24.10.2008 | 18:34
KB - Karlabankinn !
Ýmsir hafa talað um að hrun bankakerfisins á Íslandi kallaði á endurmat á þeim gildum sem ráðið hafa ríkjum innan fjármálakerfisins. Menn hafa talað um að hin karllægu gildi yrðu að víkja, tími ofurlaunanna, áhættunnar og græðginnar væri liðinn. Nú yrðu konurnar að taka við - ábyrgðin, samhjálpin og jafnræðið.
Eithvað takmarkað af þessari umræðu virðist hafa borist til eyrna nýrra stjórnenda Kaupþings banka.
Þeir birtu nýtt skipurit í dag.
Bankastjórinn er karl. Stjórnarformaðurinn er karl. Níu af tíu æðstu stjórnendum eru karlar.
Þá virðast laun bankastjórans þau hæstu hjá ríkinu og stjórnarformaðurinn heldur því fram að slík laun séu nauðsynleg til að einhver hæfur einstaklingur fáist til að takast á hendur svo ábyrgðarmikið og erfitt starf.
Ég verð að viðurkenna að allt þetta hljómar í mínum eyrum eins og ómur fortíðar. Bergmál liðins tíma sem bíður þess eins að deyja út.
KB banki byrjar ekki vel!
Ætli konur þessa lands séu ánægðar með kveðjuna sem þær fengu frá KarlaBankanum á þessum góða degi, kvennafrídeginum?
Pælum í því !
Vöxtur síðustu þriggja ára horfinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Umhverfismál
Umhverfismál
- Hinn óþægilegi sannleikur Heimasíða heimildamyndar Al Gore
- Heimsvakt umhverfisins Flest sem þú þarft að vita um umhverfismál
- Umhverfisvefur Reykjavíkurborgar Allt um umhverfismál í Reykjavík
- Loftgæði í Reykjavík - rauntímauppl. Andaðu fersku lofti !
Þjóðmálaspekingar
Samherjar í netheimum
- Hallgrímur Helgason Heimasíða Hllgríms Helgasonar
- Guðmundur Ólafsson Heimasíða Guðmundar
- Svanfríður Jónasdóttir Heimasíða Svanfríðar
- Róbert Marshall Heimasíða Róberts
- Helga Vala Helgadóttir Heimasíða Helgu Völu
- Oddný Sturludóttir Heimasíða Oddnýjar
- Þórunn Sveinbjarnardóttir Heimasíða Þórunnar
- Steinunn Valdís Óskarsdóttir Heimasíða Steinunnar Valdísar
- Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir Heimasíða Ástu R
- Katrín Júlíusdóttir Heimasíða Katrínar
- Mörður Árnason Heimasíða Marðar
- Björgvin G. Sigurðsson Heimasíða Björgvins
- Össur Skarphéðinsson Heimasíða Össurar
- Jóhanna Sigurðardóttir Heimasíða Jóhönnu
- Árni Páll Árnason Heimasíða Árna Páls
- Ágúst Ólafur Ágústsson Heimasíða Ágústs Ólafs
- Dagur B. Eggertsson Heimasíða Dags
- Helgi Hjörvar Heimasíða Helga
Alþjóða- og efnahagsmál
Áhugaverðar síður
- Sameinuðu þjóðirnar Heimasíða sameinuðu þjóðanna
- Þróunaráætlun Sameinuðuþjóðanna Heimasíða millenniumpromise
- Sjóður Sameinuðu þjóðanna Heimasíða sjálfstæðrar stofnunnar sem vinnur með Sameinuðu þjóðunum
- MBA nám Háskóla Íslands
- M5 - með puttann á púlsinum
- Endum fátækt - eflum viðskipti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- gunnarb
- adalheidur
- agnar
- malacai
- amal
- godsamskipti
- volcanogirl
- annabjo
- annapala
- arnalara
- noriv
- attilla
- agustolafur
- asarich
- astar
- heilbrigd-skynsemi
- baldurkr
- kaffi
- bergthora
- birnag
- bjarnihardar
- gudmundsson
- bjorkv
- bingi
- bleikaeldingin
- bryndisisfold
- bodvar
- calvin
- rustikus
- dagga
- silfrid
- egillrunar
- esv
- eirikurbergmann
- ellasprella
- hafmeyja
- evropa
- fararstjorinn
- sifjar
- fridrikof
- gislisig
- gudni-is
- gudfinnur
- vglilja
- gudjonbergmann
- mosi
- gudmundurmagnusson
- gummisteingrims
- gudridur
- gudrunkatrin
- gmaria
- gudrunvala
- gunz
- gunnarhrafn
- habbakriss
- halla-ksi
- halldorbaldursson
- hallurmagg
- haukurn
- skessa
- helenak
- hehau
- 730
- belle
- drum
- tulugaq
- don
- hreinsi
- hordurj
- ibbasig
- ingibjorgelsa
- ingibjorgstefans
- ingo
- x-bitinn
- id
- isdrottningin
- jakobk
- hansen
- ravenyonaz
- jonastryggvi
- jonr
- uglan
- kallimatt
- hugsadu
- credo
- kristinnhalldor
- kristinast
- roggur
- kristjanh
- kristjanmoller
- kiddip
- kikka
- krilli
- lara
- maggib
- magnusmar
- margretsverris
- gummiarnar
- martasmarta
- mal214
- nanna
- nykratar
- poppoli
- olofyrr
- omarragnarsson
- paul
- pallieinars
- perlaoghvolparnir
- hux
- rannthor
- bullarinn
- salvor
- xsnv
- saradogg
- sigfus
- sigmarg
- sigbogi
- einherji
- zsigger
- siggikaiser
- siggisig
- hvalur
- sigurjons
- sigurjonth
- snjolfurolafsson
- hvala
- solrunedda
- stebbifr
- steingrimurolafsson
- kosningar
- svalaj
- svenni
- svatli
- kariaudar
- saethorhelgi
- tidarandinn
- tommitomm
- tommi
- truno
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- eggmann
- postdoc
- tharfagreinir
- tolliagustar
- thil
- theld
- tbs
- doddibraga
- thorolfursfinnsson
- toddi
Athugasemdir
Mér fannst jafnvel enn áhugaverðara að heyra forsætisráðherra nánast samþykkja að það væri ekkert athugavert að bankastjórar ríkisbankanna hefðu allir hærri laun en hann. Ég hefði haldið að æðsti maður stjórnkerfis landsins hefði meiri trú á stöðu sinni en þetta.
Haukur Nikulásson, 24.10.2008 kl. 21:54
Og hvað ætlar Jóka að gera í því Hrannar!
Hvítur á leik, 24.10.2008 kl. 22:46
Við erum ekki ánægðar, langt því frá. Spurningin er; verður eitthvað gert í málunum?
Bíð spennt.
Takk fyrir pistil.
Jenný Anna Baldursdóttir, 25.10.2008 kl. 10:30
Sæll,
Jæja, á nú að fara raða fólki í stöður eftir því hvar í flokki það stendur eða kyni. Þ.e. nota kyn sem yfirskyn til að ráða hæfustu manneskjurnar. Það er ótrúlegt að fólk skuli ennþá vera að hugsa svona árið 2008.
Ef við höldum áfram þessum kynjaleik, þá vil ég benda á að viðskiptaráðherra(já, bankamál o.fl.) frá 1999-2006, og þá má segja að það hafi verið kona sem klúðraði bankamálum þjóðarinnar big time!!!....ergo við skulum ekki ráða konu til starfa sem viðskiptamálaráðherra.........................oh, nei, hæfasta manneskjan skal ráðin.
Málið er bara að það eru karlar sem eru mest menntaðir til að vera í bankastjórastöðunum, þess vegna eru þeir í meirihluta þar. mjög simphelt.
Heyrðu eigum við ekki bara að ráða lalla john sem hjúkrunarfræðing ef hann sækir um hjá landsspítalanum ef hann sækir um, og tala síðan um hneyksli ef hann er ekki ráðinn
Jóhannes (IP-tala skráð) 25.10.2008 kl. 10:41
Sæll Hrannar
Ekki myndi ég síður treysta skörungunum dætrum mínum tveimur til vandasamra ábyrgðastarfa en sonum mínum en hvert sinn sem reynt er að gera vandmálið sem við nú horfumst í augu við að sérstöku karlavandamáli og lausnin sé að losna við karlana og setja konur í staðin er mér af mörgum ástæðum fullkomlega ofboðið.
a) Vandinn sem við stöndum í stafar af pólitískri trúarkenningu sem átti í einfaldleika sínum að leysa öll vandmál og jafnvel ganga fylgjendur hennar svo langt að skýra hrunið með því að við höfum ekki verið nógu hreintrúuð frjálshyggjunni - nú á ný pólitísk patnetkenning að leysa allan vanda: „konur“.
b) Þegar ég rifja upp hverjir vöruðu opinberlega við hvert stefndi þá man ég eftir nokkrum körlum en minnist engrar konu. Hvar voru konurnar sem hefðu getað leyst vandann þá? - og af hverju heyrðist ekkert í þeim þá?
c) Sjálfur setti ég innlegg í þessa veru á blogg og í athugasemdir við blogg annarra, reyndar oftast tengt ESB-umræðu og gjarnan setti ég það undir þemað „við tryggjum ekki eftirá“ og að ESB væri okkur efnahagslegt varnarbandlag sem við yrðum að ganga til liðs við sem allra fyrst til að rísa undir bankakerfinu okkar. - Ég kæri mig ekki um að vera flokkaður með fyrirhyggjulausu körlunum sem ekki höfðu bein í nefinu til að taka þá pólitísku áhættu sem þurfti til að færa hluti til þess vegar sem þurfti.
d) Margir bankar í heiminum eru vel reknir og munu lifa heimskreppuna þó karlar stjórni þeim.
Með þessu er ég á engan hátt að halla orði á þá megin hugsun að konur eigi að hafa jafna möguleika á við karla til að vinna sig til ábyrgðastarfa hvar sem er, og að í bankana skortir ekki konur til að gefa þeim tækifæri jafnt sem körlum. En að konur leysi vandann og vandinn hafi verið karlavandi er jafn heimskulegt og bókstafstrú á frjálshyggjuna.
Helgi Jóhann Hauksson, 25.10.2008 kl. 12:10
Skrýtin færsla nafni. Skil ekki hvað þú ert að fara.
Hrannar Baldursson, 25.10.2008 kl. 13:43
Finnst þér nauðsynlegt að taka þátt í snakki götunar, þegar þarf að fá menn til að stíga fram sem hafa hæfileika til að ræða um alvarleika vandamálsins í dag. ég reyndar átti ekki von á því frá þér.
Icerock
Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock), 25.10.2008 kl. 16:40
Þessi færsla um KB karlabankann er óskiljanlegt nema þeim sem hafa farið á námskeið í pólitískum rétttrúnaði.
Að tengja karllæg gildi við græðgi, skort á ábyrgð, skort á samhjálp og jafnræði eru bara fordómar.
Sú kreppa sem gengur yfir heiminn og ísland er efnahagslegt fárviðiðri og er ekki karllægt frekar en að gjaldþrot eða sjóslys.
Að sjálfsögðu liggja mistökin víða en þau eru til læra af þeim á sama hátt og sjómenn hugðu að slysavörnum eftir hvert einasta sjóslys. Björgunarsveitir og slysavarnafélög eru einmitt góð dæmi um "karllæg" félög sem byggja á hjálpsemi.
Ef til eru karllæg gildi þá eru þau einvörðungu jákvæð og einkennandi fyrir meirihlua karla sem hafa samvisku, eru hjálpsamir og vilja láta gott af sér leiða.
Það ætti alls ekki að tengja lesti við kynin, hvorki við karla né konur.
Benedikt Halldórsson, 25.10.2008 kl. 16:50
Ég er sammála þér Hrannar, það að svona fáar konur veljist til stjórnunarstarfa í ríkisbönkunum er mjög merkilegt og í engu samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. Það er afar mikilvægt og eðlilegt að bæði kynin komi að á öllum stigum samfélagsins og ég trúi því að það verði þannig. Ríkinu ber að mínu mati beinlínis skilda til að sjá til þess að bæði konur og karlar fái jöfn tækifæri til starfsframa, jöfn tækifæri til fæðingarorlofs og svo frv.. Fyrir mér blasir við að þarna eru mistök á ferðinni sem þarf að laga þar sem sjónarmið kvenna eru mikilvæg við stjórn banka eins og annarra fyrritækja eins og sjónarmið karla.
Auðvitað má deila um hvaða gildi eru karllæg og hvaða gildi eru kvenlæg en að minnsta kosti má segja að einkareknu bönkunum sem var stýrt af körlum að lang mestu leyti réðu hin karllægu gildi og því etv af þeim sökum enn mikilvægara að hleypa kvenlægum gildum af. Mín reynsla/skoðun er hins vegar sú að það sé ekki endilega karlar sem eru með karllæg gildi og konur með kvenlæg en það breytir ekki því að jafrétti kynjanna er mikilvægt.
Heiða Björg (IP-tala skráð) 25.10.2008 kl. 19:06
Rétt hjá þér !
Við konur erum jafn vel menntaðar og jafn hæfar og karlar til að stýra bönkum og öðrum fyrirtækjum. Það er kominn tími til að opna glugga á glerþakinu og vinna saman að því að skapa nýtt Ísland
Berghildur Erla Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 25.10.2008 kl. 19:09
Það hefur komið fram að konu hafið verið boðin bankastjóra staðan í Kaupþingi. Hún afþakkaði. Er það eitthvað til að pæla í?
Baldur Már Bragason, 27.10.2008 kl. 11:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.