30.3.2009 | 15:00
"Flest loforðin efnd"
Ég má til með að gefa Jónasi Kristjánssyni orðið í tilefni af óþolinmæli Sigmundar Davíðs. Jónas hittir oft naglann á höfuðið. Þessa færslu setti hann inn á jonas.is þann 28.03.2009:
Flest loforðin efnd
Borgarahreyfingin telur, að Samfylkingin og vinstri grænir svíki frumvörp ríkisstjórnarinnar um stjórnlagaþing og persónukjör. Hún telur, að stjórnin hefði átt að fylgja því fastar eftir. Hefði átt að hafna lögfræðiáliti skrifstofu Alþingis um, að tvo þriðju hluta atkvæða þyrfti. Mér finnst hins vegar flokkarnir hafa fylgt málinu fram á yztu nöf í tímahraki. Mér finnst líklegt, að málin verði samþykkt, þegar nýtt þing kemur saman með tilskildum meirihluta. Ríkisstjórnin hefur staðið við flest loforð, sem hún gaf. Tími uppgjörs við fortíðina er hafinn og tími endurreisnar er jafnframt hafinn.
Svo mörg voru þau orð (undirstrikanir mínar) - Jónas hefur lög að mæla.
Pælum í því !
Þolinmæði framsóknarmanna þrotin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:17 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Umhverfismál
Umhverfismál
- Hinn óþægilegi sannleikur Heimasíða heimildamyndar Al Gore
- Heimsvakt umhverfisins Flest sem þú þarft að vita um umhverfismál
- Umhverfisvefur Reykjavíkurborgar Allt um umhverfismál í Reykjavík
- Loftgæði í Reykjavík - rauntímauppl. Andaðu fersku lofti !
Þjóðmálaspekingar
Samherjar í netheimum
- Hallgrímur Helgason Heimasíða Hllgríms Helgasonar
- Guðmundur Ólafsson Heimasíða Guðmundar
- Svanfríður Jónasdóttir Heimasíða Svanfríðar
- Róbert Marshall Heimasíða Róberts
- Helga Vala Helgadóttir Heimasíða Helgu Völu
- Oddný Sturludóttir Heimasíða Oddnýjar
- Þórunn Sveinbjarnardóttir Heimasíða Þórunnar
- Steinunn Valdís Óskarsdóttir Heimasíða Steinunnar Valdísar
- Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir Heimasíða Ástu R
- Katrín Júlíusdóttir Heimasíða Katrínar
- Mörður Árnason Heimasíða Marðar
- Björgvin G. Sigurðsson Heimasíða Björgvins
- Össur Skarphéðinsson Heimasíða Össurar
- Jóhanna Sigurðardóttir Heimasíða Jóhönnu
- Árni Páll Árnason Heimasíða Árna Páls
- Ágúst Ólafur Ágústsson Heimasíða Ágústs Ólafs
- Dagur B. Eggertsson Heimasíða Dags
- Helgi Hjörvar Heimasíða Helga
Alþjóða- og efnahagsmál
Áhugaverðar síður
- Sameinuðu þjóðirnar Heimasíða sameinuðu þjóðanna
- Þróunaráætlun Sameinuðuþjóðanna Heimasíða millenniumpromise
- Sjóður Sameinuðu þjóðanna Heimasíða sjálfstæðrar stofnunnar sem vinnur með Sameinuðu þjóðunum
- MBA nám Háskóla Íslands
- M5 - með puttann á púlsinum
- Endum fátækt - eflum viðskipti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- gunnarb
- adalheidur
- agnar
- malacai
- amal
- godsamskipti
- volcanogirl
- annabjo
- annapala
- arnalara
- noriv
- attilla
- agustolafur
- asarich
- astar
- heilbrigd-skynsemi
- baldurkr
- kaffi
- bergthora
- birnag
- bjarnihardar
- gudmundsson
- bjorkv
- bingi
- bleikaeldingin
- bryndisisfold
- bodvar
- calvin
- rustikus
- dagga
- silfrid
- egillrunar
- esv
- eirikurbergmann
- ellasprella
- hafmeyja
- evropa
- fararstjorinn
- sifjar
- fridrikof
- gislisig
- gudni-is
- gudfinnur
- vglilja
- gudjonbergmann
- mosi
- gudmundurmagnusson
- gummisteingrims
- gudridur
- gudrunkatrin
- gmaria
- gudrunvala
- gunz
- gunnarhrafn
- habbakriss
- halla-ksi
- halldorbaldursson
- hallurmagg
- haukurn
- skessa
- helenak
- hehau
- 730
- belle
- drum
- tulugaq
- don
- hreinsi
- hordurj
- ibbasig
- ingibjorgelsa
- ingibjorgstefans
- ingo
- x-bitinn
- id
- isdrottningin
- jakobk
- hansen
- ravenyonaz
- jonastryggvi
- jonr
- uglan
- kallimatt
- hugsadu
- credo
- kristinnhalldor
- kristinast
- roggur
- kristjanh
- kristjanmoller
- kiddip
- kikka
- krilli
- lara
- maggib
- magnusmar
- margretsverris
- gummiarnar
- martasmarta
- mal214
- nanna
- nykratar
- poppoli
- olofyrr
- omarragnarsson
- paul
- pallieinars
- perlaoghvolparnir
- hux
- rannthor
- bullarinn
- salvor
- xsnv
- saradogg
- sigfus
- sigmarg
- sigbogi
- einherji
- zsigger
- siggikaiser
- siggisig
- hvalur
- sigurjons
- sigurjonth
- snjolfurolafsson
- hvala
- solrunedda
- stebbifr
- steingrimurolafsson
- kosningar
- svalaj
- svenni
- svatli
- kariaudar
- saethorhelgi
- tidarandinn
- tommitomm
- tommi
- truno
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- eggmann
- postdoc
- tharfagreinir
- tolliagustar
- thil
- theld
- tbs
- doddibraga
- thorolfursfinnsson
- toddi
Athugasemdir
Núverandi ríkisstjórn mun ekki svíkja frumvörp um stjórnlagaþing og persónukjör. Hins vegar gera Sjálfstæðismenn allt sem þeir geta til að frumvarpið verði að lögum fyrir kosningar. Það verður þá bara eitt af fyrstu verkum hjá nýjum meirihluta á Alþingi eftir kosningar. En Jóhanna er þrjósk og ákveðin og kannski verður þingi ekki hætt fyrr en þetta frumvarp verður afgreitt sem lög.
Jakob Falur Kristinsson, 30.3.2009 kl. 15:16
allt sem þessi ríkistjórn hefur gert er yfirborðskennt.Atvinnulífið er í rúst.
heimilin eru að falla
Þetta sjá allir nema þeir alblindustu.
Bjorgvin (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 17:18
Þessi ummæli Jónasar tek ég undir.
Hilmar Gunnlaugsson, 31.3.2009 kl. 01:25
Það er einkennilegt hvað þið eruð dugleg að nota aðferðir Göbbels við að safæra ykkur um eigin ágæti.
Einar Þór Strand, 31.3.2009 kl. 03:41
Nú er fólk að gera sér grein fyrir því að ríkisstjórnin vanmetur þörfina fyrir hjálp. Gott ef þetta fer að skila sér í skoðanakannanir!
Fjöldinn sem þarf greiðsluaðlögun vanmetinn Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is
„Ég held að undir þessum kringumstæðum muni þúsundir manna láta reyna á hvort þeir geti fengið greiðsluaðlögun,“ segir Eiríkur Elís Þorláksson hæstaréttarlögmaður. Hann segir að þessi fjöldi sé stórlega vanmetinn af Alþingi, sem í gær afgreiddi lög um þetta nýja úrræði. Í greinargerð með frumvarpinu er miðað við að fjöldinn sem sæki um verði 100-200 manns. Þá er gert ráð fyrir að fólk fái í umsóknarferlinu ókeypis aðstoð hjá Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna, sem fái „jafnvel allt að þrjá [nýja starfsmenn] ef spurn eftir þjónustunni verður mjög mikil,“ eins og segir í greinargerð. „Það tekur fjóra mánuði að fá eitt viðtal á ráðgjafarstofunni, en þessi lög eru sett til að mæta brýnni þörf mjög fljótt. Þau gera ráð fyrir mjög skömmum frestum. Lögin ná þess vegna ekki markmiði sínu ef fólk þarf að bíða hjá ráðgjafarstofunni í nokkra mánuði áður en ferlið fer í gang,“ segir Eiríkur. Eigi ráðgjafarstofan ein að veita skuldurum þessa aðstoð sé það ávísun á langar biðraðir og tilheyrandi niðurlægingu fyrir skuldara. Að óbreyttu sé mikið klúður í uppsiglingu. Eðlilegra sé að aðrir en ráðgjafarstofan fái að veita aðstoð svo lögin nái upphaflegu markmiði sínu.
Beta (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 13:12
Sammála Jónasi með að ríkisstjórnin stendur sig VEL. Besta mælingin á það er hvað aðrir flokkar eru orðnir órólegir
Heiða Björg (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 17:56
betraisland@eyjan.is
Mórall í mínus
Höfundur: Þórdís Bachmann
Flokkur: Almennt
Búið er að reikna út að ekkert verði hægt að gera fyrir heimilin, ekki einu sinni til þess að leiðrétta t.d. skuldastöðu sem tvöfaldaðist í krónum eftir stöðutökur óáreittra glæframanna gegn krónunni í fyrra.
Nú langar mig að sjá útreikninga, sem segir mér hvað hver flóttamaður kostar.
Inni í þeim útreikningum þarf að vera öll neysla, allar skattgreiðslur og öll gjöld sem hverfa út úr þjóðarbúinu með hverjum og einum.
Réttast væri að reikna líka 2.2 börn í alla á barneignaraldri.
Þeir sem ég þekki, sem eru að pakka í þessum skrifuðum orðum, ætla nefnilega ekki að koma aftur. Þeir sem eiga auðveldast með að fara eru þeir sem þjóðfélagið hefur fjárfest mest í, þ.e. iðn- og háskólamenntaðir.
Með hverjum sem fer, fer sú milljónafjárfesting í súginn, fyrir utan það sem tapast vegna neyslu þeirra og ófæddu barnanna þeirra og skattgreiðslna ef þeir væru á landinu.
Ef hægt er að reikna út kostnað við það að skerða frelsi borgaranna með því að lýsa þá gjaldþrota eða setja í ævilangt skuldafangelsi - kostnað vegna streitutengdra veikinda, kostnað vegna fjarvista frá vinnu og lyfjakostnað vegna þunglyndis- og kvíðalyfja, væri líka fróðlegt að sjá þær tölur.
Því þótt lífshamingjan verði ekki látin í askana nema í óeiginlegri merkingu, þá megum við vera viss um að óhamingja tugþúsunda manna kostar - kostar jafnvel meira en Icesave-klafinn.
Þegar Jóhanna er komin með þessa umbeðnu útreikninga í hendur, vil ég að hún segi þjóðinni hvort við höfum efni á því að missa bara einn úr landi!
Beta (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 01:16
Held persónulega að Framsóknarflokkur ætti nú bara að hafa sig hægan. Skaðinn sem þeir ollu sem hjásvæfur Sjálftökuflokksins er ekki allur kominn í ljós!
Baldur Gautur Baldursson, 3.4.2009 kl. 06:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.