Enn eru VG og Sjálfstæðisflokkur sammála...

Ég held að það hljóti að vera hið besta mál að flokkarnir komi sér saman um eithvert þak á auglýsingakostnað í baráttunni sem framundan er. Það verður að vísu erfitt að framfylgja slíku samkomulagi út í hörgul, en svona samkomulag mun ábyggilega halda aftur af flokkunum á lokasprettinum og er það vel.

Það vekur líka athygli að enn eru VG og Sjálfstæðisflokkurinn sammála. Hér er að vísu ekki um hápólitískt mál að ræða, en skemmtileg tilviljun í því merkjaflóði sem flokkarnir eru að senda kjósendum og hvorir öðrum þessa dagana.

Öllu mikilvægari finnast mér umræðurnar um leynilegan fund Geirs Haarde og Steingríms J sem fjallað er um á blogsíðu Péturs Gunnarssonar. Þar fullyrðir hann að slíkur fundur hafi farið fram og rekur einnig hvernig VG reyndi í kjölfar borgarstjórnarkosninganna síðustu að komast í meirihlutasamstarf með Sjálfstæðifslokknum, öndvert við það sem sagt var opinberlega.

Sjálfur hef ég ekki heyrt af þessu fyrr, en mér finnst svar Árna Þórs Sigurðssonar ekki síður athyglisvert, enda neitar hann sögunni ekki. Á síðasta þingi Sambands Íslenskra sveitarfélga var það einmitt Árni Þór Sigurðsson, sem landaði samningum VG og Sjálfstæðisflokks um stjórn þessa mikilvæga sambands. Þar færði VG Sjálfstæðisflokknum forystu sambandsins (ígildi ráðherradóms) gegn varaformennsku Árna Þórs. Hann er því vanur að byggja brýr í þessa átt.

Pælum í því !


mbl.is Auglýsingakostnaður stjórnmálaflokkanna takmarkaður við 28 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Hrannar. Ljótt er að heyra ef VG eru að hnupla íhaldinu frá ykkur.  Ég álít ykkur krata hæfari til samvinnu við íhaldið, þessvegna eðlilegt að þið náið saman. En um afleiðigar slíkrar bræðslu held ég að landsmenn megi fara að byðja fyrir sér, en án gríns. Segi enn og aftur, beyttu afli þínu í að vinstra fólk nái meirihluta í vor, heldur enn að níða skóinn af VG. Baráttukveðja.

Þorkell Sigurjónsson (IP-tala skráð) 27.3.2007 kl. 22:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband