Stjórn rúin stuðningi.

Þá er þessar mögnuðu kosningar um garð gegnar og úrslitin liggja fyrir. Nú reynir hver að túlka niðurstöðuna sem best fyrir sinn hatt og í því eru vissulega ýmsir möguleikar. Í mínum huga blasa eftirfarandi staðreyndir við:

1) Ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks hefur ekki meirihlutastuðning þjóðarinnar. Eftir 12 ára samstarf þessara flokka liggur það fyrir að þeir hafa samanlagt 48,3% fylgi en hófu samstarf með 60,4% Stjórnin hefur því tapað meirihlutastuðningi þjóðarinnar þó kosningakerfið skili þeim 32 þingmönnum.

2) Vinstri flokkarnir hafa náð góðum styrk á þessum sömu árum, fara úr fjórum smáhreyfingum með 37,8% fylgi í 41,2% blokk með Samfylkinginguna sem öflugan kjölfestuflokk. Þetta gerist þrátt fyrir græna-miðjuframboð Íslandshreyfingarinnar sem nær 3.3% fylgi á sama tíma.

3) Sjálfstæðisflokkur og VG bættu við sig frá síðustu kosningum, en báðir flokkar misstu fylgi í kosningabaráttunni sjálfri. Samfylkingin vann hinsvegar kosningabaráttuna með ótrúlegum endaprett, þrátt fyrir að tapa nokkru fylgi frá síðustu kosningum.

4) Framsóknarflokkurinn beið afhroð - hið versta í sögunni !

Úr þessu þurfa leiðtogar flokkana nú að vinna og setja saman öfluga starfhæfa ríkisstjórn. Í mínum huga segir það sig sjálft, að sú stjórn verður að hafa tryggann þingmeirihluta á bak við sig, enda bíða hennar erfið en mikilvæg verkefni, ekki síst í efnahagsmálum. Næsta ríkisstjórn getur ekki átt líf sitt undir einum eða tveimur þingmönnum sem með atkvæði sínu gætu hótað henni falli ef vegið væri að ímynduðum hagsmunum þessara þingmanna. Við höfum séð slíkar stjórnir að störfum og viljum ekki meira af svo góðu.

Aðeins tveir kostir koma til greina að mínu viti - ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar eða ríkisstjórn Samfylkingar, Framsóknarflokks og VG í anda R-listans.

Því miður verð ég að segja, að talsmáti og tilburðir Steingríms J í formannaviðræðum gærdagsins, gefa ekki tilefni til bjartsýni með myndun ríkisstjórnar í anda R-listans. Engu er líkara að Steingrínur hafi einsett sér að útiloka slíkan kost með árásum og gýfuryrðum í garð Framsóknar, væntanlega í þeirri vona að úr yrði stjórn VG og Sjálfstæðisflokks. Gamla góða Mosfellsbæjar, Sambands-íslenskra sveitarfélaga módelið virðist helst heilla VG þessa dagana og áhuginn á Sjálfstæðisflokknum mun meiri en á raunverulegri vinstristjórn.

En við skulum bíða og sjá hverju fram vindur. Í enda dags verða nefnilega hinir endanlegu sigurvegarar krýndir þegar ráðherrastólunum verður úthlutað. Um það var í rauninni kosið.

Pælum í því !


mbl.is Líklegast að stjórnin sitji áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kæri Hrannar,

Er þetta ekki ein meginástæðan fyrir því að flestir skynsemisþenkjandi menn brosi soldið að ykkur félögunum í SF ?  Þessi setning þín hér er eins og skrifað af Spaugstofunni:

"Samfylkingin vann hinsvegar kosningabaráttuna með ótrúlegum endaprett, þrátt fyrir að tapa nokkru fylgi frá síðustu kosningum".

Þið TAPIÐ 2 þingmönnum.

Þið fenguð um 20% MEIRA fylgi í síðustu kosningum.

Þið HENTUÐ út formanni sem fékk vel yfir 30% í síðustu kosningum.

Þið eruð búinn að vera í stjórnarandstöðu frá UPPHAFI.

Enn og aftur eruð þið dæmd til áhrifaleysis og stjórnarandstöðu en segist hafa unnið mikinn sigur þar sem kannanir bentu til þess að svo MARGIR kjósendur hefðu yfirgefið ykkur að þið væruð að tapa um 50% af fylginu.

Ykkur tókst að ná sumu af þessu fólki tilbaka en tapið samt talsverðu fylgi sem og þingmönnum........en keppist við að tala um sigur og glæsilegan endasprett.

Mér skilst að Spaugstofan sé að leita að nýju blóði vinur - hvet þig eindregið til að sækja um - þetta er alveg ferlega fyndið minn kæri og svona málflutningur í raun alveg í takt við annað skemmtilegt frá ykkur undanfarin misseri - verst að almenningur hefur ekki húmor fyrir ykkur lengur.

 Gangi ykkur vel í áhrifaleysinu - once again !

kv.

JS

Jón Sigurðsson (IP-tala skráð) 15.5.2007 kl. 11:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband