Loks sér Mogginn ljósið !

Það er sannarlega fagnaðarefni að Morgunblaðið hafi nú loksins gengið til liðs við okkur sem höfum á undanförnum árum barist fyrir raunhæfum aðgerðum til að bæta loftgæði borgarbúa. Eins og fram kom í pistli mínum í gær voru á árinu 2001 lagðar fram margþættar tillögur um aðgerðir til að minnka svifryk í borginni (sjá meðfylgjandi skjal). Sú tillaga sem mestu skipti fjallaði um aðgerðir til að draga úr notkun nagladekkja og gerði m.a. ráð fyrir upptöku gjalds fyrir notkun þeirra.

Sjálfstæðismenn í borgarstjórn, Vefþjóðviljanum og víðar risu öndverðir gegn hugmyndinni, kölluðu hana árás á einkabílinn og forræðishyggju og kollegar þeirra á Morgunblaðinu og í ríkisstjórn þögðu þunnu hljóði.  Tillagan strandaði síðan á því að ekki var framkvæmanlegt að borgin setti á slíkt gjald án atbeina ríkisvaldsins - undir forystu Sjálfstæðisflokksins.

Í leiðara í dag segir hinsvegar Morgunblaðið:

"Hér á landi blasir við að leggja annaðhvort slíkt gjald á nagladekk (eins og í Osló - innskot HBA) eða gera það hagkvæmara að aka á ónegldum dekkjum."

Er Sjálfstæðisflokkurinn loksins að sjá ljósið í þessu máli ? Morgunblaðið er amk komið í liðið sem er tilbúið í raunhæfar aðgerðir gegn svifryksmenguninni, það er ljóst. En hvar stæðum við, ef Mogginn hefði lagst á árarnar með okkur fyrir 6 árum síðan þegar tillögurnar komu fyrst fram ?

Pælum í því !

 


mbl.is Börnin ekki út suma daga vegna svifryks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svava S. Steinars

Verst að þessi umfjöllun er ekki nógu málefnaleg og reynt að komast hjá því að greina frá þeim aðgerðum og þeirri vinnu sem Umhverfissvið hefur lagt í varðandi þessi mál á undanförnum árum.

Svava S. Steinars, 15.2.2007 kl. 10:14

2 Smámynd: Gísli Sigurðsson

Ég verð að segja frá minni reynslu af vali hjólbarða. Ég hef nú um nokkurra ára bil ekki notað nagladekk. Ég hef ýmist notað heilsársdekk eða loftbóludekk sem ég er mjög ánægður með. Ég hef ekki ennþá reynt harðkornadekk en á örugglega eftir að prófa þau líka. Ég hef þó hluta af þessum árum búið norðanlands og þurft að ferðast landshluta á milli á öllum árstímum og í allskonar veðrum. Það hefur gengið áfallalaust og ég held að þetta snúist allt um hugarfar og það að keyra eftir aðstæðum. Margir held ég að fyllist einhverri öryggiskennd við það eitt að vita af nöglum í dekkjunum jafnvel þó þeir séu orðnir slitnir og í raun ónýtir sem slíkir.

Gísli Sigurðsson, 15.2.2007 kl. 21:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband