynd: Sveinn Arnarsson

ægilega gott svar til að svara ekki spurningu Steingríms...

Sveinn Arnarsson, 18.3.2007 kl. 03:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband