Nýr stíll í boði.

426051BÞá er landsfundi Samfylkingarinnar lokið og 4 vikna kosningabarátta framundan til að smita þeim krafti, bjartsýni og þeim hugmyndum og lausnapólitík sem fundurinn einkendist af, til kjósenda. Skýr og ígrunduð stefnumörkun liggur fyrir í öllum helstu málaflokkum og ég fullyrði að enginn íslenskur flokkur kemst með tærnar þar sem Samfylkingin hefur hælana í þessum efnum.

Tilfinningin sem ég upplifði svo sterkt í gær og deildi með ykkur í bloggi næturinnar, um að nú væri öflugi jafnaðarmannaflokkurinn loksins fæddur, bjó greinilega í brjóstum fleiri landsfundarfulltrúa en mín. Allir sem á vettvangi voru skynjuðu tímamótin og ég er sannfærður um að það mun þjóðin einnig gera í framhaldinu.

Fyrir utan þessi mikilvægu tímamót í sögu jafnaðarmanna á Íslandi vil ég nefna þrennt sem mér fannst merkast af þessum fundi:

1) Samfylkingin fyrst flokka samþykkti að stefnt skildi að umsókn um Evrópusambandið. Forysta og sérstaða hennar í þessu efni verður ekki af henni tekin. Yfir 60% þjóðarinnar hefur lýst sig sammála þessu markmiði Samfylkingarinnar.

2) Samfylkingunni er einni treystandi til raunhæfra aðgerða í jafnréttismálum. Launmunur kynjanna var settur afgerandi á dagskrá og Ingibjörg Sólrún hefur ein íslenskra stjórnmálamanna sýnt og sannað að þar gerir hún meira en tala. Í Reykjavíkurborg minnkaði hún með markvissum aðgerðum launamun kynjanna svo um munaði og boðar nú amk helmings minnkun hjá ríkinu á næsta kjörtímabili komist Samfylkingin til valda. Nú geta þeir sem raunverulega leggja áherslu á þetta mikilvæga jafnréttismál sýnt í verki hvort þeir vilji tala áfram, eða kjósa aðgerðir undir forystu Ingibjargar.

Liðsinni Bjarna Ármanssonar, forstjóra Glitnis og formanna sænsku og dönsku jafnaðarmannanna, Monu og Hella gaf þessum mikilvæga málaflokk aukna vikt og sýndi í verki hvar Samfylkingin vill leggja áherslur sínar. Forystulutverk Samfylkingarinna í jafnréttismálum er og verður vonarneisti þeirra sem þar vilja raunverulegar breytingar.

3) Síðast en ekki síst var glæsileg framganga Ingibjargar Sólrúnar eins og ferskur andblær í stjórnmálin. Full sjálfstrausts, yfirveguð og baráttuglöð býður hún þjóðinni uppá nýja tíma. Öfgalausa forystu þar sem hlustað verður eftir hjartslætti samfélagsins en ekki stjórnað með boðum og bönnum. Umhyggju og sanngyrni í stað einstaklingshyggju og óréttlætis. Hún býður þjóðinni uppá kvenlega forystu ríkisstjórnar í fyrsta skipti í sögu líðveldisins - nýjan stíl í stjórnmálin.

Nú er bara að sjá hvað þjóðin segir - ekki síst kvenþjóðin.

Pælum í því !

 


mbl.is Ingibjörg Sólrún: Erum orðin fullmótaður flokkur jafnaðarmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

,,Nýr stíll" já ... það er eins og ég hafi heyrt þennan áður, eða eitthvað í sama stíl!

Jóhannes Ragnarsson, 14.4.2007 kl. 21:59

2 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

það er gaman saman og við erum upp +22,3%

Edda Agnarsdóttir, 15.4.2007 kl. 14:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband