Tjöld Putins falla

1843430509.01._SCLZZZZZZZ_SS500_

Eftir að hafa lesið síðustu bók blaðakonunnar Önnu Politskovskovu, Putins Russia koma viðbrögð Putins við fyrstu pólitísku andstöðunni ekki á óvart. Í bók sinni lýsir Anna hvernig Rússlandi er í raun stjórnað í anda KBG gamla Sovétsins, þó upp hafi verið sett leiktjöld líðræðis og réttarríkis að vestrænni fyrirmynd.

Fljótlega eftir útkomu bókarinnar var hún myrt eins og svo margir gagnrýnir blaðamenn í Rússlandi þessi misserin.

Ofríki hersins og útvalinna "viðskiptamógúla" sem hafa fengið að taka sér það herfang sem þeim hentar úr rússnesku atvinnulífið, virðist algert og þessi öfl fá allan þann stuðning og fyrirgreiðslu sem nauðsynleg er til að tryggja hagsmuni þeirra, hvort sem er á vettvangi dómstóla, ríkisvalds, lögreglu eða annarsstaðar.

Það er sorglegt að fylgjast með þessu mikla ríki enn einusinni verða harðstjórum að bráð. Saga þjóðanna sem landið byggja virðist enn eiga að mótast af kúgun, spillingu og ofbeldi ríkisisns. Það eina sem virðist breytt, er að nú líta vesturlönd undan á meðan þjóðinni blæðir, enda Pútin bandamaður á bak við fín leiktjöld lýðræðis.

 


mbl.is Garrí Kasparov handtekinn í Moskvu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband