16.2.2007 | 12:51
Siðferðinu úthýst af Hótel Sögu !
Spá mín um að stjórnendur Hótels Sögu hefðu verið plataðir til að samþykkja að verða miðpunktur alþjóðlegs klámiðnarðarþings og í framhaldi yrði því úthýst, virðist því miður ekki ætla að ganga eftir. Í Blaðinu í dag upplýsir fulltrúi Hótels Sögu að stjórnendum þess hafi um nokkurt skeið verið kunnugt um tilgang bókunarinnar og að þeir hafi ekki gert við hana athugasemd. Fulltrú Sögu bætir því síðan við að svo fremi að fulltrúar klámiðnaðarins hagi sér vel á hótelinu séu þeir velkomnir.
Þvílíkt dómgreindarleysi ! Þvílík mistök ! Þvílík vonbrigði !
Með þessari afstöðu sinna hafa stjórnendur Hótels Sögu, að mínu viti, úthýst öllu siðferði af hótelinu. Alþjóðaþing barnaníðinga, vændishúsaeigenda, mansalsskipuleggjenda, eiturlyfjasala og annarra skipulagðra glæpasamtaka eru væntanlega velkomin á Hótel Sögu, svo fremi að þeir hagi sér vel á vettvangi og væntanlega borgi reikninginn. Það er amk vonlaust að skýla sér á bak við það að þeir fulltrúar klámiðnaðarins sem munu eiga sér griðarstað á Hótel Sögu séu af allt öðru og betra sauðahúsi - því miður er þetta allt sama tóbakið.
Siðferði sem þetta er auðvitað ólíðandi, bæði hjá fyrirtækjum og almennt í mannlegu samfélagi. Með slíku siðferði verður okkur amk ekkert ágengt í baráttunni við þær meinsemdir og mannlegu eymd sem fylgir klámiðnaðinum og daglega leggur líf hundruð kvenna og barna í rúst.
En Hótel Saga hefur ákveðið að sér komi málið ekki við. Við sem neytendur eigum því næsta leik.
Pælum í því !
Stígamót skora á ráðamenn þjóðarinnar að koma í veg fyrir klámþing | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Siðferðið yrði náttúrulega miklu betra ef öllum þeim sem einhverjum hópum í samfélaginu líkaði ekki við yrðu settir á svartan lysta. miklu betra að búa til svona lista yfir óæskilegt fólk sem ekki er velkomið til landsins.
Fannar frá Rifi, 16.2.2007 kl. 13:03
Þetta er ekkert annað en business..
thrstn (IP-tala skráð) 16.2.2007 kl. 13:08
Skelfilega leiðinlegt mál. Trúi því ekki að stjórnendur hótelsins hafi áttað sig á því hvaða hópur var á leiðinni. Sitja allt í einu uppi með Alþjóðlegt Perraþing í hjarta Reykjavíkur.
Er þetta nokkuð minna skaðlegt lið en Banditos eða Hell's Angels?
Flosi Kristjánsson, 17.2.2007 kl. 11:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.