Markvissar aðgerðir fyrir skuldsett heimili

Forsætisráðherra hefur boðað að Alþingi verði ekki frestað, fyrr en þau mikilvægu mál sem ríkisstjórnin hefur samþykkt fyrir sitt leiti og lúta að aðgerðum til að styðja við skuldsett heimili, verði samþykkt. Undir þetta hyllir nú og líklega munu þau öll í höfn í næstu viku.

Meðfylgjandi yfirlit sýnir svo ekki verður um villst að aðgerðir stjórnvalda er margvíslegar og markvissar að því leiti, að þær ættu að nýtast öllum skuldsettum heimilum, hverju með sínum hætti.

Aðgerðirnar eru á sama tíma ábyrgar, enda ljóst að ríkisstjóður hefur hvorki svigrúm né bolmagn til að greiða fyrir óábyrgar skyndilausnir þar sem öllum er lofað gulli og grænum skógum - óháð raunverulegum vanda viðkomandi.

Aðgerðir ríkisstjórnarinnar til stuðnings skuldsettum heimilum eru annars þessar:

 
  1. Skuldajöfnun verðtryggðra lána – 10-20% lægri greiðslubyrði en ella
  2. Frysting og í framhaldi skuldajöfnun gengisbundinna lána – 40-50% lægri greiðslubyrði
  3. 25% hækun vaxtabóta – hjón með 3-8 milljóna árstekjur hækka um rúm 170 þús, úr 314 þús í 487 þús á ári.
  4. Útgeiðsla séreignasparnaðar – milljón á einstakling, tvær milljónir á hjón
  5. Greiðsluvandaúrræði Íbúðalánasjóðs stórefld og samkomulag gert við aðrar fjármálastofnanir um að sömu úrræði gildi þar einnig.
    1. Skuldbreytingalán og lánalengingar um 30 ár í stað 15 áður
    2. Heimild til að greiða bara vexti og verðbætur af vöxtum og frysta höfuðstól í allt að 3 ár.
    3. Heimild til að frysta afborganir í allt að 3 ár.
    4. Ýmsar mildari innheimtuaðgerðir
  6. Greiðsluaðlögun samningskrafna
  7. Lækkun dráttavaxta
  8. Skuldfærsla barnabóta uppí skattaskuldir bönnuð
  9. Skuldfærsla hverskonar inneigna hjá ríkinu uppí afborganir Íbúðalánasjóðs afnumdar
  10. Frestun nauðungaruppboða fram til loka ágúst
  11. Lenging aðfarafresta úr 15 dögum í 40
  12. Aukin stuðningur aðstoðarmanns og leiðbeiningaskylda vegna gjaldþrota
  13. Greiðsluaðlögun fasteingaveðlána
  14. Heimild til Íbúðalánasjóðs til að leigja fyrri eigendum húsnæði sem sjóðurinn eignast á uppboðum.

Með ofangreindum aðgerðum hefur ríkisstjórnin slegið skjaldborg um heimilin í landinu og lagt traustan grunn að endurreisn þeirra sem lenda í vanda, samhliða batnandi efnahag lands og þjóðar.

Pælum í því !


mbl.is Hafnar flatri niðurfærslu skulda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Theo

Og hvernig ætlar þú að snúa hjólum atvinnulífsins í gang með þessu ?  Þið ætlið að leyfa þorra landsmanna að skrimta næstu áratugina. Og hvernig verðu þá ákvörðun að ábyrgjast bankainneignir umfram 3 milljónir eins og neyðarlögin kváðu á um og hygla þar með fjármagnseigendum en leyfa lántakendum að taka á sig óbætta alla hækkun vísitölunnar.  Ég verð að segja að ég gef ekki mikið fyrir þessar aðgerðir, þær gagnast eingöngu og varla það, þeim sem þegar eru komnir í þrot. 

Theo, 25.3.2009 kl. 14:00

2 Smámynd: Hrannar Björn Arnarsson

Theodór - þetta eru aðgerðir fyrir heimilin í landinu, ekki tillögur í atvinnumálum eða vegna annarra þeirra mála sem þú nefnir. Í þeim efnum hefur ríkisstjórnin ekki gert minna. Hvet þig til að renna yfir verkefnaskránna á island.is - hún er uppfærð daglega í samræmi við framvindu verkefnanna.

Kveðja,

Hrannar Björn Arnarsson, 25.3.2009 kl. 14:02

3 Smámynd: Hvumpinn

Það er greinilegt að málstaður núverandi ríkisstjórnar og forsætisráðherra er svo dapur að aðstoðarmaður forsætisráðherru þarf að leggjast á bloggsíður til að reyna að tala þetta upp.

Er þetta tilgangurinn með aðstoðarmönnum ráðherra og þingmanna? Að þeir séu málpípur viðkomandi og að ota sínum mönnum (konum) í aðdraganda kosninga?

Hvumpinn, 25.3.2009 kl. 14:21

4 identicon

það er um að gera að kynna góða hluti sem víðast. Þetta sýnir að við erum með ríkisstjórn sem er ekki bara að gera eitthvað heldur helling af því! Ekkert "Maybe I should have..." væl eins hjá Sjálfstæðisflokknum.

Sverrir (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 14:25

5 identicon

Þú virðist bara algerlega gleyma því að við sem erum með lán í td., Sparisjóðunum, eða Landsbanka fáum bara hreint ekki þessi kjör! Ekkert af þeim.

Það er í valdi bankans að flytja lánin okkar yfir til íbúðarlánasjóð og ég held mér sé óhætt að segja AÐ EKKI HAFI EITT EINASTA LÁN VERIÐ FLUTT YFIR!!!

Spron hafði ekki flutt eitt einasta og stóð ekki til - Landsbanki ekki heldur.

Þessi upptalning þín á því bara við útvalda.

ÞA (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 14:40

6 identicon

Ykkur finnst sem sagt þessi gegndarlausa eignaupptaka sem átt hefur sér stað og gert hefur þúsundir heimila eignalaus, í lagi..

Hallgrímur Jónasson (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 14:40

7 identicon

Hvernig tekst þér að reikna 25% hækkun vaxtabóta úr 314Þús upp í 487Þús?

ob (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 14:48

8 Smámynd: Þórður Björn Sigurðsson

,,Minna má á að ráðgjöf banka í húsnæðismálum síðustu árin og verðbólguforsendur þeirra við lántöku stóðust ekki.  Á sama tíma tóku bankar, eigendur þeirra og stjórnendur, að sögn stöðu gegn krónunni og ollu með því hækkun höfðustóls lána, bæði myntkörfulána og verðtryggðra lána.  Eins virðast erlendir lánveitendur bankanna hafa sýnt ábyrgðarleysi gagnvart íslenskum heimilum og fyrirtækjum, þegar þeir fengu gömlu bönkunum svo mikið ráðstöfunarfé, sem þeir máttu vita að gæti leitt til vandræða.  Er því ekki að undra reiði fólks í garð banka þessa dagana".

- Guðlaugur Þór Þórðarson, Magnús Árni Skúlason, Pétur H. Blöndal, Ragnar Önundarson, 25.2.09

Þórður Björn Sigurðsson, 25.3.2009 kl. 15:09

9 identicon

Hvenær er fólk í vandræðum? Tökum dæmi af ungu pari sem keypti sér tveggja herbergja íbúð á 80% láni fyrir tveimur árum. Þetta par getur fullkomlega staðið við afborganir af sínum lánum og telst því varla í greiðsluerfiðleikum. Eins og staðan er í dag eru skuldirnar hærri en virði íbúðarinnar og þau eiga von á tvíburum og þyrftu þar af leiðandi að komast í  stærri íbúð. Þetta unga par er að tapa á því að skuldsetja sig of lítið....hefðu verið mikið betur sett hefðu þau tekið hærra lán og keypt sér fjögurra herbergja íbúð, þetta meikar ekki sens, þetta fólk er í vandræðum og ekkert að þessum aðgerðum hjálpar þeim. Sé ekki betur en að tilgangur flestra þessara aðgerða sé að lengja í hengingarólum þeirra fjölskyldna sem komnar eru í greiðsluerfiðleika. Fólk getur verið í vandræðum þó svo það geti borgað af sínum lánum. Við verðum að halda ungu vel menntuðu fólki á barneignaraldri á landinu...það er okkar allra hagur.

Magnús (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 15:11

10 Smámynd: Ingvar

Aðgerðir til stuðnings skuldsettum heimilum. Og svo hvað þær þýða í rauninni

1. Skuldajöfnun verðtryggðra lána – 10-20% lægri greiðslubyrði en ella.

Lenging í hengingarólinni leiðir til gjaldþrots . Lækka ekki lánin

2. 2. Frysting og í framhaldi skuldajöfnun gengisbundinna lána – 40-50% lægri greiðslubyrð .

Lenging í hengingarólinni leiðir til gjaldþrots. Lækka ekki lánin

3. 3. 25% hækun vaxtabóta – hjón með 3-8 milljóna árstekjur hækka um rúm 170 þús, úr 314 þús í 487 þús á ári.

Lækka ekki greiðslubyrgði né lán, Fólk er atvinnulaust og hefur ekki þessar tekjur, einnig eru vaxtabætur launatengdar.

4. . 4. Útgeiðsla séreignasparnaðar – milljón á einstakling, tvær milljónir á hjón

Lækka ekki greiðslubyrgði né lánin. Má kalla þetta að pissa í skóinn sinn.

5. 5. Greiðsluvandaúrræði Íbúðalánasjóðs stórefld og samkomulag gert við aðrar fjármálastofnanir um að sömu úrræði gildi þar einnig. a. Skuldbreytingalán og lánalengingar um 30 ár í stað 15 áður b. Heimild til að greiða bara vexti og verðbætur af vöxtum og frysta höfuðstól í allt að 3 ár. c. Heimild til að frysta afborganir í allt að 3 ár. d. Ýmsar mildari innheimtuaðgerðir .

Lenging í hengingarólinni, skriffinska af verstu tegund, ekta Jóhanna , þarfa að sækja um allt það er eins og hún fái kikk út úr því að vita af grátandi fólki fyrir framan einhver þjónustufulltrúa. Lækkar ekki lánin

6. 6. Greiðsluaðlögun samningskrafna

Enn þarf að gráta fyrir framan þjónustufulltrúa, lækkar ekki lán og hjálpar ekki heimilunum í landinu

7. 7. Lækkun dráttavaxta .

Lækkar ekki lamina né greiðslubyrgði, lenging í hengingaról. Nær hefði verið að lækka vexti

8. 8. Skuldfærsla barnabóta uppí skattaskuldir bönnuð.

Lækkar ekki lánin né greiðslubyrgði heimilanna , hjálpar ekki heimilunum í landinu. Barnabætur eru greiddar út á 3 mánaða fresti.

9. 9. Skuldfærsla hverskonar inneigna hjá ríkinu uppí afborganir Íbúðalánasjóðs afnumdar.

Lækkar ekki lánin né greiðslubyrgði heimilanna ,

10. 10. Frestun nauðungaruppboða fram til loka ágúst.

Lækkar ekki lánin né greiðslubyrgði heimilanna. Lánin verða á dráttavöxtum fram í ágúst og þá legst jast á allskonar gjöld sem sýslumaður leggur á. Vá fer ekki embætti sýslumans á hausinn,

11. 11. Lenging aðfarafresta úr 15 dögum í 40 .

Lækkar ekki lánin né greiðslubyrgði heimilanna, lenging í hengingaról gjaldþrots um 25 daga.

12. 12. Aukin stuðningur aðstoðarmanns og leiðbeiningaskylda vegna gjaldþrota

Lækkar ekki lánin né greiðslubyrgði heimilanna, þú getur grátið í nokkra daga lengur fyrir framan þjónustufulltrúa.

13. 13. Greiðsluaðlögun fasteingaveðlána.

Lækkar ekki lánin né greiðslubyrgði heimilanna. Lenging í hengingarólinni

14. 14. Heimild til Íbúðalánasjóðs til að leigja fyrri eigendum húsnæði sem sjóðurinn eignast á uppboðum..

Eignarupptaka. ÍBLS getur ekki lækkað lánin sem hann fékk 50% afslátt. ÍBLS getur ekki lækkað vexti ÍBLS fer á hausinn ef að verðtrygging verður aflögð, sem þýðir að ÍBLS verður ekki reikin nema í bullandi verðbólgu, og munið að það var Jóhanna Sigurðardóttir sem kom ÍBLS á fót. ÍBLS hirðir af þér íbúðina og legir þér hana síðan aftur.

Þegar rent er yfir þessar hugmyndir ríkisstjórnarinnar þá sést það vela ð ríkisstjórnin ætlar ekki að hjálpa heimilunum í landinu fyrr en þau eru komin í þrot. Allar tillögurnar miðast við að allt sé komið í þrot. Ekkert er minst á kvað þessar hugmyndir kosta ríkissjóð, mér er efisins að þær kosti minna en 20% leiðin eða 4 milljóna leiðin.

Vanhæf ríkisstjórn

Ingvar

Ingvar, 25.3.2009 kl. 15:14

11 identicon

Þetta eru nánast gagnlausar aðgerðir fyrir fólk með gengistryggð lán.    Er einhver til í að pota í þetta Samfylkingarfólk og benda því á, að þau eru mjög ábyrg fyrir því sem gerðist sem og líka að fólk var að taka erlend lán ! Svo loka þau krónuna inni og halda að vöruskiptajöfnuður bjargi málunum .... vísitalan hefur hækkað úr 185 í 205 á tveim vikum.  Þökk sé aðgerðarleysi þeirra og formannsfælni.

Samfylkingin er í raun að búa til "skjaldborg" sem er skuldafangelsi.    Allir eiga hafa það jafn vont og allir eiga að vera jafnir.  Og í skuldafangelsinu getum við þegnar landsins ekki eytt peningunum okkar í neitt annað en brýnustu lífsnauðsynjar!

Í alvöru tala, atvinnutilboð frá Lofoten eru farin að vera ansi freistandi.....

Árni (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 15:19

12 identicon

Bendi líka á að þessar vaxtabætur eru algert kjaftæði. Þær gagnast bara fólki sem er í mínus eignastöðu - þeir sem eiga ennþá kannski 10-20% í húsum sínum fá hreint ekki þessa hækkun. Óþolandi þegar verið er að bera svona bull á borð og bara slegið fram eins og sannleika.

ÞA (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 15:28

13 Smámynd: Hrannar Björn Arnarsson

Sælir AE og Ob

Vaxtabæturnar munu hækka um 25% í heild - fara úr uþb 8 milljörðum í uþb 10 milljarða. Hækkunin er mest hjá þeim hjónum sem hafa tekjur á bilinu 3-8 milljónir á ári og þessi hjón geta átt umtalsverða eign í sínu húsi - ólíkt því sem AE heldur fram. Hækkunin er mest um 170.000 og það er reyndar uþb 60% hækkun hjá þessum hópi. Tekjuhærri hópar fá minni hækkun og minnkar hún hlutfallslega í samræmi við hækkaðar tekur. Aðgerðunum er semsé, beint að þeim sem þurfa mest á henni að halda, þeim lágtekju og millitekjufólki.

Vona að þetta skýri málið varðandi vaxtabæturnar.

Kveðja góð,

Hrannar Björn Arnarsson, 25.3.2009 kl. 16:00

14 Smámynd: Ingvar

Jóhanna og Steingrímur eru að breyta íslandi í Iceslave. Með þessum tillögum er verið að fæla fólk úr landi. Það er óþolandi að forsætisráðherra skuli ljúga að almenningi með því að kalla þetta skjaldborg um heimilin. Ef að þetta er allt sem Jóhanna hefur fram að færa þá er hennar tími liðinn.

Vanhæf ríkisstjórn

Ingvar

Ingvar, 25.3.2009 kl. 16:05

15 identicon

Þetta er svo lélegt að maður verður kjaftstopp ! 

Jóhönnu finnst eðlilegt að innheimta að fullu þá  25% verðbólguhækkun sem átt hefur sér stað frá árslokum 2007 og að hún verði borin að mestu af yngri kynslóð fólks sem hefur á undanförnum árum unnið að því að koma sér upp heimili og stofna til fjölskyldu. Þetta fólk fór allt í gegnum viðurkennt greiðslumatsferli þar sem forsendur voru uppsettar m.v. verðbólgumarkmið Seðlabanka Íslands 2,5-4%

Á meðan eiga eigendur verðtryggðu eða erlendu kröfunnar að fá ofurávöxtun á sína fjármuni og taka ekkert á sig.  Er þetta það sem fólk ætlar að kjósa yfir sig á næstunni ?  Látið ekki blekkjast, ljóst að konan er úlfur í sauðagæru.

Allt tal um að verið sé að færa fólki fjármuni til kaupa á vélsleða etc. eins og Gylfi Magnússon nefni í frægri grein er svo ómerkilegur málflutningur að skömm er að.  Eina réttláta aðgerðin gagnvart öllum er að færa skuldir allra á sömu vísitölu og gilti fyrir hrunadansins sem nb. er ekki unga fólkinu að kenna heldur úreltum og ónýtum stjórnmálamönnum sem leyfðu örfáum einstaklingum að aðrræna bankakerfið með fullkomnu eftirlitsleysi þeirra stofnana sem þó bar að gæta að hag okkar almennings.

Gunnar (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 16:14

16 identicon

Þessar aðgerðir heita á mannamáli að setja fólk almenning í landinu í ævilangt skuldafangelsi.  Samfylkinguna skortir þor og hugmyndir.  Hún hefur ekkert fram að færa nema gamaldags lengingu í hengingarólinni.  Ég er viss um að þegar fólk fer að gera sér grein fyrir því að hér er ekki um lausnir að ræða heldur skuldagildru þá muni stuðningur við Jóhönnu og Samfylkinguna fara verulega minnkandi.  Samfylkingin skilur ekki neitt nema tölur úr skoðanakönnunum, því er nauðsynlegt að nefna hana ekki á nafn.  Samtaka nú

Petur (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 16:57

17 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Bull er þetta í Ingvari hér að ofan. Íbúðarlánsjóður hefur ekki fengið afslætti af sínum lánum. Og um 60 til 70% af öllum íbúðalánum er við íbúðarlánasjóð. Og þar sem hann heldur að hann sé að rakka listann sem Hrannar birtir þá væri honum kannski holt að velta fyrir sér ásamt fleirum hvort að þeir í stað 20% lækkunar á höfðustóls lána ´væru þá til í að borga kannski tekjuskatt upp á 40 til 45%. En það er kannski svipuð upphæð og færi í að bæta Íbúðarlánssjóði, bönkum og lífeyrissjóðum þá niðurfærslu á lánum sem 20% þýða. Ríkið og Íbúðarlánasjóður hafa og mun ekki fá neina skuldaeftirgjöf frá kröfuhöfum. Því það væri kallað greiðslufall og eftir það fengi ríkissjóður hvergi lán.

Magnús Helgi Björgvinsson, 25.3.2009 kl. 17:17

18 Smámynd: Offari

Hækkun vaxtabóta um 25% er aðeins ein af mörgum aðgerðum sem ríkisstjórnin hefur þegar samþykkt fyrir sitt leiti. Hafi nálgun hennar farið framhjá þér leyfði ég mér að birta yfirlit yfir þessar aðgerðir hér með: Aðgerðir til stuðnings skuldsettum heimilum 

  1. Skuldajöfnun verðtryggðra lána – 10-20% lægri greiðslubyrði en ella = Lenging lána á ofveðsettum eignum áframhaldandi frysting fasteignamarkaðsins þar til fólk gefst upp.
  2. Frysting og í framhaldi skuldajöfnun gengisbundinna lána – 40-50% lægri greiðslubyrði= Lenging lána á ofveðsettum eignum áframhaldandi frysting fasteignamarkaðsins þar til fólk gefst upp.
  3. 25% hækun vaxtabóta – hjón með 3-8 milljóna árstekjur hækka um rúm 170 þús, úr 314 þús í 487 þús á ári.= Vissulega leið til bóta en enganveginn nægjanleg og fjármögnuð með hærri sköttun svo ekki er víst að 170 þúsund króna hækkunin skili sér til þeirra sem þessi aðgerð nægði því þeir þurfa að borga hærri skatta til að fá þennan pening.
  4. Útgeiðsla séreignasparnaðar – milljón á einstakling, tvær milljónir á hjón=Þetta er einungis frestun á vandanum. Bankarnir hafa náð tölverðum hluta af þessu fé og ríkisjóður á síðan ca 37.2% af þessu fé og getur eignast meir með því að hækka skatta. Vandamálið er hinsvegar hvað á þetta fólk að gera þegar það hættir að vinna sökum aldurs en er enn að borga af húsnæðislánunum sem þau þurftu að framlengja fram í ellina?
  5. Greiðsluvandaúrræði Íbúðalánasjóðs stórefld og samkomulag gert við aðrar fjármálastofnanir um að sömu úrræði gildi þar einnig. = Lenging lána á ofveðsettum eignum áframhaldandi frysting fasteignamarkaðsins þar til fólk gefst upp. Lenging á hengingarólini.
    1. Skuldbreytingalán og lánalengingar um 30 ár í stað 15 áður
    2. Heimild til að greiða bara vexti og verðbætur af vöxtum og frysta höfuðstól í allt að 3 ár.
    3. Heimild til að frysta afborganir í allt að 3 ár.
    4. Ýmsar mildari innheimtuaðgerðir
  6. Greiðsluaðlögun samningskrafna= Lenging lána á ofveðsettum eignum áframhaldandi frysting fasteignamarkaðsins þar til fólk gefst upp.
  7. Lækkun dráttavaxta = Vissulega gott mál. En þegar menn eru byrjaðir að borga dráttarvexti þurfa þeir meir en lækkun dráttarvaxta til að geta borgað skuldirnar.
  8. Skuldfærsla barnabóta uppí skattaskuldir bönnuð= Kom þetta ekki frá fráfarandi ríkisstjórn?
  9. Skuldfærsla hverskonar inneigna hjá ríkinu uppí afborganir Íbúðalánasjóðs afnumdar= Gott mál en bætir ekki það að viðkomandi er þá líklega hættur að geta borgað skuldir sínar þegar svo er komið.
  10. Frestun nauðungaruppboða fram til loka ágúst = Frestun á fasteignaverðslækkun það mun líklegra að eitthvað fáist fyrir fasteignir ef jöfn dreifing er á markaðnum en að skella öllum fasteignum á uppboð í ágúst þýðir einfaldlega of snöggt offramboð.
  11. Lenging aðfarafresta úr 15 dögum í 40 =Gott mál en ég get ekki séð að það breyti neinu..
  12. Aukin stuðningur aðstoðarmanns og leiðbeiningaskylda vegna gjaldþrota = Gott mál en ég get ekki séð að það breyti neinu..
  13. Greiðsluaðlögun fasteingaveðlána= Lenging lána á ofveðsettum eignum áframhaldandi frysting fasteignamarkaðsins þar til fólk gefst upp.
  14. Heimild til Íbúðalánasjóðs til að leigja fyrri eigendum húsnæði sem sjóðurinn eignast á uppboðum. =Lækkun leiguverðs sem mun hafa keðjuverkandi áhrif á þá sem valið hafa þá leið að leigja fasteignir sínar til að geta staðið í skilum með sínar skuldir. Þetta þýðir einfaldlega að fleir verða gjaldþrota.
 

Þessi 14 liða aðgerðapakki geri í raun bara tvær úrbætur. Hún lækkar húsaleigu og fasteinaverð um 40-60%. Það  þurfti í raun ekkert að gera til þess að gera þær úrbætur svo ég tel því þessar aðgerðir gagnslausar.

 

20% afskriftaleiðin í einum lið gerir því mun meira en 14 liða pakkinn.

1.       Lækkar fasteignaverð að vísu ekki eins mikið og 14 liða aðgerðin en mun líklega lækka fasteignaverð um 20-30%

2.       Lækkar leiguverð um 20-30%

3.       Affrystir fasteignamarkað þannig að þeir sem keyptu sér of dýrt geta mögulega skipt í ódýrara.

4.       Færir veðsetningu nær raunverulegri eigna stöðu.

5.       Kemur í veg fyrir fjölda gjaldþrota.

6.       Eykur lífslíkur bankana stórlega.

7.       Endurnýjar traust á veðlán.

8.       Flýtir fyrir endurræsingu hagkerfisins

9.       Lækkar fasteignagjöld.

  

Svona má eflaust lengi telja áfram ég hef því meiri trú á að afskriftir hjálpi heimilum meir er lenging skuldafangelsisins. En það má vel vera að ég hafi rang fyrir mér.

Offari, 25.3.2009 kl. 17:53

19 identicon

1. Skuldajöfnun verðtryggðra lána – 10-20% lægri greiðslubyrði en ella

Gerir ekki neitt annað en að lengja í hengingarólinni. Lán sem var áður til 40 ára greiðist nú upp á 40 til 100 árum, með verðbótum. Einnig hefur skuldarinn fyrirgert rétti sínum lagalega séð til að krefjast úrbóta eftir á auk þess sem að hann fellst á að þær kvaðir sem óstjórn fjármálakerfis Íslands hefur skellt á herðar hans. Það sem er komið verður aldrei leiðrétt. Ef að ríkisstjórnin beitti sér fyrir því að leiðrétta skuldastöðu almennings í stað þess að reyna að finna leiðir til að láta fólk borga og halda þar með úti langt um dýrara neyslu/hagkerfi en þörf er á, þá þyrfti ekki að koma til þessarar kerfisbreytingar.

2. Frysting og í framhaldi skuldajöfnun gengisbundinna lána – 40-50% lægri greiðslubyrði

Algjör skammtímalausn og í raun ekkert annað en bjarnargreiði því þegar lántakandinn samþykkir þessa breytingu fyrirgerir hann rétti sínum til að krefjast bóta vegna þeirrar stöðu sem hann er í í dag. Með því að samþykkja þessa breytingu fellst lántakandinn jafnframt á að þær kvaðir sem óstjórn í fjármálum þessa lands sem við búum í hefir skellt á herðar hans, að þær skuldir sem hvíla á herðum hans vegna falls bankanna og aðgerða fjármálastofnanna sem og ríkisstjórnarinnar, skuli aldrei leiðréttar. Ef að ríkisstjórnin beitti sér fyrir því að leiðrétta skuldastöðu almennings í stað þess að reyna að finna leiðir til að láta fólk borga og halda þar með úti langt um dýrara neyslu/hagkerfi en þörf er á, þá þyrfti ekki að koma til þessarar kerfisbreytingar. 

3. 25% hækkun vaxtabóta – hjón með 3-8 milljóna árstekjur hækka um rúm 170 þús, úr 314 þús í 487 þús á ári.

Þetta er fyrst og fremst kerfisleg breyting en engin raunveruleg lausn á vandanum. Ekki einu sinni heill dropi í hafið. Aukningin fyrir hjónin sem eru nefnd í þessu dæmi nemur 14 þúsund krónum á mánuði en það dugir tæplega fyrir afborgun af 2 milljónum í dag. Þeir sem skulduðu um 10 milljónir fyrir fall bankanna skulda tæpar 12 milljónir í dag. Þeir eru því að koma út á sléttu við þessa aðgerð (hvaða fólk skyldi nú skulda um 10 milljónir í húsunum sínum í dag).

4. Útgreiðsla séreignasparnaðar – milljón á einstakling, tvær milljónir á hjón

Þetta er ekki raunverulegt úrræði. Á sama tíma og ríkisstjórnin hefur tryggt fjármagnseigendum á íslandi sem eiga í banka 3 milljónir eða meira alla þeirra fjármuni er ætlast til þess að skuldarar skuli brenna sinn sparnað upp í skuldir. Þetta getur ekki talist til hagsbóta fyrir neina aðra en fjármálastofnanir sem hafa með þessu betra aðgengi að skuldurum. 

5. Greiðsluvandaúrræði Íbúðalánasjóðs stórefld og samkomulag gert við aðrar fjármálastofnanir um að sömu úrræði gildi þar einnig.

5.1. Skuldbreytingalán og lánalengingar um 30 ár í stað 15 áður

Það er engin raunveruleg lausn fólgin í því að hneppa Íslendinga í skuldafangelsi um aldur og æfi. Eina raunverulega lausnin snýst um að leiðrétta þá stöðu sem upp er komin í samfélaginu í dag. Skuldbreyting = Samþykki fyrir núverandi stöðu = Óréttlæti.

5.2. Heimild til að greiða bara vexti og verðbætur af vöxtum og frysta höfuðstól í allt að 3 ár.

Kerfisbreyting. Hér er verið að reyna að fá lántakendur til að ganga að samningaborðinu og taka á herðar sér þær birgðar sem að aðgerðir bankamanna og ríkisstjórnarinnar undanfarin ár hafa valdið.

5.3. Heimild til að frysta afborganir í allt að 3 ár.

Kerfisbreyting. Hér er verið að reyna að fá lántakendur til að ganga að samningaborðinu og taka á herðar sér þær birgðar sem að aðgerðir bankamanna og ríkisstjórnarinnar undanfarin ár hafa valdið.         

5.4. Ýmsar mildari innheimtuaðgerðir

Kerfisbreyting. Hér er verið að reyna að fá lántakendur til að ganga að samningaborðinu og taka á herðar sér þær birgðar sem að aðgerðir bankamanna og ríkisstjórnarinnar undanfarin ár hafa valdið. Ef að ríkisstjórnin beitti sér fyrir því að leiðrétta skuldastöðu almennings í stað þess að reyna að finna leiðir til að láta fólk borga og halda þar með úti langt um dýrara neyslu/hagkerfi en þörf er á, þá þyrfti ekki að koma til þessarar kerfisbreytingar.

 
6. Greiðsluaðlögun samningskrafna

Kerfisbreyting. Ef að ríkisstjórnin beitti sér fyrir því að leiðrétta skuldastöðu almennings í stað þess að reyna að finna leiðir til að láta fólk borga og halda þar með úti langt um dýrara neyslu/hagkerfi en þörf er á, þá þyrfti ekki að koma til þessarar kerfisbreytingar.

7. Lækkun dráttavaxta

Það var Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sem ber að þakka þetta. Þetta er skref í rétta átt og það er alveg ljóst að engu máli skiptir hver er í brúnni á Alþingi eða Seðlabanka Íslands þegar ákvarðanir um vexti eru teknar. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn ræður!

 8. Skuldfærsla barnabóta uppí skattaskuldir bönnuð

Kerfisbreyting. Ef að ríkisstjórnin beitti sér fyrir því að leiðrétta skuldastöðu almennings í stað þess að reyna að finna leiðir til að láta fólk borga og halda þar með úti langt um dýrara neyslu/hagkerfi en þörf er á, þá þyrfti ekki að koma til þessarar kerfisbreytingar.

9. Skuldfærsla hverskonar inneigna hjá ríkinu uppí afborganir Íbúðalánasjóðs afnumdar

Ef að ríkisstjórnin beitti sér fyrir því að leiðrétta skuldastöðu almennings í stað þess að reyna að finna leiðir til að láta fólk borga og halda þar með úti langt um dýrara neyslu/hagkerfi en þörf er á, þá þyrfti ekki að koma til þessarar kerfisbreytingar.

10. Frestun nauðungaruppboða fram til loka ágúst

Ef að ríkisstjórnin beitti sér fyrir því að leiðrétta skuldastöðu almennings í stað þess að reyna að finna leiðir til að láta fólk borga og halda þar með úti langt um dýrara neyslu/hagkerfi en þörf er á, þá þyrfti ekki að koma til þessarar kerfisbreytingar.

11. Lenging aðfarafresta úr 15 dögum í 40

Ef að ríkisstjórnin beitti sér fyrir því að leiðrétta skuldastöðu almennings í stað þess að reyna að finna leiðir til að láta fólk borga og halda þar með úti langt um dýrara neyslu/hagkerfi en þörf er á, þá þyrfti ekki að koma til þessarar kerfisbreytingar.

12. Aukin stuðningur aðstoðarmanns og leiðbeiningaskylda vegna gjaldþrota

Ef að ríkisstjórnin beitti sér fyrir því að leiðrétta skuldastöðu almennings í stað þess að reyna að finna leiðir til að láta fólk borga og halda þar með úti langt um dýrara neyslu/hagkerfi en þörf er á, þá þyrfti ekki að koma til þessarar kerfisbreytingar.

13. Greiðsluaðlögun fasteignaveðlána

Ef að ríkisstjórnin beitti sér fyrir því að leiðrétta skuldastöðu almennings í stað þess að reyna að finna leiðir til að láta fólk borga og halda þar með úti langt um dýrara neyslu/hagkerfi en þörf er á, þá þyrfti ekki að koma til þessarar kerfisbreytingar.

14. Heimild til Íbúðalánasjóðs til að leigja fyrri eigendum húsnæði sem sjóðurinn eignast á uppboðum.

Ef að ríkisstjórnin beitti sér fyrir því að leiðrétta skuldastöðu almennings í stað þess að reyna að finna leiðir til að láta fólk borga og halda þar með úti langt um dýrara neyslu/hagkerfi en þörf er á, þá þyrfti ekki að koma til þessarar kerfisbreytingar.

 
MIÐAÐ VIÐ ÞESSA PUNKTA SEM AÐ NEFNDIR ERU TIL SÖGUNNAR SEM AÐGERÐIR RÍKISSTJÓRNARINNAR ER ALVEG LJÓST AÐ ÞAÐ ER HIMINN OG HAF Á MILLI ÞESS SEM AÐ ALMENNINGUR Í LANDINU OG RÍKISSTJÓRNIN TELUR VERA AÐGERÐIR TIL BJARGAR HEIMILUM LANDSINS. 

ÞAÐ ER EINNIG LJÓST AÐ RÍKISSTJÓRN LANDSINS GAF SÉR KOLRANGAR FORSENDUR ÞEGAR HÚN REIKNAÐI SIG Á ÞANN STAÐ SEM HÚN ER NÚNA. ÞESSAR AÐGERÐIR ERU EKKI TIL AÐ HJÁLPA HEIMILUM LANDSINS UM ÓKOMNA TÍÐ, ENDA VORU HELSTU RÁÐGJAFAR HENNAR BANKAMENN (sbr. Rás2, Jóhanna Vigdís, 29.01.2009, sem fylgdist beint með hverjir mættu á fund ríkisstjórnarinnar).

AÐ LOKUM

HEIMILI LANDSINS KREFJAST RÉTTLÆTIS! EKKI EINHVERRA LEIÐA TIL AÐ SÆTTA SIG VIÐ ÞAÐ HVERNIG FYRRI RÍKISSTJÓRN ÁSAMT FJÁRMÁLAGLÆPAMÖNNUM KOM ÞJÓÐINNI FYRIR KATTARNEF.

kristinn (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 18:14

20 identicon

Nákvæm og góðu útlistun hjá hjá þér Kristinn.  Með öðrum orðum -
ríkisstjórnin er ekki með eina  haldgóða aðgerð sem gagn er að.  Allar
þessar tillögur ganga út á að hneppa fólk í ævilangt skuldafangelsi með
þeirri óhamingju sem það mun kalla yfir ungt fólk í landinu.  Þeir sem það
geta munu forða sér af landi brott en aðrir sjá lítinn tilgang í
skuldabaslinu. 

Að eigna sér svo  það sem úrræði, að fólk fái að taka út eigin sparnað er
slík ósvífni að jafngildir blautri tusku í andlit fólks.  

Það er ekkert minna en lífshamingja okkar Íslendinga sem er í húfi ef fólk
sem er svona þenkjandi  heldur hér völdum.

Gunnar (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 18:46

21 identicon

Eftir því sem ég sé frekari útlistingar á þessum "björgunaraðgerðum" sé eg betur og betur hversu vonlaust verður að lifa í þessu blessaða landi.  það á að festa (tugi) þúsundir fjölskyldna í skuldafangelsi hér á landi næstu áratugina.  Með góðu eða illu á að vinda hverja einustu krónu út úr íslenskum almenning.

Því miður þá er ég alltaf að sjá betur og betur að eina leiðin til að eignast líf handan skuldamúranna er að hætta að borga af öllum lánum eða byrja ekki að borga aftur þegar lánafrystingu líkur.  þegar bankinn svo ber fjölskylduna út þá verður ástandið í Skandinavíu  og Evrópu allri vonandi farið að skána svo það eina í stöðunni er að pakka fjölskyldunni og búslóðinni í gám og yfirgefa klakann ef maður  á að eiga einhverja von um framtíð búandi við fjárhagslegt sjálfstæði.

Það eina sem hægt er að ganga að sem vísu er það að þeir sem tóku kúlulán upp á milljarð til að kaupa hlutabréf í glæpafélögum fá alltsaman fellt niður og þurfa engar áhyggjur að hafa, en við hin sem í bjartsýni okkar vorum svo heimtufrek að halda að við gætum eignast þak yfir höfuðið erum blóðmjólkuð þangað við erum komin á ellistyrk.

Hverslags endemis fávitar er þetta fólk sem kemur með hengingarólina og spyr mann hvort hún eigi að vera einn eða tveir metrar á lengd og botnar svo ekkert í því að fá ekki þakkir af því að maður megi ráða hvort hengingin er hröð eða hæg.

Maron Bergmann (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 21:06

22 identicon

Hrannar, þú átt að fara með heimilisruslið út í tunnu en ekki að henda því hér inn á bloggið.

Haraldur Aðalbjörn (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 22:22

23 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Flott hjá ríkisstjórninni og ég fagna því hversu vel stjórnin hefur unnið að úrbótum eftir hrunið. Er ég sannfærður um að þetta muni skila árangri Hrannar minn og bæta ástandið töluvert er fram líða stundir.

Hilmar Gunnlaugsson, 25.3.2009 kl. 22:34

24 Smámynd: Haraldur Hansson

Liður 3 gengur ekki upp. Ekki ef bráðabirgðaákvæði skv. þingskjali 798, dagsett í gær, ratar inn í frumvarpið og verður að lögum. Ég dreg stórlega í efa að það standist stjórnarskrá.

Haraldur Hansson, 25.3.2009 kl. 23:10

25 Smámynd: Þór Jóhannesson

Merkilegt hvað IP-tölurnar úr Valhöll eru lélegar í niðurrifi sínu með hálfkveðnar vísur og upphrópanir um eitthvað sem þeir hafa greinilega ekki hugmynd um.

Frábært að hér er komin ríkisstjórn sem kann að skilja á milli raunveruleikans og upphrópunum auðvalds- og spillingarflokkanna um töfralausnir.

Til hamingju Ísland að vera laus við þau myrku öfl - er kenna sig við sjálfstæði annars vegar og framsókn hins vegar - sem komu þjóðina í þessa skelfilegu stöðu til að byrja með.

Þór Jóhannesson, 25.3.2009 kl. 23:25

26 identicon

Þór er greinilega blindaður af ljóma Jóhönnu og sér ekki að þessar aðgerðir gagnast nær engum. Þær eru greinilega útsettar með þeim hætti að þær eiga að virka sem gott PR stunt en eru annars innihaldslausar.  Með innihaldsleysinu á ég við að þær lágmarka kostnað og setur fleiri á hausin, en ef Samfylkingin hefði viljað hjálpa til.

Svo les maður skoðanakannanir og sér að maður er ofurliði borin af fólki sem áttar sig ekki á því, hvað er verið að kalla yfir þjóðina.  En gott og vel, fyrir okkur smælingjana sem tóku gengistryggð lán, þá þýðir það gjaldþrot og landflótti.  Verst hvað við erum mörg, yfirleitt hámenntuð í góðum störfum sem gætu gagnast þjóðinni. 

En Þór, settu nú upp sólgleraugun svo þú blindist ekki af ljóma Jóhönnu.

Árni (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 08:38

27 Smámynd: Hrannar Björn Arnarsson

Sæl aftur.

Það er ljóst að sitt sýnist hverjum - óhætt að segja það !

Má til með að vísa á málefnalega grein um þessi mál eftir einn af spúttnikkum sjálfstæðisflokksins - Þórlind Kjartansson.

http://blog.eyjan.is/thorlindur/

Hann og Tryggvi Þór eru ekki alvega á sömu línunni...

Sýnist Þórlindur vera á svipaðri línu og Pétur Blöndal og Elliði í Eyjum.

Kveðja góð,

Hrannar Björn Arnarsson, 26.3.2009 kl. 11:17

28 Smámynd: Þór Jóhannesson

Nafnlausar bleyður úr Valhöll kalla sig ýmsum nöfnum og hér er einn að ofan sem kallar sig Árni en ég verð að svara þessari bleyðu þó ég geri það ekki að vana mínum að svara svona heiladauðum einstaklingum sem dýrka kvalara sína undir felunöfnum.

Málið er að tvennt skýrir hugsanagang hjarðarinnar úr víggirtri höllinni:

1) að allir sjái Jóhönnu í einhverjum dýrðarljóma sem skilja að töfralausningar frá auðvalds- og spillingarflokknum eru hættulegar framtíð þjóðarinnar. Ef þú læsir bloggið mitt myndirðu vita að þú hefur kolrangt fyrir þér með hvar ég stend í pólitík þó ég kunni að meta það sem hinn ágæti Forsætisráðherra Jóhanne hefur gert fyrir þessa sárþjáðu þjóð (vegna viðurstyggilegrar Stjórnar Sjálfstæðisflokks í 18 ár) - sem ætti að vera næg ástæða fyrir alla til að velja ekki yfir þjóðina siðlaustan frjálshyggjukapítalismann að nýjua!

Þór Jóhannesson, 26.3.2009 kl. 14:15

29 identicon

Sæll Hrannar. 

Þú hefur ekki svarað því efnislega af hverju eigi að velta bankahruninu á ungu kynslóðina sem nýverið hefur komið sér upp heimili og gekk í gegnum viðurkennt greiðslumatsferli ?  Er það þannig sem við viljum hlúa að ungu kynslóðinni ?

Hvað réttlætir það að eigandi verðtryggðar kröfu fái ofurávöxtun á sína fjármuni í kjölfar hrunsins en skuldarinn þurfi að bera alla ábyrgð ?

Verandi bæði kröfueigandi og skuldari finndist mér eðlilegt að mætast á miðri leið með því að stilla kröfuna af m.v. vísitölu í ársbyrjun 2008.

Gunnar (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 14:39

30 Smámynd: Hrannar Björn Arnarsson

Gunnar

Þú virðist misskylja mig herfilega ef þú telur að ég vilji að unga kynslóðin beri kostnaðinn af hruninu umfram aðra. Tillögur um flata niðurfellingu ganga hinsvegar út á það í raun - taka hundruð milljarða í lan núna, til að greiða öllum, hvort sem þeir hafa orðið fyrir tjóni eða þurfa á stuðningi að halda. Komandi kynslóðir yrðu að bera kostnaðinn af því þjóðargjaldþroti sem slíkt myndi hafa í för með sér.

Þá er ég líka óssamál þér um það að að eigendur verðtryggðra bréfa fái einhverja ofurávöxtun á sína bréf. Þó vissulega hækki höfuðstóllinn með verðtryggingunni, þá er raunveruleg ávöxtun þeirra aðeins vextirnir. Fyrir höfuðstólinn geta þeir keypt nákvæmlega það sama fyrir og eftir verðbólgubálið - að meðaltali. Út á það gengur nú einmitt verðtryggingin, að tryggja að upphæð lánsins verði jafn verðmæt allan lánstímann, og vextirnir komi til viðbótar.

Þannig er það reyndar einnig gagnvart lántakanum. Hann getur keypt jafn mikið fyrir það sem hann skuldar og hann skuldar eftir að verðbæturnar hafa hlaðist á höfuðstólinn - að meðaltali.

Ég átta mig hinsvegar vel á því að þessi misserin á þetta ekki við um húsnæði, enda lækkar það á sama tíma og annað verlag hækkar. Eftir fimm til sex ár verður þetta breytt og húsnæðisverð mun þá líklega hafa náð verðlagsþróun á ný. Við skulum líka muna að undanfarin 10-15 ár hefur húsnæðisverð hækkað talsvert umfram verðlag - það kvörtuðu fáir þá undan verðtryggingu - eðlilega.

Kveðja góð,

Hrannar Björn Arnarsson, 26.3.2009 kl. 17:38

31 identicon

Misskil þig ekki á nokkurn hátt.  Enda eldri en tvævetur.

Ungt fólk mun bera þetta tjón að mestu af þeirri einföldu ástæðu að það fólk hefur keypt á bólutímabilinu þegar fasteignaverð var hvað hæst og lánin því einnig.  Eldra fólk eins og ég sjálfur verð fyrir óverulegum skakkaföllum þar sem ég hef getað notað "góðærið" til að greiða að miklu leyti niður mínar skuldir. 

Vissulega er það ofurávöxtun sem á sér stað hjá eiganda verðtryggðs skuldabréfs ef við berum það saman við aðra ávöxtunarkosti.  Í dag er hægt að fá miklu meiri fjárfestingu fyrir hverja milljón en fyrir hrunið.  Þeir sem eiga verulega verðtryggða fjármuni geta nú keypt fasteignir og fyrirtæki á brunaútsölu.   Allt tal um stórkostlega eignatilfærslu ef gerð yrði leiðrétting á neysluverðsvísitölunni er algjör afbökun á raunveruleikanum.  Eignatilfærslan átti sér stað með hruninu og arðrændi venjulegt ungt fólk.

Það er svo í besta falli villandi málflutningur og í versta falli hrein og klár blekking að blanda saman leiðréttingu húsnæðisskulda einstaklinga og fjárhaglegri endurskipulagningu lífvænlegra fyrirtækja.

Gunnar (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 18:35

32 identicon

Hrannar Björn, hvað ætlið þið að gera fyrir fólk sem á um sárt að binda?  Fólk sem lenti e.t.v. í atvinnuleysi eða tekjuskerðingu?  Fólk sem sér ekki fram á að halda húsinu sínu?  Þið talið eins og fólk þurfi að læra sína lexíu.  Fyrirgefðu en fólk gerði sér ákveðnar væntingar út frá launum sínum og þeim upplýsingum sem yfirvöld gáfu.  Sagði Samfylkingin ekki í síðustu ríkisstjórn oft og mörgum sínum að það væri í lagi í með bankana!  Er ekki sökin þeirra er sátu í ríkisstjórn og sögðu þjóð sinni að allt væri í lagi?  Bankarnir sögðu líka við fólkið að allt væri í lagi!  Þið hafið sagt að það eigi að hjálpa þeim sem þurfa hjálp, gott og vel hvað á að gera fyrir þá sem þurfa hjálp og þessar aðgerðir duga ekki fyrir.  Verðhjöðnun getur verið hættuleg ef verðlag fellur þannig að raunvextir hækka mundu það!  Enda eru ekki miklar líkur á langvarandi verðhjöðnun hér.  Þú hefur hamrað töluvert á því að verðhjöðnun muni bæta hag þeirra sem eru með verðtryggð lán!  Arnór aðstoðarbankastjóri Seðlabankans er þér ósammála!  Þannig að þú getur hætt að tala um verðhjöðnun og notað hana sem lausn!  Ég upplifi að flestir þeir hagfræðingar sem Samfylking notast við séu allir steyptir í sama mót!  Þetta getur orðið þjóðinni mjög hættulegt!  Við þurfum ólíka einstaklinga sem móta sanngjarna sýn!  Það á ekki að refsa fólki fyrir það eitt að trúa því að hér hafi allt verið í himnalagi.  Ábyrgð þessarar og fyrrverandi ríkisstjórnar er mikil! 

Beta (IP-tala skráð) 29.3.2009 kl. 11:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband