Naktir í fang Buffetts

GKJWB2008Risinn er greinilega að rumska. Buffett búinn að opna veskið og byrjaður að versla fyrirtækin sem hann telur undirverðlögð vegna skelfingarástandsins sem ríkir á mörkuðum heimsins.

Nú er hann í essinu sínu !

Fyrir nokkrum árum síðan, þegar hver fjármálasnillingurinn af öðrum reis upp á Wallstreet á öldutoppum hins ódýra fjármagnsflóðs sem knúið hefur hagvaxtarfélar undanfarinna ára, lét Buffett hafa eftir sér að þegar fjaraði myndi koma í ljós hverjir syntu naktir. Enn virðist Buffet hafa haft rétt fyrir sér og nú flýja hinir nöktu sundmenn í fang Spámannsins frá Omaha.

Þeir sem vilja læra af snillingnum ættu að drífa sig út í búð og fjárfesta í nýútgefinni bók Mikaels Torfasonar, Warren Buffett aðferðin. Bókin er skemmtileg aflestrar, vel þýdd yfir á íslensku og full af fróðleik og áhugaverðum sögum úr viðburðaríku viðskiptalífi Buffetts. Frábær skemmtun og fyrir suma etv leiðin að aukinni velgengni í fjármálum.

Bréfin í Bershire Hathaway rjúka amk upp þessa dagana hvað sem fjármálakreppunni líður.

Pælum í því !


mbl.is Warren Buffett fjárfestir í Goldman Sachs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband