9.3.2009 | 22:27
Málþóf sjálfstæðismanna gegn lýðræðinu
Politískt innræti þingmanna Sjálfstæðisflokksins kemur berlega í ljós þessa dagana. Í fjölmiðlum kvarta þeir sáran yfir aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar en í þingsölum berjast þeir með málþófi gegn framgangi mála sömu ríkisstjórnar.
Þetta telja þeir sig komast uppmeð og treysta bersýnilega á þöggun fjölmiðla á málinu. Þeirra menn enda á öllum póstum og yfirleitt dugar það langt í aðdraganda kosninga.
Í allan dag hafa þingmenn Sjálfstæðisflokks raðað sér í ræðustólinn, flutt sömu ræðurnar með mismunandi orðalagi, lesið greinargerðir, minnisblöð og texta hvor eftir annan i samhengislausum orðaflaum. Þeir hafa meira að segja gengið svo langt að spyrja hvorn annan út úr um ræður hvors annars - eithvað sem ætti að eiga heima á þingflokksfundum sjálfstæðismanna en ekki í ræðustól Alþingis.
Ég hvet menn til að fylgjast með leikritinu á meðfylgjandi slóð: http://www.althingi.is/vefur/netvarp.html
Tilgangur Sjálfstæðismanna er að koma í veg fyrir að þau 39 þingmál sem ríkisstjórnin hefur samþykkt til umfjöllunar á Alþingi, nái fram að ganga.
Þeir vilja lýðræðisumbæturnar feigar.
Þeir vilja aðgerðir til bjargar heimilunum feigar.
Þeir vilja aðgerðir til að efla atvinnulífið feigar.
Sjálfstæðismönnum dugar ekki að ríkisstjórnarflokkarnir séu með minnihluta þingmanna á bak við sig og þurfa því á stuðningi annarra flokka að halda, heldur þurfa Sjálfstæðismenn að beita málþófi til að berjast gegn góðum málum ríkisstjórnarinnar.
Nú vantar ekki verkstjórnina hjá Sjálfstæðismönnum - þeir kunna til verka þegar þarf að drepa góð mál.
Pælum í því !
Athugasemdir
Heyr, heyr!
Þór Jóhannesson, 9.3.2009 kl. 22:44
Ég tel afar mikilvægt að Sjálfstæðisflokkurinn styðji núverandi ríkisstjórn enda þarf hún á þeim mikilvæga stuðningi að halda til að geta unnið að úrbótum á efnahagslífinu.
Hilmar Gunnlaugsson, 9.3.2009 kl. 22:55
Ég er sammála því að Sjálfstæðisflokkurinn sé að beita málþófi.
Hörður Jónasson, 10.3.2009 kl. 00:53
Ég er líka með aðgerðaáætlun í tugum liða. Hún byggist hinsvegar á peningum sem bólar ekkert á í bankakerfinu.
Að tónlistarhús sé það eina sem eftir þessa ríkisstjórn liggur, hlýtur að teljast aumt -á alla mælikvarða.
Það þorir enginn að taka slaginn og ábyrgðina. Þess vegna er verið að sníða belti og axlabönd á misstóra ráðherra og einskis nýta þingmenn. Á meðan falla fyrirtækin hvert af öðru, en alltaf gott að geta kennt öðrum um. við verðum öll í sömu súpunni í maí úr því sem komið er -naglasúpunni, þar sem sumir hafa enga möguleika á að bæta hana með því sem ekki fæst, en þingmenn með því sem hendi er næst.
Björn Finnbogason, 10.3.2009 kl. 11:43
Geir Haarde fer ekkert í launkofa með það þessa dagana að hann vill ekki rannsóknir á bankahruninu, né nokkrar aðgerðir eða rannsóknir almennt og sauðheimsk hjörð hans fylgir honum í blindni.
Stefán (IP-tala skráð) 10.3.2009 kl. 15:07
Það er augljóst að stuðningsmaður auðvaldsflokksins Björn Finnbogason hefur ekki kynnt sér hlutina vel hjá þessari öflugu og verkfúsu ríkisstjórn sem nú hefur komið fleiri réttlætis- og björgunarmálum í kring en 4 mánaða aðgerðarleysisstjórnin gat gert vegna verkkvíðins forsætisráðherra Sjálfstæðisflokksins.
Merkilegast er að nú reyna Sjálfstæðismenn að tefja framgang lýðræðis og réttlætis með málþófi á máli sem þeir voru þó fylgjandi - en daginn eftir tala þeir um að það sé ekki nægur tími til stefnu því það þurfi að undirbúa kosningar.
Hinum flokkunum virðist þó ganga ágætlega að undirbúa kosningar bak við tjöldin og hafa margir hverjir ýmist haldið prófkjör eða forvöl með góðum árangri án þess að það hafi komið niður á störfum sömu einstaklinga á þingi.
Merkilegur þessi tvískilningur í öllu sem snýr að auðvaldsflokknum. Kannski það þurfi að halda námskeið fyrir þetta fólk um að svart sé í raun svart og hvítt sé í raun hvítt - a.m.k. reyna þeir ávalt að halda því fram að svart sé hvítt og hvítt sé svart þegar kemur að góðum og þörfum verkum hinnar öflugu vinstristjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur með styrkum stuðningi Steingríms J. Sigfússonar.
Þór Jóhannesson, 10.3.2009 kl. 15:53
Jæja þá, er umræða [málþóf] á hinu háa Alþingi nú allt í einu orðið ólýðræðislegt. En hvað heitir það þegar vinstri flokkarnir beita slíku ?? Hingað til hafa þeir kallað það lýðræðislegar umræður. Það er víst ekki sama hver er !!!
Tómas Ibsen Halldórsson, 10.3.2009 kl. 16:54
Þú er alltaf jafn málefnalegur Hrannar eða þannig. Ert þú búinn að gleyma umræðunni um vatnalögin, þegar Samfylkingin hélt uppi fáránlegu málþófi, eða fjölmiðlalögunum þar sem verðið að taka á ykkur höfuðábyrgð ásamt forseta Íslands á útrásar ruglinu þið voruð helstu stuðningsmenn þotuliðsinns enda styrkt af Baugi.
Ómar Sigurðsson (IP-tala skráð) 10.3.2009 kl. 16:56
Það er eitt að beita málþófi í pólitískum tilgangi og sjálfsagður réttur - en það er annað að beita málþófi þegar verið er að vinna björgunaraðgerðir á sökkvandi þjóðarskútunni!
Ef þú sérð ekki muninn þarna á milli Tóma "auðvaldssinni" Ibsen þá segir það meira um siðferði þitt en fleiri orðum tekur að eyða á.
Og Ómar "Baugsmaður" Sigurðsson ef þú ert að eitthvað að misskilja Baugsveldið þá eru bæði Jón Ásgeir og Jóhannes farið hans miklir Sjálfstæðismenn og hafa ávalt verið - eru bara ekki í Davíðsarminum ógurlega. Þú ættir e.t.v. að sjá hvaðan Guðlaugur Þór fékk allt féð í prófkjörsbaráttunni við Björn Bjarnason á sínum tíma - en það er auðvitað ekki hægt enda allt bókhald lokað og læst á þeim bænum!
Þór Jóhannesson, 10.3.2009 kl. 17:06
er það að bjarga þjóðarskútunni Þór að brjóta stjórnarskránna?
er það að bjarga þjóðarskútunni að spá að breyta kosningarlögunum rétt fyrir kosningar?
er það að bjarga þjóðarskútunni að breyta stjórnarskránni og stjórnskiptulagsreglum þegar efnahagslíf landsins er á vonarvöl?
hættið þessu bulli. þessi ríkisstjórn hefur ekki komið neitt til að bjarga heimilunum. það eina sem ríkistjórnarflokkarnir hugsa um er að auka vald og vægi ráðherrana í þessari sannkölluðu framkvæmdarvalsstjórn þar sem vægi þingsins og mikilvægi er ekkert. það sannaðist þegar þingið var leyst upp útaf málefnaumræðu í einni nefnd.
að það sé gert hlé á þingstörfum útaf einni nefnd? þetta var árás á lýðræðið í landinu og þið gungurnar sem sjáið ekki útfyrir flokkspólitískarlínur þorið ekki að horfast í augu við það.
en það er eins með alla vinstrimenn. þeir tala hátt um lýðræði þegar þeir þurfa ekki að standa við stóru orðin en um leið og þeir komast að völdum er það fyrir þeim.
já sumir eru bara jafnari en aðrir.
Fannar frá Rifi, 10.3.2009 kl. 20:19
Málþóf er engum til sóma. Það er bara ekkert málefnalegt við þetta þing, ekkert lýðræðislegt við þessa ríkisstjórn og það sem verst er það eru engar sjáanlegar björgunaraðgerðir í gangi. Það eru hörmungarfréttir á degi hverjum af brennandi heimilum. gjaldþrota fyrirtækjum og landflótta. Finnst þér Hrannar þetta vera eitthvað til að vera stolltur af og kenna svo öðrum um
Gylfi Björgvinsson, 10.3.2009 kl. 21:15
Fannar "auðvaldssinni" frá Rifi,
í dag var góður dagur enda megin niðurstaða hans dregin saman í 4 liði meira en góð fyrir þjóðin;
2) Magnaður aðgerðarpakki kynntur fyrir heimilin í landinu - vel ígrundaður og flottur í alla staði.
3) Jónanna boðaði Stjórnlagaþing (og snéri Geir Haarde niður með orðasnilld úr pontunni á Alþingi).
4) SJálfstæðisflokkurinn stendur einn flokka á Alþingi GEGN breytingum á stjórnarskránni og heldur þannig áfram að einangra sig frá framþróuninni.
Ágætlega að verki staðið í réttlætisbaráttunni á einum degi!
Þór Jóhannesson, 10.3.2009 kl. 23:22
Þór.
Þú ert semsagt á þeirri skoðun að stjórnarskránni meigi breyta með aflsmunum meirihluta þingsins? að það sé ekki einróma sameiginleg ákvörðun alls þingsins eins og verið hefur?
og ert á því að gott sé að VG og Samfó knýji fram algjört ráðherraræði því að núna er svo mikill vandi fyrir dyrum að lýðræðið er bara fyrir framkvæmdarvaldinu?
já það er engin smá lýðræðis ástin hjá þér Þór. Bara þegar hentar og vel vorar þá á lýðræðið rétt á sér. Þú ert hræsnari.
Fannar frá Rifi, 11.3.2009 kl. 11:09
Við baráttufólk fyrir réttlæti og óspilltu Íslandi hlæjum að svona fokksdindlum auðvalds og spillingarflokksins eins og þér Fannar frá Rifi þegar þið málið ykkur út í horn með rökleysum eins og því að núverandi kerfi (sem búið var til af ykkur) sé núna - allt í einu - ekki þess virði að fylgja því eftir.
Auðvita þurfa réttlátir (og óspilltir í fyrsta sinn í áraraðir) valdhafar nútímans að fara eftir reglum og - ríkjandi regluverk eru því miður reglurnar sem í boði eru - en þið viljið ekki einu sinni leyfa þeim réttlátu valdhöfum sem nú ríkja að beita ranglátum reglum (ykkar) yfir í réttlátar með þessum sömu óréttlátu reglum.
Er þá e.t.v. betra að hleypa ykkur að aftur til að laga regluarnar að ykkar siðspilltu hugmyndum að réttlátu ríki?
Nei - takk, og sér er hver hræsnin þegar rökþrota auðvaldssinnar byrja að kasta svona röklausum reyksprengjum í umræðuna!
Þór Jóhannesson, 11.3.2009 kl. 12:18
Semsagt þér finnst gott mál að breyta leikreglunum með valdi korteri áður en flautað er til leiks?
þú svarar aldrei hvernig er hægt að réttlæta frestun á fundum alþingis útaf málefnastarfi einnar nefndar? eða að málþóf sem þið kallið í dag var lýðræðisleg vinnubrögð minnihlutans fyrir rétt mánuði síðan.
hræsnin og tvískinnungurinn lekur af þér Þór.
Þú hefur og VG hafið engan áhuga á lýðræði eða að Alþingi verði eitthvað meira heldur en afgreiðslu stöð fyrir ráðherrana.
Þið talið bara þannig þegar þið sitjið ekki við valdastólanna.
og það eina sem þú kemur með sem rök er að reyna að uppnefna mig og fara í eitthvað persónulegt skítkast.
reyndu að svara með rökum en ekki eftir flokkslínunni að ofan þar sem öll ummæli og loforð fyrir valdatöku hafa verið strokuð út.
Fannar frá Rifi, 11.3.2009 kl. 14:01
Rökin liggja á víð og dreif - en blindir auðvaldssinnar líta meðvitað fram hjá þeim!
Þór Jóhannesson, 11.3.2009 kl. 14:44
Semsagt Þór. ekki neitt nema persónuleg skot. dapurt er það að vinstri grænir lýta helst til Jónas frá Hryflu í leit sinni að svörum við rökum frá öðrum.
Fannar frá Rifi, 11.3.2009 kl. 15:13
Jónas frá Hriflu var ákaflega merkilegur maður - svo mikið er víst að þú gerðir sjálfum þér ekki nenn grikk í því að lesa 3ja binda ævisögu hans, þ.e.a.s. "Með sverðið í annarri hendi en próginn í hinni", "Dómsmálaráðherrann" og "Ljónið öskrar".
Þannig myndirðu e.t.v. ekki sýna svona mikla grunnhyggni í umræðunni og vanþekking þín á lífi og sögu íslenskrar pólitíkur ekki svona æpandi lítil og augljós og raun ber vitni um hér.
Þór Jóhannesson, 11.3.2009 kl. 15:21
maður var geðbilaður og varð valdur allavega að einu sjálfsmorði eftir greinarskrif sín.
þannig að ef þú lýtur upp til manna sem tala aðra niður í sjálfsmorð, þá segir það meir um þig en allt annað.
Fannar frá Rifi, 11.3.2009 kl. 15:33
Ertu ekki að læra heimsspeki Fannar? Ef þú ætlar að kenna Jónasi frá Hriflu um sjálfsmorð Jóhanns Próka (nýfrjáshyggjubrjálæðings síns tíma) þá hefur þú ekki lært mikið í þeirri speki - svo mikið er víst.
Langar annars að vitna til ummæla Fannars frá Rifi um sjálfan sig, öðrum lesendum til hægðarauka, svona til að skynsamir lesendur viti hvernig hugsunarhátt er við að eiga hjá þessum manni:
"Ég er mjög pólitískur og styð Sjálfstæðisflokkinn. Ég er var í tæp 2 ár formaður Forseta, Félags Ungra Sjálfstæðismanna í Snæfellsbæ og var kjörinn 6. okt. 2007 í Stjórn kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í NV kjördæmi. Var kjörin sem varamaður í stjórn SUS á Aðalþingi SUS á Seyðisfirði í september 2007.
Frjálshyggjukenningar höfða mjög til mín, en eins og með allar aðrar kenningar þá þarf að beita þeim með almennri skynsemi."
- og nú höfum við séð að Frjálsyggjuflokkurinn hefur ekki þessa almlennu skynsemi - enda búnir að setja landið á hausinn, tja, nema það hafi þá verið fullkomin skynsem í þessu hjá Sjálfstæðisflokknum hans Fannars en Frjálshyggjan ekki virkað sem skyldi! - hvort heldur var, þá klikkaði Sjálfstæðisflokkurinn alltaf - það sjá allir sem ekki eru sauðsvartir stuðningsmenn flokksins líkt og um sé að ræða fótboltalið.
skv. Þjóðskrá heitir Frjálshyggjumaðurinn Fannar frá Rifi: Fannar Hjálmarsson
Þór Jóhannesson, 11.3.2009 kl. 16:20
Já mitt mál sannað.
Þú getur ekki komið fram með málefnalegar umræður nema fara í persónulegt skítkast við þá sem mæla gegn trúarskoðunum þínum.
Fannar frá Rifi, 12.3.2009 kl. 10:42
Rökþrot þitt liggur í því að tala um persónulegt skítkast sem á sér ekki stað á sama tíma og þú ásakar fólk um að hafa valdið sjálfsmorði.
Kallast þetta ekki hræsni? eða siðblinda?
Hvor tveggja líklega, enda algengur löstur stuðningsmanna auðvalds- og spillingarflokksins.
Þór Jóhannesson, 12.3.2009 kl. 11:20
fór hann ekki og framdi sjálfsmorð eftir grein Jónas frá Hryflu?
Þú sem styður að framkvæmdarvaldið drottni yfir alþingi og að alþingi verði bara stimpil stofnun fyrir ráðherranna. hefur ekki komið með neitt, nema persónulegt skítkast og reynt að gera minn málflutning ótrúverðugan með persónulegum árásum.
persónulegar árásir í stað málefnalegra umræðu er það sem Jónas frá hryflu þreifst á: "Ertu ekki að læra heimsspeki Fannar?"
þú rökþrota, örvinglaður og algjörlega blindur af heift og hatri. málflutningur þinn er tómur og hugsjónum þínum hefur þú kastað frá borði vegna þess að núna situr þinn flokkur við völd og þá skiptir allt það sem menn kölluðu fram um aukið lýðræði, ekki máli.
Þú vilt að kosningarlögum sé breytt rétt fyrir kosnignar. Að gengið sé gegn þeim tilmælum sem ÖSE kemur með. við erum kominn á stall mið einræðisríkjum af þessum sökum.
Þú vilt ekki að sjálfstæðismenn fái að beita sama rétti og þér og flokksbræðrum þínum þótti sjálfsagður fyrrir ekki meira en 2 mánuðum síðan. Málþófinu. eða á lýðræðið kannski að víkja þegar Fúsa liggur á?
annað hvort eiga einar reglur að gilda alltaf um alla hvað varðar lýðræði í þessu landi, eða að þú ert í raun á móti lýðræði í raun.
Er lýðræði í raun bara frasi sem þú grípur til fyrir kosninga?
Vitlu lýðræði eða ekki? viltu afnema ráðherra ræðið eða ekki? viltu að virðing sé borin fyrir stjórnarskránni eða ekki?
ef þú svarar já við öllu, þá ertu á móti settningu norsarans í SÍ, drottnunar ráðherrana á alþingi sem sást vel þegar þingi var frestað vegna tafa í málefnavinnu í einni nefnd.
Þannig að. reyndu núna að svara án þess að koma með eitthvað sem ekkert tengist þessu eins og:
Fannar frá Rifi, 12.3.2009 kl. 14:09
Mikið hefurðu mikið fyrir að misskilja allt og alla. Þetta er síðasti pósturinn sem ég rita í þessum kjánalega sandkassaleik sem þú hefur fengið mig til að taka þátt í.
En svona til þess að hafa hlutina á hreinu þá er það ást og umhyggja sem knýr mig áfram enda eina leiðin til að sigra á ranglætinu og spillingunni sem þú og þinn flokkur hafið knésett þjóðina með Fannar.
Læt þér eftir að níða mig frekar niður enda tekur þú ekki rökum frekar en Geir Haarde í aðdraganda banka- og hugmyndafræðihrunsins. Auðvalds- og spillingarsinnar hafa margsýnt það þeir hvorki taka né nota rökfærslur heldru skítköst og upphrópanir.
Gjörðu svo vel eigðu síðasta orðið:
Þór Jóhannesson, 12.3.2009 kl. 14:23
já. ertu þá fylgjandi að sömu reglur gildi jafnt yfir alla?
þegar þú andhæfir málþófi sjálfstæðismanna í dag en hampaðir málþófi VG fyrir 2 mánuðum. ertu þá ekki að sína eigin tvískinnung?
í lýðræðisríki, þá gilda sömu reglurnar yfir alla. í þínum orðum virðist svo ekki vera.
Fannar frá Rifi, 12.3.2009 kl. 14:26
já eitt varðandi að kalla mig auðvaldssinna.
Þór. hvar stóðst þú í fjölmiðlafrumvarpinu á sínum tíma?
Stóðstu með því og gegn einokun útrásarvíkingana á fjölmiðlum. eða stóðstu með auðvaldinu og útrásinni?
Ég stóð með lagasettningu gegn einokun á fjölmiðlum. svar óskast frá þér.
ef þú stóðst ekki með því, þá ertu bara einn af þeim sem eru vitur eftir á.
Fannar frá Rifi, 12.3.2009 kl. 14:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.