Jón Baldvin og forystukonur jafnaðarmanna

f3bdcd9fd6c79152Það var mögnuð upplifun að taka þátt í setningarathöfn landsfundar Samfylkingarinnar í dag. Hátt í 2000 samherjar samankomnir í einhverjum glæsilegasta fundarsal sem ég hef komi í og þægileg samkend, stolt og gleði lá í loftinu. Handabönd, kossar, klapp á öxl, spjall - fagnaðarfundir hvert sem litið var. Meira að segja Jón Baldvin mættur galvaskur í slaginn !

Ræða Ingibjargar Sólrúnar minnti mann síðan rækilega á hvert var erindið, annað en að njóta samvistanna við allt þetta skemmtilega fólk í þessu glæsilega umhverfi. Nestuð vönduðustu stefnumótun sem nokkur íslenskur flokkur hefur lagt fram, glansaði hún yfir svið þjóðmálanna og þau brýnu verkefni sem víða bíða úrlausna Samfylkingarinnar, greinilega þess albúin að hella sér í kosningaslaginn og breyta síðan orðum í efndir. Enn á ný sýndi hún og sannaði að hún er í allt öðrum gæðaflokk en hinir formenn flokkanna.

Ávörp þeirra Helle Thorning-Smith og Monu Sahlin, formanna systurflokka okkar í Danmörku og Svíðþjóð fullkomnuðu síðan myndina. Glæsilegir fulltrúar þess alþjóðlega og sögulega samhengis jafnaðarmannahreyfingarinnar sem Samfylkingin er hluti af. Hreyfingar sem hefur skapað velferðarkerfið í þeirri mynd sem við best þekkjum það og er grundvöllur þeirrar velsældar sem ríkir á vesturlöndum, ekki síst á norðurlöndunum þar sem hreyfing jafnaðarmanna hefur verið hvað sterkust.

Nú er þetta mikla alþjóðlega breytingarafl loksins að ná fótfestu og styrk á Íslandi. Samfylkingin er mætt til leiks kraftmeiri og betur búin en nokkru sinni fyrr og ég er sannfærður um að hún mun ná vopnum sínum. Hvort tíminn fram að kosningum dugar til að tryggja Ingibjörgu Sólrúnu forsæti í næstu ríkisstjórn verður að koma í ljós, en breytingarferlið er hafið - Íslandsdeild alþjóðahreyfingar jafnaðarmanna hóf landsfund sinn í Egilshöll í dag.

Pælum í því ! 

 


mbl.is „Það þarf konu til að koma jafnaðarmannastjórn að völdum"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Algjörlega sammála þér. Virkilega flott.

Tómas Þóroddsson, 14.4.2007 kl. 01:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband