Er uppreisn í Sjálfstæðisflokkunum ?

Hvað er eiginlega í gangi í Sjálfstæðisflokknum ? Ég man varla eftir eins harkalegum orðaskiptum innan þess flokks í mörg herrans ár. Fjármálaráðherra flokksins sakar einn af þingmönnum flokksins um að grafa undan fiskveiðistjórnunarkefinu og á sama tíma ræðst fyrrum samgönguráðherra flokksins að samþingmanni sínum úr Norðvesturkjördæmi, núverandi sjávarútvegsráðherra og stendur í heitingum.

Undir þessum orðahnippingum forystumanna sjálfstæðisflokksins syngur síðan ritstjóri Morgunblaðsins hefðbundna heiftarsöngva í garð þeirra þingmanna Sjálfstæðisflokksins sem leyfðu sér að vinna að núverandi stjórnarsamstarfi - ekki síst til menntamálaráðherrans sem virðist eiga að axla ábyrgðina á "skömminni".

Er Davíðsarmurinn að undirbúa uppreisn ?

Pælum í því
mbl.is Telur gagnrýni Einars Odds ekki trúverðuga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

Engin uppreisn, Það er lýðræði sem hefur loks náð inn fyrir dyr í flokknum - og sem betur fer fyrir okkur öll er það ekki kæft. Það er líka gott að þeir þingmenn sem ekki þorðu í lýðræðislega kosningu í sínu kjördæmi nýti sér þann rétt, séu farnir að fatta kosti lýðræðis, svona eins og samgöngumálaráðherrann fyrrverandi. Vona sannarlega að þeir vindar nái til alls samfélagsins. Held að þeir eigi von með Samfylkinguna sér við hlið.

Kristín Dýrfjörð, 19.6.2007 kl. 12:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband