Árásir á forsetann ekki til vinsælda fallnar

Hrun Sjálfstæðisflokkins og vöxtur Samfylkingarinnar eru helstu tíðindi nýjustu könnunar CapaCent. Einhverntíma hefði Morgunblaðið amk kallað 3,5% fall á milli daga hrun í fylgi, amk ef það hefði átt við um Samfylkinguna. Þá hefði það án efa ratað í fyrisögn. En í stað þess að draga þetta fram, býr blaðamaður Mbl til fyrirsögn innan gæsalappa sem ekki á sér stoð hjá viðmælandanum. Það er alltaf jafn forvitnilegt að fylgjast með Morgunblaðinu missa grímuna í aðdraganda kosninga.

En hverjar skildu nú vera ástæður þess að fylgi Sjálfstæðisflokksins hrynur nú rétt fyrir kosningar ?

Einhver nefndi í mín eyru að spillingarmálið í kringum Alsherjarnefnd væri að færast yfir á Sjálfstæðisflokkinn, enda erfðaprinsinn Bjarni Ben ábyrgðarmaður og fyrirsvarsaðili þess máls þegar á hólminn er komið.

Annar hélt því fram að engin flokkur, ekki einu sinni Sjálfstæðisflokkurinn kæmist upp með að fara í gegnum svona langa kosningabaráttu, án þess að tala um politík. Það dygði ekki að birta bara fallegar myndir af forystumönnunum og halda því fram að allt væri í góðum málum enda vissi fólk betur. Þegar svo reikningarnir með húsnæðislánunum, yfirdráttarvöxtunum og kreditkortunum duttu inn um lúgurnar með fallegu myndum nú um mánaðarmótin hafi loksins kviknað ljós.  Hæstu vextir í Evrópu geta einhvernvegin ekki flokkast sem "ábyrg efnahagsstjórn".

Mér datt nú reyndar í hug skondin tilvitnun í varaformann Sjálfstæðisflokksins, Þorgerði Katrínu sem ég sá í blaði þeirra:

Þeir flokkar sem þannig starfa ná kannski tímabundinni athygli fjölmiðla en hraðaupphlaupin enda oftar en ekki með sjálfsmarki.

Hefur einhver séð hraðaupphlaup enda með sjálfsmarki ?

Síðasta kenningin sem ég hef heyrt gengur hinsvegar út á það, að hér sé loksins farið að gæta áhrifa forsetans. Það er að segja, að nýjasta upphlaup Ástu Möller og Morgunblaðsins og aðdróttanir þeirra um heilindi forsetans hafi ryfjað upp fyrir þjóðinni háttarlag forystumanna Sjálfstæðisflokksins í garð Ólafs Ragnars á kjörtímabilinu. Stöðugt hafa þeir verið í hælunum á forsetnaum, leint og ljóst og gerðu meira að segja heiðarlega tilraun til að breyta stjórnarskránni til að takamarka völd hans og áhrif. Sú atlaga geigaði sem betur fer enda hafði Sjálfstæðisflokkurinn ekki nægjanlegan styrk á þingi til að keyra atlöguna í gegn. Amk ekki að þessu sinni.

Menn hafa án efa ljáð lettvægari málstað atkvæði sitt í kosningum, heldur en þeim að verja heiður og störf forsetans.

Pælum í því !

 


mbl.is „Kosningamálin hafa dottið dauð niður"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband