Samstaða gegn fordómum - solidarnosk !

Frábært framtak hjá Bubba að segja "hingað og ekki lengra" og blása í herlúðra samstöðunnar gegn kynþáttahatri og fordómum á Íslandi. "Aktívistinn" Bubbi hefur greinilega engu gleymt !

Frábært einnig hjá Geir að leggja rödd sína í þennan samstöðukór Bubba enda gríðarlega mikilvægt að talsmenn umburðarlyndis láti nú vel í sér í ser heyra. Sem betur fer er ég þess full viss að þau sjónarmið eru ráðandi meðal Íslendinga og lang flestir gera sér fulla grein fyrir því að framlag innflytjenda til íslensks samfélags er ómetanlegt - ekki síst á undanförnum árum.

Um leið og ég hvet Bubba, Geir og aðra þá sem ætla að taka þátt í tónleikunum "Bræður og systur" til dáða, má ég til með birta hér annan bút úr ræðu sem ég flutti sem formaður Innflytjendaráðs á málþingi þess fyrri nokkru síðan. Umfjöllunarefnið á ágætlega við, nú þegar grasrótin lætur svo kröftuglega til sín taka í málefnum innflytjenda.

"Að mínu viti felst gríðarlegur styrkleiki í reynslu og atgerfi þess fjölmenna og fjölbreytta hóps einstaklinga, félagasamtaka, fyrirtækja, stofnanna og sveitarfélaga sem hafa komið með mismunandi hætti að málefnum innflytjenda á undanförnum árum. Í raun má segja að fram til þessa dags hafi uppbygging þjónustu og mótun samfélagsins í málefnum innflytjenda á Íslandi byggst á frumkvæði þessara aðila, að miklu leiti án teljandi afskipta ríkisvaldsins, hvort sem litið er til lagaskyldu eða beinnar þáttöku. Fyrsta stefna ríkisstjórnar í málefnum innflytjenda var enda samþykkt á sl. ári og engin heildstæð lög eru enn til um aðlögun innflytjenda í íslensku samfélagi.

Erlendum ríkisborgurum á Íslandi hefur á sama tíma fjölgað mjög ört á undanförnum árum. Fyrir fimm árum voru þeir vel innan við 4% mannfjöldans, en eru í dag tæp 7% , ekki færri en 21 þúsund manns. Þá eru ekki taldir þeir íslensku ríkisborgarar sem af erlendu bergi eru brotnir, en þeim hefur einnig fjölgað gríðarlega á undanförnum árum. Þegar norðurlöndin eru borin saman kemur í ljós að hlutfall erlendra starfsmanna á vinnumarkaði er nú orðið hæst á Íslandi, uþb 10 % , tvöfalt hærra hlutfall en hjá Svíum sem næstir koma. Sú staðreynd að þriðjungur félaganna í Eflingu eru erlendir ríkisborgarar, en voru 16% fyrir rúmu ári síðan bera þessari fjölgun skýran vott og virkri þátttöku innflytjenda á vinnumarkaði. Félagasmenn Eflingar eru nú af 134 þjóðernum. Hugsið ykkur auðlegðina ! Ég leyfi mér að efast stórlega um að nokkur félagsskapur á Íslandi geti státað af slíkum fjölbreytileika innan sinna vébanda.

En þrátt fyrir að ríkisvaldið, sveitarfélögin og í raun samfélagið allt hafi verið ílla undir það búin að taka á móti svo mikilli fjölgun innflytjenda á svo skömmum tíma, hefur okkur fram að þessu lánast alveg ótrúlega vel. Smátt og smátt hafa sprottið upp frjóangar ýmiskonar starfsemi, vítt og breytt um landið til að takast á við þau fjölbreyttu verkefni sem innflytjendastraumurinn hefur kallað á.

Segja má að Reykjavíkurborg hafi rutt brautina með stofnun Miðstöðvar nýbúa og síðar Alþjóðahúsi í samvinnu við nágrannasveitarfélöginn. Þar var lagður traustur grunnur að öflugum vettvangi fyrir innflytjendur þar sem upplýsingamiðlun og fjölmenning er í brennidepli. Fjölmenningarsetrið á Ísafirði markaði einnig tímamót en sú starfsemi hefur í raun verið flaggskip ríkisvaldsins í málefnum innflytjenda, þrátt fyrir þröngan kost og þá staðreynd að enn er hún rekin sem tilraunaverkefni.

Á undanförnum tveimur árum hafa sífelt fleiri sveitarfélög hafist handa og starfar þar hver með sínu nefi. Samband sveitarfélaga á Austurlandi hefur unnið sameiginlega að stefnumótun fyrir fjórðunginn, Fjarðabyggð vinnur að heildstæðu móttökuferli sem þau kalla Nýir íbúar á góðum stað. Bolvíkingar vinna að eflingu velferðarþjónustu við innflytjendur og mótun móttökuferlis. Á Húsavík er unnið að þessum málum í samvinnu sveitarfélags og verkalýðsfélagsins á staðnum og hefur verkalýðsfélagið fóstrað verkefnið. Í Reykjanesbæ er viðamikið þróunarverkefni hafið þar sem sjónum er sérstaklega beint að fólki af pólskum uppruna og svo mætti lengi telja. Aðferðirnar eru eins margar og staðirnir eru margir.

Hér gefst ekki ráðrúm til að geta allra þeirra góðu verka sem unnin eru á þessu sviði, en fjölbreytileikinn og gróskann kom skýrt fram í þeim mikla fjölda verkefna sem sóttu um styrki til Þróunarsjóðs Innflytjandamála að þessu sinni.

Ég get hinsvegar ekki látið hjá líða að nefna sérstaklega Rauðakrossinn annarsvegar og ASÍ og launþegahreyfinguna hinsvegar. Launþegahreyfingin hefur látið málefni innflytjenda sig miklu skipta á undanförnum árum og hefur gengið fram fyrir skjöldu í ýmsikonar réttindagæslu, miðlun upplýsinga og fræðslu. Þá hefur Rauði krossinn unnið ötullega að innflytjendamálum í mörg ár og eru þau reyndar efst á baugi hjá hreyfingunni um þessar mundir. Sú áhersla sem Rauði krossinn leggur á að virkja innflytjendur í félagsstarf og efla tengslanet þeirra og félagslegan styrk er afar þýðingarmikið ekki síst í því mikla kunningjasamfélagi sem ísland er.

Liðsynni þessara öflugu samtaka er málefnum innflytjenda gríðarlegur styrkur.

Lykillinn að framtíðar uppbyggingu og þróun í málefnum innflytjenda liggur í því að nýta þá þekkingu og reynslu sem til staðar er og tryggja áframhaldandi virkni og nýsköpun sem flestra í samfélaginu. Kraftmeiri aðkoma ríkisvaldsins og sveitarfélaganna sem bæði er nauðsynleg og yfirlýst, verði þannig til að hlúa að og styrkja þau blómstur sem fegurst eru í aldingarði innflytjendamálanna og ekki síður tryggja að þau sem ekki hafa enn skotið lífvænlegum rótum finni frjóa mold, vaxi og dafni."

Pælum í því !


mbl.is Forsætisráðherra ætlar að taka lagið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Frábært framtak....!!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 14.2.2008 kl. 12:59

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Væri hægt að fá kjarnann í stuttu máli?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 14.2.2008 kl. 20:12

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Hrannar.

Því miður ég endurtek því miður er ég ekki viss um að þetta meinta átak viðkomandi tónlistarmanns, geri annað að verkum en að snúa hlutum á haus í þessu efni því afar auðvelt er að búa til rasisma þar sem enginn er með því einungis að ræða hann sem hluta af tilvist.

Viðkomandi nær hins vegar auglýsingu út á slíkt.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 15.2.2008 kl. 02:34

4 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Hæ Hrannar!

Gott hjá þér að nefna þetta  - og fróðlegt innlegg um mismunandi verkefni um landið.

bestu kveðjur

Anna 

Anna Karlsdóttir, 18.2.2008 kl. 22:30

5 identicon

Eftir að hafa búið í Bandaríkjunum í næstum 2 ár... þá verð ég að segja hvað það er hrikalega sorglegt að sjá hversu aftarlega á merinni íslendingar eru hvað varðar kynþáttafordóma!!!!

Ég verð bara að segja eitt stórt búúú á fordóma á Íslandi...

Lærið að þekkja fólkið áður en þið byrjið að dæma það!

Takk frá Boston

Lára ;)

Lára Guðrún (IP-tala skráð) 21.2.2008 kl. 05:37

6 Smámynd: Paul Nikolov

Frábær grein, Hrannar. Innflytjendamál er sannarlega ekki eitt tiltekið mál, heldur hluti af öllu í félagskerfinu.

Paul Nikolov, 21.2.2008 kl. 13:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband