Stórútgerð 21. aldarinnar ?

VG-mixaðEnn bætast fjaðrir í hatt Kaupþings og íslensku fjármálafyrirtækjanna. Óhætt að ítreka hamingjuóskirnar að þessu tilefni og rétt að minna á mikilvægi þessara fyrirtækja fyrir íslenskt samfélag nú í aðdraganda kosninga. Læt eldri pistil minn um velgengni Kaupþings nægja í þeim efnum. Manni sýnist stefna í að fjármálafyrirtækin verði stórútgerð 21. aldarinnar fyrir Íslendinga.

Stenst síðan ekki freistinguna að birta mixað auglýsingaspjald VG sem ég fann á heimasíðu félaga míns Gunnars Björnssonar. Mikilvæg áminning falin í mixinu þrátt fyrir allt.

Pælum í því !


mbl.is Kaupþing 795. stærsta fyrirtæki heims að mati Forbes
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

enda eigum við eftir að sjá kjanrorkusprengju í efnahagslífinu ef þessir menn (V-grænir) komast til valda.

Leifur (IP-tala skráð) 13.4.2007 kl. 13:54

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Nú má ekki gleyma sér í svartagallsrausinu og mála skrattann upp á alla veggi.

Við megum ekki gleyma því að vinstri menn vilja huga betur að þeim sem minna mega sín í samfélaginu og það er fyrir ykkur þessa grjóthörðu bisnisskarla ekki par góð tíðindi. En þið getið líka misst af lestinni, orðið veikir, örkumla og gamlir. haldið þið að þessi óhefti grjótharði kapítalisminn sjái þá aumur á ykkur? kannski verðið þið ósköp fegnir að VG hafi náð að bjarga því sem bjargað var úr klónum óhefta kapítalisma sem þið njótið sem sjúkir, örkumla og aldraðir!

 Annars er mjög mikill og góður kostur að búa í blönduðu hagkerfi. Galdurinn er að forðast öfgar beggja en njóta þess góða úr báðum kerfunum!

Lifið vel og lengi!

Mosi 

Guðjón Sigþór Jensson, 13.4.2007 kl. 19:21

3 Smámynd: Hrannar Björn Arnarsson

Sæll Guðjón !

 Þú hittir naglann á höfuðið - þetta snýst um að viðurkenna kosti hinsblandaða hagkerfis - styrkja velferðarkerfið og nýta sköpunarkraft markaðarins. Í því felst jafnaðarmennskan í mínum huga - styttri versjónin

Vandamálið er að Sjálfstæðisflokkur og VG viðurkenna bara annað að því er virðist. Þar liggja því öfgarnar að mínu viti.

Bk.

Hrannar Björn Arnarsson, 13.4.2007 kl. 19:35

4 identicon

Væri ekki ágætt að losna við þessa mafíuokurlánavaxtabankana? Og hingað kæmu inn evrópskir bankar á evrópskum vöxtum?

Sigurður H. Einarson (IP-tala skráð) 13.4.2007 kl. 20:53

5 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Sæll Hrannar

Ef ég þekki félaga mína í VG rétt þá verða þeir von bráðar opnir fyrir skynsömum og hagkvæmum lausnum.

Markaðshyggja getur haft ágætar lausnir en þarf ekki að hafa jákvæð áhrif á hana og beina henni inn á réttar brauti? Það gerum við með skynsömum og sanngjörnum leikreglum sem kemur fram í ýmiskonar lagasetningu, t.d. heimildum skattalaga, lögum um hlutafélög og fjármálastarfsemi svo e-ð sé nefnt. Og ekki má gleyma skynsömum lögum og reglum um fjármál stjórnmálaflokka en koma þarf í veg fyrir að stórir hagsmunaaðilar í markaðshyggjunni kaupi sér stjórnmálamenn og jafnvel heilu stjórnmálaflokkanna. Um þetta mátti til skamms tíma vart ræða fremur en snöru í hengds manns húsi. Í öllum þeim löndum sem lýðræðið hefur náð að þróast sem lengst, er tekið á þessum málum með skynsemi og festu.

Við getum víða séð afdrifarík mistök í alþjóðastjórnmálum þegar  skynsamlegar leikreglur skortir í samfélaginu, bæði í dag og ef við lítum til baka. Var það ekki Krupp og fleiri stóriðjurekendur í Þýskalandi sem stóðu að baki Adolf og hans kumpánum á sínum tíma? Í þann tíma var gildandi í Þýskalandi ein framsýnasta og frjálslegasta stjórnarskrá sem nokkru sinni hefur verið sett, stjórnarskráin sem kennd var við  bæinn Weimar. Af hverju er meginhluta þjóðartekna sumra þróunarlanda varið í vopnakaup og hermennsku? Þar er nánast ekkert afgangs til að reka heilbrigðisþjónustu og skóla. Er það ekki vegna þess að lýðræðið er þar á brauðfótum? Valdhafarnir á þeim bæjum hafa allan hug sinn bundinn að verja sinn hag og þá er nærtækast að hafa um sig vel búinn og tryggan her.

Við þurfum að líta á þessi mál með miklu meira víðsýni en við höfum oft gert og líta aðeins lengra en út fyrir skrifborðið!

Kveðja

Mosi 

alias 

Guðjón Sigþór Jensson, 15.4.2007 kl. 17:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband