Samfylking og Sjálfstæðisflokkur - suðupottur framfara !

Það fór eins og flesta grunaði eftir að talið var upp úr kjörkössunum. Stjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks var í raun kosið út af borðinu og nú hefur forysta flokkanna horfst í augu við þá staðreynd.

Í ljósi þess að Steingrímur J. hefur f.h. Vinstri grænna hafnað vinstrasamstarfi með Samfylkgingu og Framsókn, er í raun bara einn kostur eftir í spilunum - samtarf Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar. Niðurlægjandi brotthvarf Steingríms frá öllum helstu stefnumálum VG í fjölmiðlum undanfarinna daga breytir engu í þeim efnum, nema ef vera skildi að undirstrika hversu varasamt gæti verið að mynda ríkisstjórn með 2 þingmanna meirihluta á svo ístöðulausu stjórnmálaafli.

Í mínum huga er það enda besti kosturinn í stöðunni að Sjálfstæðisflokkur og Samfylking myndi næstu ríkisstjórn, bæði í bráð og lengd. Flokkarnir hafa á bak við sig tæplega 2/3 þjóðarinnar og framundan er mikið umbrotaskeið í íslensku þjóðlífi sem þarfnast öfgalausrar og styrkrar stjórnar ef vel á að fara.

Þá er það einnig sannfæring mín að samstarf þessara tveggja flokka muni stokka upp þá stöðnuðu skotgrafaumræðu sem einkennt hefur stjórnmálin undanfarin áratug, áratug Davíðs Oddssonar í Íslenskum stjórnmálum. Evrópumálin, landbúnaðarmálin, endurreisn velferðarkerfisins, hlutverk hins opinbera og aðkoma einkageirans að ýmsum núverandi verkefnum þess, umhverfismálin osfrv. - allt mikilvæg málefni sem hafa læsts í skotgröfum stjórnar og stjórnarandstöðu en geta í samstarfi Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks fundið sér skynsamlegan farveg í öfgalausri umræðu.

Ég trúi því og treysti að næstu daga muni Ingibjörg og Geir leggja grunn að ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks og að sú stjórn muni marka þáttaskil í þróun íslensks samfélgas. Framundan er gerjun, nýsköpun og framfarir - suðupottur í íslenskum stjórnmálum.

Pælum í því !


mbl.is Ekki grundvöllur fyrir áframhaldandi samstarfi stjórnarflokkanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: K Zeta

Þetta er góður punktr hjá ér Hrannar og líklega erum við að losna við leifarnar af gömlum ítökum og horfa framá þróun þessa samfélags í nútímalegra horf miðað við getu íbúanna.  Það er mikið verkefni framundan í hagstjórn þessa lands.  Samkvæmt strangri skilgreiningu þá er hagkerfið í miklu verra ásigkomulagi en við kærum okkur um að viðurkenna.  Ríki, sveitastjórnir og bankar verða að sýna miklu meiri ábyrgð og framsýni í ákvörðunum og það verður að minnka umsvif hins opinbera.  Ríkið á ekki að vera helsti kaupandi vinnuafls.

K Zeta, 17.5.2007 kl. 15:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband