Risarnir kynda efnahagsvélarnar

Kaup Indverja á skoskum vískiframleiðanda fyrir 75 milljarða króna er enn eitt dæmið um hvernig ótrúlegur vöxtur indverska og kínverksa hagkerfisins er að kynda efnahgasvélar heimsins. Sl. föstudag sat ég fróðlega ráðstefnu í Háskólanum í Reykjavík um þessi mál. Umfjöllunarefnið var þróun efnahagslífsins í Kína og Indlandi og þau tækifæri sem þar gætu legið fyrir íslenskt atvinnulíf. Aðalfyrirlesari var Dr. Pedro Videla, prófessor við IESE viðskiptaháskólann í Barcelona en auk hans fluttu erindi Jónas Tryggvason frá Actavis og Grétar Már Sigurðsson, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins.

  

Þetta var hin skemmtilegasta dagstund og gaman að sjá hve áhuginn á þessum nýju markaðssvæðum fer sífellt vaxandi hér á landi. Því miður komst Ólafur Ragnar ekki til ráðstefnunnar vegna veikinda sinna, en hann hefur verið óþreytandi við að bæta tengsl Íslands við bæði þessi lönd og hefur í því sambandi unnið þrekvirki sem þjóðin er þegar byrjuð að njóta ávaxtanna af. Þáttaka hans í þróunarráði Indanlands hefði án efa borið á góma hefði hann mætt, en til stóð að hann setti ráðstefnuna.

  

Ég hef áður fjallað um þær gríðarlegu efnahagslegu framfarir sem eiga sér stað í þessum löndum um þessara mundir og ekki síst viljað vekja athygli manna á því, hvernig hjól efnahagslífsins eru að frelsa hundruð milljóna einstaklinga úr fjötrum örbyrgðar í þessum fjölmennustu ríkjum heims. Hvergi á jarðkringlunni eru kostir alþjóðavæðingarinnar að birtast okkur eins skýrt og á Indlandi og í Kína, en á undanförnum 30 árum hafa uþb 500 milljónir einstaklinga orðið bjargálna í stað þess að lifa við örbyrgð, bara í þessum tveimur löndum. Því miður er okkur á vesturlöndum sjaldan sýnd þessi hlið alþjóðavæðingarinnar.

  

Annað sem mikið var rætt um á ráðstefnunni var sú sérstaka leið sem Indverjar hafa fundið í þróun efnahagslífsins og virðist einstök í heiminum. Í stað þess að taka efnahagsstökkið í gegnum mannaflsfreka ófaglærða framleiðslu eins og flest önnur hagkerfi á þróunarbraut, sækja þeir fram með menntunina að vopni. Veraldarvefurinn er hraðbraut Indverska efnahagslífins og með óvígum her hámenntaðra einstaklinga hafa þeir “hoppað yfir” hina hefðbundnu iðnbylgingu og knýja nú efnahagsvélina á forsendum þekkingarsamfélagins. Hvergi í heiminum eru útskrifaðir fleiri háskólamenntaðir fræðingar (tölvu, tækni, rafmagns, verkfr osfrv) en á Indlandi á næstu árum verða þeir mun fleiri en í Bandaríkjunum, Evrópusambandinu og Kína samanlagt !

Í raun hafa menn ekkert fordæmi um þessa nálgun við uppbyggingu efnahagslífsins og því verður afar spennandi að sjá hver framvindan verður hjá Indverjum.  

 

Pælum í því !
mbl.is Indverjar kaupa skoskan viskíframleiðanda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Ingi Jónsson

Sæll Hrannar,
Þetta var hin merkasta ráðstefna. Þegar Grétar Már var að tíunda hina ógurlegu uppbyggingu og hagvöxt, sem nú á sér stað í Kína, á kom upp í mér svolítill púki, svo ég hallaði mér að vinkonu minni, miðstjórnarfulltrúa í Sjálfstæðisflokknum, sem sat við hlið mér, en við hlið hennar sat nýbakaður þingmaður Guðfinna Bjarnadóttir, og ég hvíslaði að þeim; "og allt þetta undir vinstri stjórn"...

Sigurður Ingi Jónsson, 19.5.2007 kl. 00:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband