Með svartan blett á samviskunni ?

Þingmenn Framsóknarflokksins hafa farið mikinn undanfarna daga og vænt núverandi ríkisstjórn um svik, jafnvel "drottinsvik" við lífeyrisþega. Engu er líkara en þar éti þeir vitleysuna hver upp eftir öðrum og hún stigmagnast dag frá degi. Háttarlagið bendir eindregið til að þingmenn Framsóknarflokksins hafi svartan blett á samviskunni vegna framistöðu sinnar í lifeyrismálum undanfarinn áratug og er það að vonum. Hápunkti vona ég hinsvegar að rangfærslurnar hafi nú náð með "magnaðri" grein Bjarna Harðarsonar á bloggsíðu sinni um helgina.

Meðfylgjandi pistill er tilskrif mitt til Bjarna í athugasemdafærslu vegna greinar hans. Svarið á erindi til fleiri þingmanna Framsóknarflokksins og því deili ég því með ykkur á þessari síðu.

Sæll Bjarni

Í þessari stuttu grein þinni er svo mikið af rangfærslum að maður trúir vart sínum eigin augum. Að þingmaður skuli láta svona frá sér er þungbærar en tárum taki.

Þér og grandalausum lesendum þínum til fróðleiks er rétt að fram komi að  þær aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að bæta kjör lifeyrisþega sem þú vísar til munu kosta ríkissjóð 2.700 milljónir á þessu ári og 4.300 milljónir á því næsta en ekki 700 milljónir eins og þú heldur fram.

Áður, á vormánuðum 2007 hafði ríkisstjórnin ákveðið að afnema frítekjumark lífeyrisþega 70 ára og eldri. Útgjöld ríkissjóðs vegna þeirrar ákvörðunar nema um 700 milljónum. Heildarútgjöld ríkissjóðs vegna þessara aðgerða til að bæta kjör lífeyrisþega nema því uþb 5 milljörðum á heilu ári.

Ítarlegri útlistun má lesa á meðfylgjandi slóð

Þá heggur þú í sama knérun og samflokksmenn þínir undanfarna daga og vænir núverandi stjórn um svik við samninga fyrri stjórna Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks. Meint svik eiga að felast í því að hækkanir lífeyris hafi ekki fylgt hækkunum almennra kjarasamninga og er þá iðulega vísað til 18000 kr grunnhækkunar lægstu taxta eða viðmiðunar við dagvinnutekjutryggingu.

Staðreyndin er sú að EKKERT í samningum, yfirlýsingum eða lögum frá fyrri ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks ber með sér slík loforð - EKKERT ! Eina tryggingin sem lifeyrisþegar höfðu um kjarabætur eftir hinn langbæra framsóknaráratug, var sú trygging sem til staðar er í lögum um almannatryggingar og eftir þeim lögum hefur að fullu verði unnið.

Dragir þú þessa fullyrðingar mínar í efa, skora ég á þig að vísa beint í texta máli þínu til stuðnings.

Staðreyndin er einnig sú, að þann 1. ágúst nk. þegar þeir ellilífeyrisþegar sem ekkert hafa fengið greitt úr lífeyrissjóðum fá einskonar lífeyristryggingu að andvirði kr. 25.000 á mánuði, verða þeir elliífeyrisþegar sem verst eru settir með hærri tekjur en þeir hafa nokkru sinni haft, undanfarin 12 ár. Þessi hópur hefur þá hækkað umtalsvert meira en þeir lægst launuðu gerðu hjá ASÍ í kjölfar síðustu samninga.

Allt þetta eiga þingmenn að vita og þetta vita þingmenn Framsóknarflokksins sjálfsagt einnig þó þeir haldi öðru fram. Ég skil það reyndar vel að það svíði þeim sárt að sjá ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks standa myndarlegar að kjarabótum til lífeyrisþega, ekki síst þeirra verst settu á fyrsta starfsári sínu, heldur en fyrri ríkisstjórnum Framsóknarflokksins tóks á síðastliðinum 12 árum, en það fríar Framsóknarmenn ekki undan sannleikanum.

Pælum í því !


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Góð grein hjá þér Hrannar.

Viltu koma þessum línum áfram til ráðherra? 

"Ágæta Jóhanna.

Þú ert  heldur betur að taka til í félags- og tryggingarmálum. Ekki veitir af eftir alltof langa kyrrsetu framsóknarmanna á stólum þessara ráðuneyta.

Mig langar til að biðja þig að kíkja á eitt atriði.
Fyrr á þessu ári neyddist ég til að þiggja endurhæfingarlífeyri frá Tryggingastofnun ríkisins. Ég fæ 113. 656 krónur frá þeirri ágætu stofnun til að lifa af. (Enn sem komið er hef ég ekkert fengið frá lífeyrissjóði, en það er í umsóknarferli og vonast ég til að fá um 35.000 krónur á mánuði frá honum.)
Ég þarf auðvitað ekki að segja þér að ég hef talið mér trú um að sæmilega háar skattgreiðslur mínar í áratugi hafi í og með verið til að tryggja mér fallhlíf við kringumstæður sem þessar.
Í þeirri trú sótti ég um heimilisuppbót sem er krónur 24.856 fyrir skatta eins og aðrar upphæðir sem ég nefni hér.
Tryggingastofnun neitar mér um heimilisuppbótina á þeirri forsendu að systurdóttir mín frá Svíþjóð hafi búið hjá mér í vetur vegna náms síns við Söngskólann í Reykjavík.

Íslensk lög virðast gera ráð fyrir því að ef einhver er búsettur á sama heimili sé það tekjubót fyrir styrkþega hins opinbera. Gildir þá einu hvort viðkomandi er í skóla og vinnur ekki með náminu.
Það getur vel verið að ég lifi af að fá ekki heimilisuppbótina, en ekki er víst að aðrir geri það sem svipað er ástatt um og eru ekki eins þurftalitlir og ég.
Viltu ekki líta á þessar reglur Jóhanna með það fyrir augum að sanngirnin sé ávallt í fyrirrúmi?"

Heimir Lárusson Fjeldsted, 12.5.2008 kl. 14:48

2 Smámynd: Hrannar Björn Arnarsson

Sælir

Ég þakka fyrir ykkar jákvæðu endurgjöf á tilskrifið. Ég bíð spenntur eftir svari Bjarna.

Erindi Heimis kem ég til ráðherra.

Kær kveðja

Hrannar Björn Arnarsson, 12.5.2008 kl. 16:18

3 Smámynd: Hallur Magnússon

Heill og sæll Hrannar!

Gott að sjá þig kominn aftur í bloggið!  Þetta hefur verið helst til stopult hjá þér undanfarið ár - enda nóg að gera veit ég. En það er algjör óþarfi að hætta alveg í þjóðmálaumræðunni á netinu!

... og enn og aftur - til hamingu með litlu prinsessuna!

Hallur Magnússon, 12.5.2008 kl. 16:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband