22.2.2007 | 18:48
Tímamót !
Ég tek ofan fyrir stjórnendum Hótels Sögu. Sú ákvörðun þeirra að vísa klámráðstefnunni frá markar að mínu viti tímamót og skiptir miklu máli í baráttunni gegn klámvæðingunni á Íslandi.
Hún sýnir að umræðan sem farið hefur fram um afleiðingar klámvæðingarinnar skipti máli og að almenningsálitið er að snúast. Í stað þess að leyfa mótmælaöldunni að brjóta á Hótel Sögu, hafa stjórnendur þess brugðist skynsamlega við, forðað hótelinu frá skaða og í raun lagt þeim sjónarmiðum sem lágu til grundvallar mótmælunum öflugt lið.
Hótelið og sú órofa samstaða sem fram kom hjá yfirvöldum borgar, kirkju og ríkis í að fordæma ráðstefnuhaldið, hefur nú skipað Íslandi í lið með þeim öflum sem lýsa andúð sinni á klámvæðingunni. Þau skilaboð munu berast um heima klámvæðingarinnar svo eftir verður tekið.
Ég hef einnig þá trú að ákvörðun stjórnenda Hótels Sögu marki upphafið að enn frekari skrefum íslenskra fyrirtækja og stjónvalda í að úthýsa klámvæðingunni frá Íslandi, enda hefur umræðan sýnt fram á að víða er pottur brotinn í þeim efnum.
Útverðir klámsins á Íslandi geta og eiga að byrja að pakka saman - slíkur er máttur öldunnar sem nú er risin að minu viti.
Pælum í því !
Eigendur Hótel Sögu vilja hætta að sýna ljósbláar myndir gegn gjaldi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:40 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Umhverfismál
Umhverfismál
- Hinn óþægilegi sannleikur Heimasíða heimildamyndar Al Gore
- Heimsvakt umhverfisins Flest sem þú þarft að vita um umhverfismál
- Umhverfisvefur Reykjavíkurborgar Allt um umhverfismál í Reykjavík
- Loftgæði í Reykjavík - rauntímauppl. Andaðu fersku lofti !
Þjóðmálaspekingar
Samherjar í netheimum
- Hallgrímur Helgason Heimasíða Hllgríms Helgasonar
- Guðmundur Ólafsson Heimasíða Guðmundar
- Svanfríður Jónasdóttir Heimasíða Svanfríðar
- Róbert Marshall Heimasíða Róberts
- Helga Vala Helgadóttir Heimasíða Helgu Völu
- Oddný Sturludóttir Heimasíða Oddnýjar
- Þórunn Sveinbjarnardóttir Heimasíða Þórunnar
- Steinunn Valdís Óskarsdóttir Heimasíða Steinunnar Valdísar
- Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir Heimasíða Ástu R
- Katrín Júlíusdóttir Heimasíða Katrínar
- Mörður Árnason Heimasíða Marðar
- Björgvin G. Sigurðsson Heimasíða Björgvins
- Össur Skarphéðinsson Heimasíða Össurar
- Jóhanna Sigurðardóttir Heimasíða Jóhönnu
- Árni Páll Árnason Heimasíða Árna Páls
- Ágúst Ólafur Ágústsson Heimasíða Ágústs Ólafs
- Dagur B. Eggertsson Heimasíða Dags
- Helgi Hjörvar Heimasíða Helga
Alþjóða- og efnahagsmál
Áhugaverðar síður
- Sameinuðu þjóðirnar Heimasíða sameinuðu þjóðanna
- Þróunaráætlun Sameinuðuþjóðanna Heimasíða millenniumpromise
- Sjóður Sameinuðu þjóðanna Heimasíða sjálfstæðrar stofnunnar sem vinnur með Sameinuðu þjóðunum
- MBA nám Háskóla Íslands
- M5 - með puttann á púlsinum
- Endum fátækt - eflum viðskipti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- gunnarb
- adalheidur
- agnar
- malacai
- amal
- godsamskipti
- volcanogirl
- annabjo
- annapala
- arnalara
- noriv
- attilla
- agustolafur
- asarich
- astar
- heilbrigd-skynsemi
- baldurkr
- kaffi
- bergthora
- birnag
- bjarnihardar
- gudmundsson
- bjorkv
- bingi
- bleikaeldingin
- bryndisisfold
- bodvar
- calvin
- rustikus
- dagga
- silfrid
- egillrunar
- esv
- eirikurbergmann
- ellasprella
- hafmeyja
- evropa
- fararstjorinn
- sifjar
- fridrikof
- gislisig
- gudni-is
- gudfinnur
- vglilja
- gudjonbergmann
- mosi
- gudmundurmagnusson
- gummisteingrims
- gudridur
- gudrunkatrin
- gmaria
- gudrunvala
- gunz
- gunnarhrafn
- habbakriss
- halla-ksi
- halldorbaldursson
- hallurmagg
- haukurn
- skessa
- helenak
- hehau
- 730
- belle
- drum
- tulugaq
- don
- hreinsi
- hordurj
- ibbasig
- ingibjorgelsa
- ingibjorgstefans
- ingo
- x-bitinn
- id
- isdrottningin
- jakobk
- hansen
- ravenyonaz
- jonastryggvi
- jonr
- uglan
- kallimatt
- hugsadu
- credo
- kristinnhalldor
- kristinast
- roggur
- kristjanh
- kristjanmoller
- kiddip
- kikka
- krilli
- lara
- maggib
- magnusmar
- margretsverris
- gummiarnar
- martasmarta
- mal214
- nanna
- nykratar
- poppoli
- olofyrr
- omarragnarsson
- paul
- pallieinars
- perlaoghvolparnir
- hux
- rannthor
- bullarinn
- salvor
- xsnv
- saradogg
- sigfus
- sigmarg
- sigbogi
- einherji
- zsigger
- siggikaiser
- siggisig
- hvalur
- sigurjons
- sigurjonth
- snjolfurolafsson
- hvala
- solrunedda
- stebbifr
- steingrimurolafsson
- kosningar
- svalaj
- svenni
- svatli
- kariaudar
- saethorhelgi
- tidarandinn
- tommitomm
- tommi
- truno
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- eggmann
- postdoc
- tharfagreinir
- tolliagustar
- thil
- theld
- tbs
- doddibraga
- thorolfursfinnsson
- toddi
Athugasemdir
Er þá ekki næsta skrefið að fá símann til að hætta dreifingu kláms á síðu sinni www.hugi.is/kynlif ?
HÞS (IP-tala skráð) 22.2.2007 kl. 19:11
Já sammála. Látum loka B2.is, 69.is, huga.is, einkamál.is and while we are at it af hverju ekki að banna mogganum að birta myndir af nöktu fólki og banna Sigurjóni Kjartanssyni að segja typpi í útvarpinu. Svo er náttúrulega eðlilegt framhald að banna konum að mála sig og láta sjást í fótleggi.
Þetta eru sorglegar pælingar hjá þér.
Einar Sigurjón Oddsson, 22.2.2007 kl. 20:28
Sigur forsjárhyggjunnar. Hvað getum við bannað næst? Að netsamband sé til útlanda? Þar er hægt að ná klámsíðum. Kannski að Kínverjar geti kennt okkur eitthvað í þessum fræðum?
Gunnar Björnsson, 22.2.2007 kl. 20:40
Hvernig geturðu sagt að almenningsálitið sé að snúast? Ef maður les blogg og svör bloggverja, þá sé ég ekki betur en að það sé ansi stór hópur fólks sem hafði ekkert á móti komu þessa liðs!
Ég kíki á naktar konur á netinu ... og hef gert lengi. Er ég vondur maður? Hefur einhver hlotið skaða af þessu glápi mínu? Hef ég sýnt hneigðir í óafbrigðilegar áttir eftir að hafa horft á naktar konur á netinu?
Nei, við skulum banna þetta.
Og það sem verra er ... við höfum opnað fyrir ansi hættulega braut. Það hefði verið hægt að lýsa andúð sinni á klámi á annan hátt. Eða ætlarðu kannski að segja mér það að tvær konur sem af fúsum og frjálsum vilja vinna við klámmyndagerð (og hafa af því tekjur), þar sem það er löglegt í þeirra landi, og þær myndu svo vilja koma hingað í ferð um Ísland og skemmta sér en einnig ræða mögulegt samstarf.... eru þær þá óvelkomnar? Ef svar þitt er já, þá geturðu alveg eins réttlætt það að úthýsa múslimum, samkynhneigðum, spilakassaframleiðendum, ... you catch my drift?
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 22.2.2007 kl. 22:14
Mér þykir bannerinn á síðunni þinni endurspegla vel tíðarandann í hugsunarhættinum hjá þér.
Anna Hrefna Ingimundardóttir, 23.2.2007 kl. 05:07
Þetta er frábært og sýnir að almenningur er búin að fá nóg af klámrugli og hefur líka nóg á sinni könnu að takast á við afleiðingar þess í ýmsum ofbeldismálum.
SM, 23.2.2007 kl. 08:08
Sælir ágætu stjórnmálamenn Að undanförnu hafa kjörnir fulltrúar okkar tekið þátt í því að úthrópa útlendinga, sem eru frjálsir ferða sinna í öðrum löndum hins vestræna heims og tekið undir öldu "fordómavæðingar" í íslensku samfélagi. Allt í einu er frelsið lagt á hilluna og hópi fólks sem vill heimsækja okkar land útskúfað af stjórnmálamönnum. Allir stimplaðir sem barnaíðingar, kynferðisglæpamenn og stundandi mansal. Lögreglan ekki látin ein um að meta hvort ástæða sé til að taka á "meintum" brotamönnum, ef þeir eru þá í hópnum, heldur hoppað með í "fordómavæðinguna". Hvernig getur það átt sér stað í okkar annars ágæta lýðveldi að fulltrúar allra flokka fari með sömu þuluna. Þegar ekki er lengur að finna mun á D, B, S, F og VG sé ég ekki lengur til hvers ég ætti yfir höfuð að kjósa einhvern þessara flokka. Menn geta mótmælt klámi, Ísrael, Falun Gong, Bandaríkjunum, Kína, Svíþjóð og hverju einu sem þá listir en stjórnmálamenn eiga að stíga varlega til jarðar - Alltaf. Þeir eiga að passa að gæta hófs í allri nálgun sinni og við yfirlýsingar. Ef okkar kjörnu fulltrúar ætla ekki að koma frelsinu til varnar þá er illt í efni. Frelsi er æðst allra gilda og það má alldrei skerða nema brýna nauðsyn beri til. Ég vona svo sannarlega að stjórnmálamenn átti sig á í hverju þeir hafa tekið þátt og það áður en aftur kemur upp "sambærilegt" málefni í samfélaginu. Að síðustu kæru stjórnmálamenn virðið orð John Stuarts Mill sem sagði:
"Einstaklingurinn beri aðeins ábyrgð gagnvart samfélaginu á þeim athöfnum sínum sem skaði hagsmuni annarra, en ekki þeim sem varða aðeins hann sjálfan. Því er hvorki ríkinu né öðru fólki heimilt að skerða athafnafrelsi einstaklingsins nema í sjálfsvörn. En það er ekki fyrst og fremst ríkisvaldið sem Mill beinir gagnrýni sinni að, heldur alræði meirihlutans, hin oft og tíðum þögla skoðanakúgun sem leitast við að steypa alla í sama mót og heftir þannig þroska einstaklingsins. Það er samfélaginu nauðsynlegt að meðlimir þess búi við hugsana- og málfrelsi og fái að þroskast í fjölbreytileika sínum til þess að allar skoðanir fái færi á að njóta sín, því það er aðeins í rökræðunni sem ljóst verður hvort skoðun sé sönn eður ei. Auk þess er hver sú skoðun sem við aðhyllumst ekki einlæg og hjartfólgin sannfæring, sem ræður breytni okkar, fyrr en við höfum tekist á við gagnrýni og efasemdaraddir."
kveðjaSveinn V. ÓlafssonSveinn V. Ólafsson (IP-tala skráð) 27.2.2007 kl. 01:33
Langar að benda á góða grein á vefritinu;
http://www.vefritid.is/index.php/greinasafn/allt-sem-er-djupt-og-dimmt-i-heiminum/
Mér finnst sorglegt að fólk hafi hér í umræðum tengt saman klámiðnað og tjáningarfrelsi og ég tel það afneitun ef fólk heldur því fram að klámiðnaðurinn skaði ekki aðra. Það alvarlega í málinu er að þessi svokallaði iðnaður skaðar fjölda manns á hverjum degi beint eða óbeint.
Ég á erfitt með að trúa því að fólk sem skoðar klámefni trúi því að þeir sem birtast á myndum séu þar af fúsum og frjálsum vilja - sá sem trúir því ætti kannski að skoða sinn hug ?
Heiða Björg (IP-tala skráð) 27.2.2007 kl. 13:25
Sæl öll
Ég trúi því enn, þrátt fyrir alla fordóma og alhæfingar sem eru uppi að það sé raunverulega til eitthvað svo gott og fallegt sem fús og frjáls vilji! Kynlíf er upplyfting úr grámyglu hversdagsins og myndir af kynlífi sömuleiðis. Ég skynja hinsvegar og skil vel að mörgum finnast slíkar myndir viðbjóður og ógeðslegar en get ekkert aðhafst hvað það varðar. Að mínu mati þarf að tryggja að aðgengi að kynferðislega opinskáu efni sé þannig reglað að þeir sem vilja ekki koma nálægt því sé lausir undir þeirri áþján.
kveðja
Sveinn V. Ólafsson
Sveinn V. Ólafsson (IP-tala skráð) 27.2.2007 kl. 14:08
Ágæti Sveinn, við getum verið sammála um að kynlíf er mikilvægt og gott, en þessi umræða snýst ekki um kynlíf ! Við erum ekki heldur að ræða um rétt fólks til að skoða myndir af kynlífi heldur afleiðingar þess að kynlífsmarkaðurinn vex og vex og krefst stöðugt grófara og grófara klámefnis. Ein af afleiðingum þessa er að sífellt fleira fólk þarf til að framleiða klámið og þó það sé til fólk sem vill þá er það staðreynd að í mjög mörgum tilfellum er fólk neytt til þess, platað eða jafnvel nauðgað eða rænt. Það er staðreynd !! óþægileg kannski en samt staðreynd !!
Og þar bera neytendur kláms ábyrgð á örlögum fólks
Ég er ekkert að pæla í því í þessu sambandi hvort þér eða öðum verður eitthvað meint af að horfa á klám, mér finnst það allt önnur pæling en það er til fullt af rannsóknum um það ef þú hefur áhuga.
Heiða Björg (IP-tala skráð) 28.2.2007 kl. 13:58
Ágæta Heiða
Við erum kannski ekki eins ósammála og við héldum! Þú tekur auðvitað eftir að ég tala um kynferðilega opinskátt efni frekar en klám. Það er búið að nauðga því orði svo oft og beita það annari misnotkun að það verður að koma því í hús hjá Stígamótum í rétta meðferðar og áfallahjálp.
Nei, nei mér verður ekkert meint af að horfa á svona kynlífsefni, það veit ég vel. Annars er Jóna Ingibjörg með góða pistla um það á sínum fína vef. Hún er kynfræðingur og veit meir um það.
kveðja
Sveinn
Kveðja
Sveinn
Sveinn V. Ólafsson (IP-tala skráð) 28.2.2007 kl. 16:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.