Hjálp !

Sýn VG á tilverunaNú eru innan við 2 mánuðir til kosninga og VG heldur áfram að stækka. Með sama áframhaldi verður flokkurinn í lykilaðstöðu til stjórnamyndunar, annaðhvort í forsæti vinstri-umhverfisstjórnar, eða í helmingaskiptastjórn með Sjálfstæðisflokki. Önnur stjórnarmynstur koma vart til greina, enda greinilegt á könnunum og talsmáta forystumanna flokkanna að innan Sjálfstæðiflokks og Samfylkingar er afar takmarkaður vilji til samstarfs.

Ég verð að viðurkenna að að mér setur hroll við þessa tilhugsun, ekki síst eftir að ég fékk í hendur tímarit frá VG þar sem myndin hér til hliðar "prýðir" forsíðuna. Ætla menn virkilega að leiða til valda á Íslandi sósialista sem margir hverjir afneita grundvallar lögmálum hagfræðinnar, hafa ofurtrú á opinberum rekstri, virðast fyrirlíta viðskipti (að ekki sé nú talað um hagnað) og hafna evrópusambandsaðild 100% ?  - svo eithvað sé nefnt. 

Verður forsíðan hér að ofan gunnfáni næstu ríkisstjórnar ?

Pælum í því !


mbl.is VG áfram í mikilli sókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, þetta er góð taktík hjá þér Hrannar og mun eflaust snúa taflinu við fyrir Samfylkinguna.

Legg til að þú splæsir næst í heilsíðuauglýsingu í Mogganum með yfirskriftinni: "Í guðs bænum, ekki!"

Það mun gulltryggja þetta...

Stefán (IP-tala skráð) 23.3.2007 kl. 10:13

2 Smámynd: Auðun Gíslason

Það er nú hæpið að Ung VinstriGræn fái setu í næstu ríkisstjórn, en frá þeim kemur tímaritið, sem myndin er af. Forsíðan  er vissulega ungæðisleg, en hneykslar hvorki ungt fólk né þá sem muna hvernig er að vera ungur! Það er hinsvegar barnalegt að setja þetta þannig upp að VinstriGræn séu útgefandinn. Svona einsog að eigna þingflokki Helbláaflokksins samþykktir SUS. Fróðlegt væri hinsvegar að þú fræddir þjóðir heims um þessi "Grundvallar lögmál hagfræðinnar", svo þær geti leyst öll sín efnahagslegu vandamál í eitt skipti fyrir öll. Er þetta eitthvað sem lesa má um í Gamla Testamentinu eða hvað? Eða einhverjum dulspekiritum  eða spíritistapésum? Ég er nokkuð viss um að við höfum öll heyrt um náttúrulögmálin, eins og t.d. þyngdarlömálið. En að það séu til einhver  "Grundvallar lögmál hagfræðinnar" minnir nú meira á Mósebók en Newton! Það er alveg ljóst að kjósendur hafa trú á VinstriGrænum. Það væri skynsamlegt að tala um kjósendur, eins og vitibornar og skynsamar manneskjur, en ekki eins þeir séu ekki með fulla fimm eða fáráðlingar. En, já, blessaður haltu áfram á þessari braut...

Auðun Gíslason, 23.3.2007 kl. 11:02

3 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Stórsókn VG sýnir, svo ekki verður um villst, að tilraunin með Samfylkinguna hefur farið í vaskinn. Sameining "vinstri manna" virðist öll vera að renna til VG og kemur í sjálfu sér ekkert á óvart.

Jóhannes Ragnarsson, 23.3.2007 kl. 17:58

4 identicon

VG setur sig á háan stall, miklu hærri en við hin, þegar kemur að óljósum illa ígrunduðum "siðferðisgildum" þeirra.  Sannleikurinn er að siðferðisþrek þeirra er ekkert, því siðferði popúlista er lítis virði. Forsíða ung-vinstrigrænna er   ógeðfeld og sýnir hve lágt þeir leggjast og hve "siðferðisgildi" þeirra eru mikil ímyndun. Þeir  flokkar sem taka VG uppí til sín eftir kosningar munu þurfa að gera grein fyrir sínu siðferðisþreki.  Þessari fylgisaukningu VG verður að hrinda svo tryggt sé að lýðræðisöflin fái að njóta sín.

 kær kveðja

Sveinn

Sveinn V. Ólafsson (IP-tala skráð) 24.3.2007 kl. 01:32

5 identicon

__ --------------------------------------------------------------------------------------------    Það eina sem ég hræðist Hrannar er að Samfylkingi (kratar) mynda hér stjórn með íhaldinu. Ég er það gamall og man ennþá stjórn sem kennd var við Viðreisn , samstjórn íhalds og krata 1960-1972. Hún afrekaði m.a. það að eldri borgarar voru vannærðir og liðu skort á öllum sviðum. Fólk flutti hundruðum saman erlendis og settist þar að, námsfólk skilaði sér ekki aftur. Ég vil ekki slíka stjórn og segi þess vegna. Við á vinstri kanti í pólitík eigum að sammælast um að ná hér meirihluta í vor og berjast við íhaldið en ekki innbyrðis. Kveðja. Þ.Sig.

Þorkell Sigurjónsson (IP-tala skráð) 24.3.2007 kl. 14:20

6 Smámynd: Sylvía

mjög hallærisleg og gamaldags forsíða.

Sylvía , 28.3.2007 kl. 11:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband