Spámaðurinn frá Omaha

Það hefur reynst mörgum happadrjúgt að hlusta vel eftir sjónarmiðum Buffetts. Stundum hafa menn reyndar freistast til að telja hann "elliæran" eða "gamaldags" og skellt við skollaeyrunum  en þeir hinir sömu hafa yfirleitt þurft að lúta í gras fyrír dómi sögunnar. Vonandi hefur Buffett einnig rétt fyrir sér í þetta sinn.

Warren Buffett er auðugasti maður heims og ríkidæmi sitt hefur hann alfarið byggt á ævintýralegu gengi Berkshire Hathaway. Hann keypti Berkshire Hathaway og gerði það að vettvangi fjárfestingastarfsemi sinnar árið 1965. Í dag er félagið almenningshlutafélag, skráð á New York Stock Exchange. Buffett hefur verið stjórnarformaður og leiðtogi félagsins frá árinu 1969 og er nú með um 31% eignarhlut. Á þeim 43 árum sem félagið hefur verið í eigu Buffetts hefur verðmæti þess aukist um 21,4% að jafnaði á hverju einasta ári. Á sama tíma hefur hlutabréfavísitalan S&P 500 vaxið um 10,4% á ári. Þetta þýðir að sá sem fjárfesti  $ 1.000 í Berkshire Hathaway árið 1965 ætti í dag u.þ.b. $ 2.800.000 en sá sem á sama tíma fjárfesti í hlutabréfa­vísitölunni S&P 500 ætti u.þ.b. $ 58.000.

 samanburður á BH og S&P 500

Þegar haft er í huga að S&P 500 er með betri fjárfestingakostum sem hafa verið í boði á umræddu tímabili er ekki að undra að Buffett sé talinn einn af fremstu fjárfestum sögunnar. Árangur Berkshire Hathaway segir allt sem segja þarf í þeim efnum.

Nú verður spennandi að sjá hvort enn reynist Buffett sannspár. Það kæmi mér amk ekki á óvart þó þessi yfirlýsing hans ein og sér, myndi hreyfa við hitamælunum á hlutabréfamörkuðum heimsins næstu dagana. Slíkur er áhrifamáttur "spámannsins frá Omaha".

Pælum í því !


mbl.is Buffett segir vera að rofa til á Wall Street
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband