Ver VG umhverfið ?

Það verður óneitanlega forvitnilegt að fylgjast með framvindu mála í átökum umhverfissinna og bæjaryfirvalda í Mosfellsbæ um framtíð útivistarsvæðisins í Álafosskvos. Ég verð að viðurkenna að ég vissi ekki mikið um málið fyrr en Bryndís Schram og Sigurrósardrengirnir birtust grátandi í fjölmiðlum og lögðust fyrir gröfurnar með íslenska fánann í hönd. Sviðsmynd sem undanfarin misseri hefur birst okkur æ oftar í tengslum við stjóriðjustefnu ríkisstjórnarinnar.

Það sem er óvenjulegt við myndina núna er hinsvegar það, að gröfunum stýrir VG í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn, en ekki Framsóknarflokkurinn í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn eins og við erum vön í öðrum átökum umhverfisverndarsinna við framkvæmdaglöð yfirvöld.

Nú reynir því á hversu djúpt umhverfisástin ristir hjá VG þegar komið er í samstarf með Sjálfstæðisflokknum. VG hefur ítrekað haldið því fram að þeir einir flokka láti umhverfið alltaf njóta vafans og á altari þess hefur samstarfi við Samfylkinguna verið hafnað bæði í Reykjavíkurlistanum og Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem VG kaus frekar að styðja Sjálfstæðisflokkin til valda.

Lætur VG umhverfið njóta vafans í Álafosskvos, eða verða gröfurnar ræstar á ný ?

 Pælum í því !

 


mbl.is Bærinn óskaði eftir því að vinnuvélar yrðu fluttar úr Álafosskvosinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

<a href="http://annajonna.blogspot.com"> Anna Jonna Sagði: </a> Kannski eru VG alls ekki í vafa um að ræsa gröfurnar.

Anna Jonna Ármannsdóttir (IP-tala skráð) 1.2.2007 kl. 12:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband