Jafnaðarmenn til forystu !

Alþjóðlegur baráttudagur verkalýðsins er í dag og milljónir manna um allan heim krefjast bættra kjara og bjartari framtíðar. Kröfurnar eru auðvitað margbreytilegar og í samræmi við ástand mála á hverjum stað, en allsstaðar eiga þær samsvörun í grundvallarhugmyndum jafnaðarstefnunnar um jafnrétti, réttlæti og bræðralag mannkyninu til handa.

  

Í mínum huga er 1. maí, því alþjóðlegur baráttudagur jafnaðarmanna um allan heim.

  

Á Íslandi ber svo við, að 1. maí ber upp 11 dögum fyrir kosningar og málefnaumræða um áherslur næstu ríkisstjórnar er í hámarki. Þar hafa tekist á sjónarmið núverandi stjórnarflokka sem boða óbreytta stjórnarstefnu fái þeir til þess fylgi og hinsvegar félagslegar áherslur jafnaðarmanna um endurreisn velferðarkerfisins og ábyrga efnahagsstjórn undir forystu Samfylkingarinnar.

  

Af ræðum dagsins hjá forystumönnum launþegahreyfingarinnar má merkja að krafa þeirra er um tafarlausar breyttar áherslur í ríkisstjórn. Launþegahreyfingin vill að sjónarmið jafnaðarstefnunnar verði lögð til grundvallar við stjórn landsins og snúið verði af braut núverandi stjórnarstefnu.

  

Eftir 11 daga kemur í ljós hvort kjósendur verða við skýrum kröfum launþega þessa lands.

  Pælum í því !
mbl.is „Velferð fyrir alla“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband