7.3.2007 | 12:58
Glittir í stjórnarsáttmála ?
Athyglisvert að VG og Sjálfstæðisflokkurinn kjósi að undirstrika samstöðu sína í Evrópumálunum með þessum hætti svona rétt fyrir kosningar. Auðvitað hafa flestir sem fylgst hafa með stjórnmálum séð samhug flokkanna í þessu mikilvæga máli fyrir lifandi löngu, en hingað til hafa forystumenn flokkanna forðast samanburðinn og reynt að halda sérstöðu sinni til haga - ekki síst forystumenn VG.
Um helgina heyrði ég lika í Steingrími J á útvarpi Sögu. Þar lagði hann ítrekað lykkju á leið sína til að undirstrika hvað VG væri orðinn breyttur og breiður flokkur. Lýsti sig reiðubúinn til samninga um öll málefni og taldi fáa flokka stjórnhæfari en VG. Notaði síðan tækifærið og hnýtti sérstaklega í Samfylkinguna og taldi hana varla stjórntæka þar sem hún gæti ekki einu sinni stjórnað sjálfri sér.
Engin slík hnjóðsyrði voru send til Sjálfstæðisflokksins - nema síður sé.
Skildi það vera tilviljun að eina stjórnarsamstarfið sem VG á aðild að í sveitarstjórnum er með Sjálfstæðisflokknum í Mosfellsbæ ? Þar virðist umhverfsstefna VG hafa verið samin út af borðinu fyrir embætti formanns bæjarráðs og hagsmunir umferðar og verktaka sett í forgang .
Skildi það vera tilviljun að VG leiddi Sjálfstæðisflokkinn til valda í Sambandi íslenskra sveitarfélaga, þegar þeir höfðu kost á vinstrasamstarfi við Samfylkingu og Framsókn ? Þar var samningsgjaldið varafomennska VG í sambandinu.
Skildi það vera tilviljun að samstarfsflötur VG og Sjálfstæðisflokksins í einu mikilvægasta máli þjóðarinnar er undirritaður og skjalfestur korteri fyrir kosningar ?
Pælum í því !
VG og Sjálfstæðisflokkur gegn ESB-aðild | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já. Það skildi þó aldrei... Ótrúlegt en satt.
Edda Agnarsdóttir, 7.3.2007 kl. 18:38
Skildi það vera að Vinstri Grænir séu ekki grænir lengur ????
Áslaug Sigurjónsdóttir, 7.3.2007 kl. 21:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.