Eru konur í stjórn ?

Í ræðu sem ég hélt á landsþingi jafnréttisnefnda í dag, sagði ég frá áhugaverðri rannsókn sem Creditinfo á Íslandi gerði á mögulegu samhengi greiðsluhæfi og kynjasamsetningu stjórna. Ég má til með að deila þessu með ykkur: 

Fyrir ekki margt löngu gerði fyrirtækið Creditinfo Ísland athuganir sem birtu meðal annars upplýsingar um tengsl vanskila fyrirtækja og samsetningar kynja í stjórnum þeirra. Niðurstöður leiddu í ljós að minni líkur eru á að þau fyrirtæki þar sem konur eru í stjórn lendi í alvarlegum vanskilum og jafnframt að fyrirtæki eru alltaf líklegri til að lenda í vanskilum þar sem engar konur eru í stjórn. Í stuttu máli bentu niðurstöðurnar til þess að fyrirtækjum kæmi best að hafa jafnt konur og karla við stjórnvölinn.

Áður hefur komið fram, m.a. í finnskri rannsókn að fyrirtæki sem stjórnað er af konum eru einnig líklegri til að skila arði til hluthafa sinna. Ýmislegt bendir því til þess að óháð hefðbundnum jafnréttissjónarmiðum, ættu fyrirtæki að leitast við að auka hlut kvenna í stjórninni og í raun óskyljanlegt að það gangi eins hægt og raun ber vitni.

Gæti aukin hlutur kvenna í stjórn fyrirtækja etv verið ein af leiðum Íslands úr kreppunni ?

Pælum í því !


mbl.is Bankar bjóða í eignir Nýsis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Vala Elísdóttir

Gaman að lesa þessa færslu. það er trú margra að litlir strákar í jakkafötum hafi fengið að leika sér of lengi í íslenku efnahagslífi.  (annars reyndi ég að ná í þig í dag - en í ljós hefur komið að það er hagstæðara að konur séu aðstoðarmenn en karlar.... ha ha smá grín...)

Guðrún Vala Elísdóttir, 19.9.2008 kl. 22:59

2 identicon

Í rannsókn sem ég vann fyrir stuttu á samrunum og yfirtökum kom í ljós að þau fyrirtæki þar sem konur sitja í stjórn eða eru í forsvari, eru yfir 50%
líklegri til þess að ofgreiða EKKI vegna yfirtakna á öðrum félögum.
Þetta er einkar athyglisvert í ljósi þess að á bilinu 50-70% af yfirtökum
virðast ekki skila neinum verðmætum - oftar en ekki eyða þeim - sér í lagi þegar greitt er með hlutabréfum yfirtökufélagsins.

nafni (IP-tala skráð) 20.9.2008 kl. 00:02

3 identicon

Ef miðað er við lágt hlutfall kvenna í stjórnum stórfyrirtækja, þá getur þetta varla verið marktæk könnun. Það þarf ekki nema eitt fyrirtæki (t.d. Spron) til að breyta myndinni.

Gaman væri að sjá þessa könnun í díteil. Getur verið að konur séu einkum teknar inní stjórn fyrirtækja sem náð hafa tiltölulega góðri stöðu á markaði, þannig að það sé ástæðan? Hvernig lítur dæmið út ef miðað er eingöngu við aldur fyrirtækja? Og svo framvegis. Óttast að hér sé um óttaleg dólgavísindi að ræða.

Þórður S (IP-tala skráð) 20.9.2008 kl. 00:44

4 identicon

Engin dólgavísindi hér á ferð. Rannsóknin fjallaði ekki um íslenskan markað - heldur USA markað. Rannsóknin var heldur ekkert sérstaklega miðuð að hlutverki kvenna við stjórn fyrirtækja heldur á yfirtökum og samrunum og því virði sem það skapar.

Til eru aragrúar af sambærilegum rannsóknum sem benda til þess að konur eyði síður virði í yfirtökum og samrunum. Þú átt að geta flétt því auðveldlega upp í nafntoguðum ritgerðargagnabönkum á netinu.

nafni (IP-tala skráð) 20.9.2008 kl. 13:18

5 Smámynd: Landfari

Eru konur við stjórn í  Creditinfo Ísland ?

Er Creditinfo Ísland nokkuð í vanslilum?

Landfari, 20.9.2008 kl. 17:05

6 identicon

Fróðlegt.Það þarf að vera jafnvægi í stjórnum sem og annarstaðar

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 24.9.2008 kl. 13:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband