Kaldar kveðjur Geirs !

Maður skilur æ betur hversvegna ímyndarfræðingar Sjálfstæðisflokksins hafa ráðlagt Geir Haarde að halda sig sem mest frá kastljósi fjölmiðlanna. Ég taldi í einfeldni minni að hugmyndin væri að skapa eftirspurn, líkt og Davíð sagði forsætisráðherrum hollt á sinni tíð, en ástæðan er önnur - hugarheimur forsætisráðherrans þolir einfaldlega ílla dagsins ljós.

Kvenfyrirlitningin, dómgreindarbresturinn og hrokinn er hreint ótrúlegur !

Hvert er t.d. innlegg forsætisráðherrans í þá áfallahjálp sem þolendur kynferðisofbeldisins í Byrginu þurfa nú á að halda :

"auðvitað er erfitt að fullyrða að stúlkurnar hefðu ekki orðið barnshafandi hvort eða var..."

Þeir sem ekki trúa (og þeir hljóta að vera margir) geta einfaldlega horft á viðtal Egils Helgasonar við Geir Haarde  í Silfri Egils sl. sunnudag.

 Pælum í því !

 


mbl.is Geðsvið Landspítalans opnað fyrir fyrrum skjólstæðinga Byrgisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvar voru fjölmiðlarnir þá?

Að undanförnu hafa fjölmiðlar tekið af mikilli hörku á ömurlegum málum sem hneykslað hafa þjóðina og verið sem reiðarslag því svo virðist sem enginn hafi haft grun um það sorglega ungmennaníð sem uppljóstrað er að hafi viðgengist í Breiðuvík fyrir áratugum og í Byrginu á síðustu misserum. Hart hefur verið gengið að stjórnmálamönnum og stofnunum ýmsum sem annaðhvort vissu eða hefðu átt að vita. Kastljósið er óskaplega skært á þessa mannlegu eymd og auðvitað skömmumst við okkar sem þjóð fyrir óhugnaðinn. En stundum finnst manni hamagangurinn núna vera í sensasjón-stíl, en of lítið gert af því að afla upplýsinga og miðla krítiskt. Og þegar hin ákafa leit að sökudólgum heldur áfram kvöld eftir kvöld, þá fer ekki hjá því að maður sem notandi fjölmiðla spyrji líka spurninga sem hinir æsilegu miðlar kastljósanna spyrja ekki: hvar var aðhald fjölmiðla?                               

 Síðastliðið sunnudagskvöld var á gömlu Gufunni  útvarpað sígildum góðum þætti Guðmundar Andra Thorssonar. Hann er fundvís á gamalt og gott efni og skyggnist um gáttir mjúkri röddu og áheyrilegri. Að þessu sinni las hann uppúr bók (Launhelgi lyganna)  sem kom út tiltölulega nýlega, eða árið 2000, þar sem ung stúlka (Baugalín) segir frá reyndar fremur jákvæðri og uppbyggilegri vist sinni fyrir vestan (í Breiðuvík) um miðjan áttunda áratuginn. En þá lifðu ennþá sagnirnar um allan óhugnaðinn sem tíðkast hafði undir ógnarstjórninni á Breiðuvíkurheimilinu; strákarnir voru sumir ennþá viðloðandi staðinn og sögðu fólki frá, -ný stjórn heimilisins hafði tekið aðra stefnu og rimlarnir voru brotnir. Sögurnar af hryðjuverkum frá fyrri tíð voru þá héraðsfleygar og heimsækjendur á staðinn heyrðu af þessu -  . Til dæmis þá kom sjálft Nóbelskáldið í heimsókn og hlustaði á slíkar sögur og áminnti fólk um að halda þessum minningum til haga, því slíkur óhugnaður gagnvart börnum mætti aldrei endurtaka sig!...Við erum að tala um frásagnir sem birtust í bók sem kom út árið 2000 samkvæmt þessum upplýsingum, ekki fyrir áratugum. Árið 2000 var fjölmiðlaumhverfið komið nokkurnveginn í það horf sem það er í núna. Því er spurt . Hvar voru fjölmiðlarnir þá?

Með kærlegri kveðju úr Véum.... Óskar Þorgils

Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 13.2.2007 kl. 00:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband