Ólympíumót mannsandans !

Íslensku afreksmennirnir á Olympíumótinu ásamt Jóhönnu og Sveini ÁkaÞessa dagana er ég staddur í Beijing og fylgist með Ólympíumóti fatlaðra, fjölmennasta móti gervallrar írþróttahreyfingar heimsins á eftir Ólympíleikunum sjálfum. Hingað komast aðeins þeir bestu til keppni, ríflega 4000 fatlaðir íþróttamenn sem skara framúr í sínum greinum. Meðal þeirra eru að þessu sinni 5 íslenskir afreksmenn: Sonja Sigurðardóttir, Eyþór Þrastarson, Þorsteinn Magnús Sölvason, Jón Oddur Halldórsson og Baldur Ævar Baldursson.

Það hefur verið dýrmæt lífsreynsla að fá að fylgjast með þeim ótrúlegu líkamlegu afrekum, listrænu hæfileikum og eldmóði þeirra fjölmörgu fötluðu einstaklinga sem Ólympíumótið hefur varpað kastljósi sínu á undanfarna daga. Eithvað sem mun lifa með manni alla ævi og breyta heimsmyndinni.

Opnunarhátiðin var tilfinningaþrungið sjónarspil sem ekkert sem ég hef áður séð kemst í námunda við. Fatlaðir einstaklingar léku lykilhlutverk í allri hátíðinni og þeir 80.000 áhorfendur sem fylgdust með hlógu, grétu, sungu og fögnuðu og horfðu hugfangnir á þessa fjögurra klukkustunda veislu andans. Ef ekki hefðu verið hjólastólarnir, gerfifæturnir, blindrastafirnir og upplýsingarnar um listamennina ritaðar í dagskrá hátíðarinnar, hefði engum dottið í hug þar væru á sviði fatlaðir einstaklingar. Framistaða þeirra einkenndist af fullkomnun.

Afrekin sem unnin voru í sundhöll Olympíumótsins í dag voru ekki síður opinberun þeim sem á horfðu. Hverjum sem ekki sér, dettur í hug að nánast útlimalausir einstaklingar geti synt 50 metra á innan við mínútu ? Hvernig í ósköpunum getur blindur einstaklingur synt "beint af augum" og tekið snúninga á 50 metra fresti, án nokkurra hjálpartækja og án þess að bera af leið ? Og hvílíkur innri kraftur hlýtur að búa í hetju dagsins hjá okkur Íslendingum, Sonju Sigurðardóttur sem synti til sigurs yfir þeim ágenga hörnunarsjúkdóm sem hún berst við - synti á sínum besta tíma undanfarin tvö ár !

Frami fyrir afrekum þessara einstaklinga fer maður ósjálfrátt að velta fyrir sér hvernig við leyfum okkur að flokka einstaklinga í fatlaða og ófatlaða. Ekkert okkar er nefnilega fullkomið og öll höfum við okkar takmarkanir sem við tökumst á við. Öll þurfum við líka stuðning til að ná þeim árangri sem við náum og ekki síður þarf umhverfi okkar og aðstæður að falla að hæfileikum okkar eigi þeir að njóta sín og við þannig að blómstra. Við réttar aðstæður og með réttum stuðningi blómstrum við öll, hvert á sínu sviði.

Ég leyfi mér að efast um að margir einstaklingar hafi öflugri viljastyrk og sjálfsbjargarviðleitni en þeir ríflega 4000 afreksmenn sem þessa dagana taka þátt í Olympímótinu í Beijing. Ef þessir mannlegu eiginleikar væru lagðir til grundvallar þegar við greindum í sundur fatlaða og ófatlaða en ekki líkamlegt atgerfi ýmiskonar eða eða þroski væri ég ekki í nokkrum vafa um útkomuna. Ég væri þá líklega staddur á Ólympíumóti mannsandans.

Pælum í því !


mbl.is Sonja synti vel en komst ekki í úrslit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábært íþróttafólk sem við eigum.Gangi ykkur vel.Takk fyrir síðast.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 8.9.2008 kl. 20:22

2 identicon

Þarsem ekki sést nú mikið í RÚV um þetta frábæra mót, bendi ég áhugasömum á netið:

paralympicsport.tv

Þar er að finna beinar útsendingar frá olymíumótinu fyrir þá sem þurfa ekki mikinn svefn. Uppáhalds-íþróttin mín, boccia, er t.d. á dagskrá kl. 6.30 á ísl. tíma í fyrramálið.

Guðbjörg Kristín Eiríksdóttir (IP-tala skráð) 8.9.2008 kl. 23:21

3 identicon

Baráttukveðjur til ykkar - og hamingjuóskir til Sonju.

Bendi á áhugaverð skrif um íþróttir fatlaðra og ófatlaðra á bloggsíðu sundgarpsins Emblu:

http://emblan.blog.is/blog/emblan/

Hrannar minn, allt í sóma hér heima. Naut samveru við öll börnin þín í dag og Heiðu. Nú sefur elsta prinsessan þín í herbergi föðursystur.

Knús til Kína

Mamma

Kristín Á. Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 8.9.2008 kl. 23:54

4 identicon

Halló, ég rakst bara á þetta blogg út frá mbl.is. Þetta er svo skemmtilegt og fallega orðað blogg að ég mátti til að "kommenta" á það :) Ég get ekki verið annað en sammála öllu sem stendur þarna og allir keppendurnir eiga hrós skilið!
Ég veit svosum ekki hvort þú sért í einhverju sambandi við íslenska hópinn úti en ef þú hittir á hópinn máttu endilega skila hamingjuóskum til Sonju frá mér! :)
Góða skemmtun það sem eftir lifir ferðarinnar í Peking, ég væri sko alveg til í að vera þar!

Hildur Kjartansdóttir (IP-tala skráð) 9.9.2008 kl. 18:57

5 identicon

Flott skrif Hrannar ! Þarf að pæla í þessu með fötlunina, góð pæling - hvað er fötlun og hver er fatlaður?

Finnst allt of lítið gert úr afrekum þeirra íslendinga sem taka þátt í þessum ólympíuleikum hér heima. Og athyglisvert hvað þjóðin fylgdist betur með fyrir nokkrum dögum síðan. Hver ætli ástæðan sé ?

Heiða (IP-tala skráð) 9.9.2008 kl. 22:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband