Ferskleiki og jafnræði kynja á listum Samfylkingar

Þá hefur Samfylkingin lokið prófkjörum sínum í öllum kjördæmum. Niðurstaðan um efstu sætin liggur fyrir og ljóst að mikil endurnýjun hefur átt sér stað og konur verulega styrkt stöðu sína í forystusveit flokksins. Mér er til efs að svo stór flokkur hafi áður gengið í gegnum eins mikla endurnýjun í aðdraganda kosninga í annan tíma.

Ef horft er til 30 efstu sætanna á listum SF 2007 og sömu sæta samhvæmt niðurstöðum prófkjöranna eru fimmtán nýir að koma inn í forystusveitina. Þetta er rúmur helmingur hópsins (53%) og er þá ekki liltið til þess að enn fleiri hafa aðeins verið í forystusveitinni í tvö ár - komu nýir inn við síðustu kosningar.

Ef aðeins er litið til þeirra 18 sæta sem síðast gáfu þingsæti eru sjö þingmenn algerlega nýir og tveir til viðbótar hófu sinn þingmannsferil fyrir tveimur árum.

En hvernig skyldi kynjabókhaldið líta út ?

Eftir síðustu kosningar voru tólf karlar og sex konur í þingflokki SF. Hlutfall kynjanna var því 67/33 körlunum í hag. Verði úrslit komandi kosninga eins fyrir Samfylkinguna og sömu þingsæti falli henni í skaut, munu níu konur skipa þingflokkinn og níu karlar. Yrði það niðurstaðan yrði það í fyrsta sinn í íslandssögunni sem svo fjölmennur þingflokkur hefði á að skipa jöfnu hlutfalli kynja.

Mér sýnist því óhætt að fullyrða að krafan dagsins um endurnýjun og aukin hlut kvenna hafi endurspeglast vel í úrslitum prófkjara Samfylkingarinnar. Þau hafa skilað Samfylkingunni öflugum liðstyrk nýrra félagsmanna og sú félagslega virkni sem einkennt hefur þjóðfélagið undanfarin misseri hefur fundið sér farveg innan hreyfingar jafnaðarmanna. Sú staðreynd er í góðu samræmi við vaxandi fylgi Samfylkingarinnar í skoðanakönnunum.

Nú þarf Samfylkingin að kjósa sér öflugan formann og varaformann, halda áfram að brillera í ríkisstjórn og þá eru henni allir vegir færir í næstu kosningum. Ætli hennar tími sé kominn ?

Pælum í því !

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Gott mál

Helgi Jóhann Hauksson, 16.3.2009 kl. 02:17

2 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Þið eigið hrós skilið hvað þetta varðar, það er satt

Kolbrún Baldursdóttir, 16.3.2009 kl. 18:05

3 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Ég fagna jöfnum kynjakvóta Samfylkingarinnar og vil hrósa ykkur fyrir vel unnin störf í jafnréttisbaráttunni.

Hilmar Gunnlaugsson, 16.3.2009 kl. 21:23

4 Smámynd: Guðrún Katrín Árnadóttir

Ég verð að viðurkenna að ég er stoltari af ykkur sunnlendingunum en okkur í Norðausturkjördæmi. Ef þetta skiptist nokkuð jafnt á þinginu í heild þá getur maður sætt sig við það.

Guðrún Katrín Árnadóttir, 16.3.2009 kl. 22:53

5 Smámynd: Héðinn Björnsson

Ég vil benda á hverjir munu leiða lista ykkar:

  • Kristján Möllar
  • Björgvin G. Sigurðsson
  • Árni Páll Árnason
  • Jóhanna Sigurðardóttir
  • Guðbjartur Hannesson
  • Össur Skarphéðinsson

Þarna eru 5 karlar af 6, engin nýliðun og enginn sem hefur tekið af skarið og sagt að það hafi verið mistök að vinna með Sjálfstæðisflokknum eða verið tilbúin að taka á sig nokkura sök vegna þess efnahagshruns sem gerist á þeirra vakt og þar sem þau störfuðu sem auglýsingadúkkur fyrir auðvaldið.

Ég vil að mynduð verði félagshyggjustjórn eftir komandi kosningar en þið Samfylkingarfólk verðið að fara að gera upp samvinnustefnu Samfylkingarinnar við auðvaldið og flokk þess. 

Héðinn Björnsson, 17.3.2009 kl. 11:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband