Fyrirboði um Evru ?

Forferður okkar og mæður hefðu nú ekki verið í vandræðum með að lesa skilaboð frá almættinu úr ljósagangi sem þessum. Í morgunútvarpi Bylgjunar voru menn strax komnir á svipaðar þjóðlegar slóðir, veltu fyrir sér hvort hér væri um geimverur að ræða, komnar til að liðsinna þjóð í nauðum.

Ég er á því að þetta hafi verið fyrirboði um endalok peningastefnunnar. Hún leysist upp í frumeindir sínar fyrir allra augum. Gott ef þetta var ekki íslenska krónan sem þarna fuðraði upp - sbr greiningin á málminum.

Vaxtahækkun dagsins staðfestir þetta. 100% viðsnúningur frá vaxtalækkun sem tilkynnt var fyrir nokkrum dögum. Upphaf nýs tímabils sem vonandi ber með sér vöxt, framfarir og hamingju eftir skammvinnt tímabil þrenginga. Ætli Evran taki ekki við...

Ég er viss um að áar okkar Íslendinga hefðu orðið sammála hagfræðingum IMF um að nú værum við komin á rétta braut, eftir að hafa séð ljósagang gærdagsins.

Pælum í því !


mbl.is Litríkt loftsteinahrap á himni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér finnst þetta mjög líkleg skýring hjá þér Hrannar ! :-)

Heiða Björg (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 08:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband