22.6.2007 | 15:14
Enn um þróunaraðstoð og aðkomu atvinnulífs.
Ég hef áður á þessari síður sagt ykkur frá fróðlegri ráðstefnu sem ég sat um daginn, Fjárfestingartækifæri í Þróunarlöndum. Það ryfjaðist upp fyrir mér við lestur meðfylgjandi fréttar að ég átti eftir að segja frá þriðja hluta umfjöllunarefnis hennar. Segja má að hann hafi snúist um ýmiskonar fróðleik um þróunaraðstoð og aðkomu fyrirtæja að uppbyggingu atvinnulífs á þeim forsendum. Fróðlegast fannst mér að heyra á mál þeirra Rögnuu Söru Jónsdóttur viðskiptafulltrúa utanríkisráðuneytisins og Þorgeirs Pálssonar, framkvæmdastjóra Thorp.
Ragna Sara, sem stundar nú nám í þróunarfræðum í Kaupmannahöfn sagði frá reynslu dana í þróunarmálum, en þeir hafa reynt ýmsar leiðir til að tengja saman atvinnulíf og þróunarstaf með misjöfnum árangri. Einna best hefur reynst að fjárfesta í verkefnum þar sem heimamenn eru hafði með í ráðum allt frá upphafi, og þannig tryggt eftir föngum að þekkingin og reynslan verði eftir á staðnum þó verkefnin sjálf líði undir lok.
Þorgeir Pálsson miðlaði á hinn boginn af reynslu sinni og ráðgjafarstörfum, um mikilvægi þess að taka með í reikninginn mismunandi menningarheima og grundvallargildi menningar þess lands sem starfa ætti í. Hið mannlega eðli, grundvallargildi einstaklingsins og þjóðarsálin skipa nefnilega mestu máli þegar á hólmin er kominn, en ekki vélarnar, tæknin eða verkþekkingin sem flytja á inn.
Þó báðir fyrirlestrarnir hafi verið fluttir út frá þeirri forsendu þróunarstarfsemi á innihald þeirra við um alla atvinnustarfsemi eða verkefni skipulagsheilda að mínu viti. Bilið á milli mismunandi forsendna þeirra sem koma að málum er bara mis breytt. Inna sama landsvæðis eða atvinnugeira er það vissulega smærra en þegar heimsálfur skilja að, en mismunandi menningarheimar eða sýn á lífið er það samt. Í öllum okkar samskiptum verðum við að hafa það í huga. Rautt er nefnilega ekki alltaf rautt og blátt, blátt.
Pælum í því !
Þúsaldarmarkmið um menntun fyrir öll börn næst ekki að óbreyttu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll Hrannar og til hamingju með nýja starfið átt eftir að standa þig vel í því. Vona að þú gefir þér samt tíma áfram til að blogga hérna.
kv.
Þorsteinn Ingimarsson (IP-tala skráð) 27.6.2007 kl. 18:27
Sæll Hrannar
Til hamingju með nýja starfið og megi þér farnast vel. Það er af mörgu að taka og ég bíð spennt eftir endur- og úrbótunum.
Sóley Tómasdóttir sýnir hér fádæma taktleysi og kjánaskap að venju....
http://www.soley.blog.is/blog/soley/ ....en við hin óskum þér til hamingju!
en þannig er lífið víst....alltaf vitleysingar innan um en við hin óskum þér alls hins besta.
Lafði Lokkaprúð, 27.6.2007 kl. 23:27
Innilega til hamingju með nýja starfið. Það er gaman að sjá gamla Gróskufélaga láta að sér kveða í stjórnun landsins.
Svala Jónsdóttir, 28.6.2007 kl. 13:36
Til hamingju með nýja "djobbið" Gangi ykkur vel!
Valgerður Halldórsdóttir, 28.6.2007 kl. 23:48
Til hamingju, mér lýst afar vel á þig þarna. Bestu kveðjur, Helgi J H
Helgi Jóhann Hauksson, 30.6.2007 kl. 12:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.