Geir hleypur ílla á sig - biðst vonandi afsökunar.

Óskaplega var dapurlegt að fylgjast með Geir H. Haarde á Alþingi í dag. Í æsingnum  og þránni til að koma höggi á ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur, grípur hann misskilið hálmstrá úr samskiptum sínum við fyrrum samstarfsfélag hjá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum og vænir forsætisráðherra um ósannsögli um samskipti ráðuneytis hennar við  sjóðinn.

Hefði Geir nálgast málið með öðrum hætti en þeim, að vilja koma höggi á ríkisstjórnina hefði hann eflaust, eins og flestir aðrir áttað sig á því að fullyrðingar hans höfðu enga stoð í raunveruleikanum. Það er enda komið í ljós og höggið sem eignað var forsætisráðherra hittir hann harðast fyrir sjálfann.

Svofelld yfirlýsing var send frá forsætisráðuneytinu í kvöld:

Ljóst er að misskilnings gætir í túlkun Geirs H. Haarde, alþm., á samskiptum forsætisráðuneytisins við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn sem gerð voru að umtalsefni á Alþingi og í fjölmiðlum í dag.  Ef farið er yfir þessi samskipti virðist ljóst að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn vísar í tölvupósti sínum til Geirs H. Haarde, dags. 12. febrúar sl., til endanlegrar umsagnar sjóðsins til forsætisráðuneytisins, sem birt var á heimasíðu forsætisráðuneytisins þann sama dag, þ.e. 12. febrúar sl. Þetta hefur nú fengist staðfest í símtali við fulltrúa Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, hefur hins vegar bent á að í fyrri ábendingum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins var margítrekað að um þær gilti trúnaður, eins og skýrt kemur fram í tölvupóstsamskiptum forsætisráðuneytisins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem nú hafa verið birt opinberlega.

Nú þegar málið liggur ljóst fyrir verður forvitnilegt að sjá hvort Geir yðrast og biður forsætisráðherra afsökunar.

Í raun ætti þjóðin einnig skilið afsökunarbeiðni vegna málsins, enda er uppákoma þessi enn eitt byrtingarformið á ómálefnalegu háttarlagi þingmanna Sjálfstæðisflokksins undanfarnar vikur. Þeim virðist enn sem komið er fyrirmunað að fjalla um raunverulega hagsmuni þjóðarinnar en hrópa og kalla um aukaatriði sem litlu breyta. Allt í þeim tilgangi að vekja ótta, óöryggi og vanlíðan hjá þjóðinni.  

Pælum í því !


mbl.is Tölvupóstsamskipti við gjaldeyrissjóðinn birt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er ljóst að kosninga maskína Sjálfstæðisflokksins er farin af stað.  Óðagotið er þvílík að þeim er alveg sama hvort þeir hengja sig í leiðinni.  Jóhanna er aðal skotmark þeirra, þar verður hjakkað mest.

Freyja (IP-tala skráð) 17.2.2009 kl. 09:57

2 Smámynd: Halldór Halldórsson

Það er dapurlegt að sjá jafn "uppskafna" pólitíkusa eins og Hrannar ekki kunna mun á notkun i og y í rituðu máli.  Þó er enn dapurlegra að sjá ráðherra vinstri stjórnarinnar senda öllum kerfiskörlum Íslands skilaboðin:  "Haltu öllu leyndu og segðu engum neitt!", Davíð Oddsson meðtalinn.

Halldór Halldórsson, 17.2.2009 kl. 14:46

3 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Davíð Oddsson var voða, voða vondur maður! (Þórður Breiðfjörð, 1972)

Flosi Kristjánsson, 17.2.2009 kl. 21:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband