Guðni alltaf góður !

Formaður Framsóknarflokksins lætur ekki óhagstæða niðurstöðu í skoðanakönnun slá sig út af laginu frekar en annað. Hann á í mínum huga athugasemd dagins - ef ekki ársins, þegar hann í frétt á visi.is brást við með þessum hætti.

„Þetta er ekki marktæk skoðanakönnun en í henni liggja þó mikil tíðindi" 

Pælum í því !


mbl.is Minnihluti styður stjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dunni

Þetta er örugglega yrðing ársins ef ekki aldarinnar.

Dunni, 26.10.2008 kl. 16:54

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hann á væntanlega við að 45% aðspurðra tóku ekki afstöðu og á væntanlega von á öllum swing atkvæðunum.

Skoðanakönnun er marktæk að því leyti að fólk veit ekki sitt rjúkandi ráð í dag.  Samfylkingin túlkar þetta hinsvegar sem afgerandi stuðning, sem ætti að hringja öllum viðvörunarbjöllum. Þeim væri trúandi til að slíta stjórnarsamstarfinu á grunni evrópusambandságreinings og brottreksturs Davíðs mitt í öllum hremmingunum.

Þetta er jú flokkur óforbetranlegra tækifærissinna.  Við skulum vona að þeir séu ekki svo truflaðir, þótt allt sem á undan er gengið bendi til þess.

Jón Steinar Ragnarsson, 27.10.2008 kl. 00:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband