Barnaníð í skjóli hæstaréttar !

Fá brot valda manni eins miklum hryllingi og viðbjóð eins og kynferðisbrot gagnvart börnum. Mannvonskan eða sjúkleikinn sem býr að baki slíkum brotum er manni einfaldlega óskiljanlegur.

Ég verð ekki var við annað, hvorki í mínu umhverfi né almennri umræðu í þjóðfélaginu en að um þetta séu menn almennt sammála. Barnaníð sé meinsemd sem ekkert réttlæti og berjast eigi gegn með öllum tiltækum ráðum.

Dómur hæstaréttar sem gerir sér sérstakt far um að milda annars væga refsingu yfir stórtækum barnaníðingi er því í raun atlaga að siðferðisvitund þjóðarinnar. Í stað þess nýta refsirammann til fulls og taka þannig þátt í baráttunni gegn barnaníði, kýs þessi æðsta stofnun réttarkerfisins að reynast skjól fyrir barnaníðinga en ekki fórnarlamba þeirra. Framganga hæstaréttar er ófyrirgefanlegt hneyksli !

Nú er tímabært að þjóðin láti öll í sér heyra. Uppsláttur Morgunblaðsins er til fyrirmyndar og hvatning Hrafns Jökulssonar um bréfaskriftir til hæstaréttar sömuleiðis. Lesið pistil Hrafns og skrifið í kjölfarið !

Ef við gerum ekkert, þá getum við tæplega ætlast til að nokkuð breytist. Við berum öll ábyrgð.

Pælum í því !


mbl.is Hæstiréttur styttir dóm yfir kynferðisglæpamanni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Mogginn á heiður skilinn fyrir beitta framsetningu á forsíðu.  Fyrst hélt ég að þarna væru sakborningar útfrá fyrirsögninni að dæma.  Það var þó ekki fjarri sanni.  Meinsærismenn myndi ég kalla þá.  Meinsærismenn gegn börnum þessa lands.

Jón Steinar Ragnarsson, 2.2.2007 kl. 15:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband