Kosningasvör Sjálfstæðisflokksins

Það er athyglisvert að ráðherrar Sjálfstæðisflokksins virðast nota sama svarið við öllum erfiðum spurningum sem þeir fá þessa dagana. Þeir svara þeim ekki efnislega, heldur vísa þeim frá á þeim forsendum að þetta séu dæmigerðar "kosningaspurningar". Þar með telja þeir greinilega að málið sé afgreitt ?!

Klúður Sturlu Böðvarssonar, Samgönguráðherra Sjálfstæðisflokksins vegna Grímseyjarferjunnar fær þannig afgreiðslu, enda sjálfsagt ekki málefnalegri svara að vænta þaðan, frekar en fyrri daginn. Nokkur hundruð milljónir af almannafé eru greinilega ekki slíkar tölur í huga ráðherrans að það taki því að ræða um slík mál, hvað þá að svara fyrir ákvarðanir sem leiða til slíkrar sóunnar.

Mig rak líka í rogastans þegar ég heyrði svar Geirs H. Haarde, Forsætisráðherra Sjálfstæðisflokksins við spurningu aldraðrar konu, þegar hann mætti í Kastljósið sl. mánudag. Þessi kona, sem upplýsti í leiðinni að skattalækkanir ríkisstjórnarinnar hefðu bætt kjör hennar um heilar 800 krónur á mánuði, spurði Forsætisráðherrann hvort hann treysti sér til að lifa á sambærilegri fjárhæð og hún fær greidda sem ellilífeyri í mánuði hverjum. N.b. ellilífeyri sem ákveðin er af stjórnvöldum hverju sinni og ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hefur gert sér sérstakt far um að láta dragast aftur úr almennri kaupmáttarþróun í landinu.

Og hvert skildi nú hafa verið svar Forstætisráherra Sjálfstæðisflokksins við spurningu þessarar öldruðu konu:

Þetta er svona klassísk spurning sem kemur alltaf fyrir kosningar.

... og síðan var slegið úr og í og lofað inní framtíðina um betri tíð með blóm í haga. Ætli séu miklar líkur til þess að ráðherrar Sjálfstæðisflokksins velti þessari spurningu aftur fyrir sér í ljósi svars Forsætisráðherrans ?

Pælum í því !


mbl.is Ómálefnaleg gagnrýni lituð af kosningabaráttu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björgvin Guðmundsson

Góð grein.

Kveðja

Björgvin

Björgvin Guðmundsson, 2.5.2007 kl. 13:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband