Skiptir sannleikurinn máli í hæstarétti ?

Nú er orðið ljóst að annaðhvort er Jón H. B. Snorrason, fyrrum saksóknari í Baugsmálinu að segja ósatt fyrir dómi eða Jón Steinar Gunnlaugsson, hinn "innmúraði og innvígði" lögmaður Jóns Geralds að reyna að hylja slóð sína í aðdraganda Baugsmálsins.

Á meða Jón Steinar man ekki hvort hann hitti Jón H. B. Snorrason til að undirbúa aðförina að Baugi, segist Jón H. B. muna það glögt að þeir hafi átt ítrekuð samtöl og fundi vegna málsins, áður en Jón Gerald kom þar nærri. Hvað skyldi Jón hinn innmúraði hafa að fela ?

Þáverandi forsætisráðherra og bridgefélagi Jóns Steinars, átti reyndar einnig afar erfitt með að segja rétt frá aðkomu sinni að málinu á upphafsdögum þess. Hélt því fyrst fram að hann hefði fyrst heyrt um Jón Gerald í fjölmiðlum þegar ásakanir hans komu fram, en reyndist ýmsu fróðari um málið löngu fyrr eftir því sem Hreinn Loftsson fullyrti á grundvelli samskipta þeirra Davíðs í London.

En skildi það breyta einhverju að sitjandi hæstaréttardómari verði uppvís að slíkum undanslætti frá sannleikanum ? Er hið "innvígða og innmúraða" skjól nægilega tryggt til að einstaklingur sem á slíka aðkomu að einhverjum viðmestu málaferlum íslandssögunnar geti áfram starfað sem einn af æðstu mönnum réttarkerfisins ?

Pælum í því !


mbl.is Hreinn: Spurning um hvaða hópur áhrifamanna ætlaði að beita sér gegn Baugi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þarfagreinir

Já, hann Jón Steinar er ekki beinlínis trúverðugur hér. Þó verðum við að hafa í huga að aðdragandi málsins ætti ekki, ef fyllrar sanngirni er gætt, að hafa áhrif á málsmeðferðina. Því er hins vegar ekki að neita að hann veitir ansi góða innsýn í Davíðsklíkuna. Ég vona að sagan minnist Davíðs fyrst og fremst fyrir svona hluti, enda fannst mér þeir tvímælalaust mest einkennandi fyrir hans stjórnarmennsku.

Þarfagreinir, 22.3.2007 kl. 01:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband