Er mannauðurinn mikilvægari í íþróttum en annarsstaðar ?

Ég las fyrir nokkru grein eftir Adrew Sikula um “Fimm stærstu lygar mannauðsstjórununarinnar”. Frumleg og forvitnileg grein um þessa “loðnu” fræðigrein og skemmtileg nálgun hjá innanbúðarmanni að ráðast með þeim hætti sem hann gerir á nokkrar af stoðum kenninganna. Reyndar er þetta allt gert á þeim forsendum að auðvelt er fyrir viðkomandi að standa við kenningarnar eftir sem áður, en ef mark væri takandi á framkvæmd mannauðsstjórnunar, er óhætt að taka undir að kenningarnar virðast ekki virka sem skildi.

 Skemmtilegust fannst mér umfjöllun greinarinnar um þá klisju, að mannauðurinn væri mikilvægasta eign hvers fyrirtækis og þá eign þyrfti að meðhöndla sem slíka. Auðsætt er að það er í fæstum tilvikum raunin enda á það bent að fæst hefðbundin fyrirtæki færa mannauðinn til eignar og allt sem honum viðkemur er fært á kostnaðarhlið rekstrarreikningsins. Aðeins íþróttafélög virðast hafa getað útbúið kerfi sem raunverulega metur starfsmennina til eignar og þl. umgangast þá eign með tilhlíðilegri viðringu. Getur atvinnulífið ekki lært eithvað af íþróttafélögunum að þessu leiti ? eða eiga réttindi íþróttamanna að vera eithvað frábrugðin réttindum annarra einstaklinga þegar kemur að “eingarhaldi” vinnuveitenda ?   

 

Ég hef svosem ekki hugsað þessa hugsun til enda, en mér finnst ýmislegt í aðferðafræði íþróttafélaganna áhugavert og líklegt til að bæta stöðu mannauðsmála ef hægt væri að yfirfæra þá aðferðafræði á hefðbundin fyrirtæki. Fyrirtækin gætu þannig t.d. fárfest ótæpilegar í mannauðnum í formi fræðslu, þjálfunar og menntunar vitandi að sú fjárfesting myndi skila sér til baka, annaðhvort í formi hærra “söluverðs” viðkomandi starfsmanns eða með aukinni færni hans innan fyrirtækisins. Fyrirtækin þyrftu einnig að hugsa sig tvisvar um áður en þau myndu reka einhverja starsmenn, enda væru þau þar með að afsala sér eignum sem þau hefðu áður fjárfest í  og þess myndu sjást merki í efnahagsreikning fyrirtækisins.   

 

Ýmis fleiri jákvæð dæmi mætti nefna og sjálfsagt einhver neikvæð líka. Spurningin er hinsvegar sú hvort ekki leynist hjá atvinnumannaíþróttaliðunum einhver lykill í mannauðsstjórnun sem hægt væri að nýta til að bæta umgegni atvinnulífsins við mannauðin sem í því býr.  

 

Pælum í því !
mbl.is Býður West Ham 12 milljónir punda í Eið Smára?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband